Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 19
ÓFEIGUR
17
menn, þó að þeir væru ekki með öllu útilokaðir frá
félagsmálavinnu.
*
Á nýafstöðnu flokksþingi talaði Bernharð einn af
þingmönnum fyrir Framsókn, fyrir utan formann og
ritara. Tveir af meðráðherrum Eysteins, dr. Kristinn
og Steingrímur, fluttu engar skýrslur um störf sín.
Heita má að andleg viðkoma hafi stöðvazt á veg-
um Framsóknar, síðan svartlistaumbrot gistivina urðu
að starfsreglu. Ungum mönnum er haldið frá opinberri
vinnu af sjúkri einræðishneigð. Hjálmar Vilhjálmsson
fyrrv. sýslumaður á Seyðisfirði, hefur orðið fyrir barð-
inu á gistivinum, eingöngu af hneigð þeirra til Stalin-
isma í umgengni við samstarfsmenn. Verður síðar vik-
ið að þessum háskalegu vinnubrögðum. Það er verið
að breyta Framsóknarflokknum í steingerving.
Ef viðunandi félagsmálaþroski væri í landinu, mundi
flokksþing Framsóknarmanna hafa rætt um eitt
mál: Hið sjúka ójafnvægi. Frá vamarliðinu streym-
ir inn í landið óhemju auður. Samt er iandið á
vonarveli. Allur atvinnurekstur til lands og sjávar
er rekinn með gjafafé frá ríkissjóði. Það gjafafé berst
til þjóðarinnar í sambandi við vörn landsins. Þjóð-
bankann vantar reiðufé til starfs síns. Aðalbankastjóri
þjóðbankans yfirlýsir, að innan skamms muni ríkið
verða að biðja Bandaríkin um bráðabirgðalán allt að
100 milljónum króna. Kaupfélögin, sem verzla með
nauðsynjavörur almennings, verða að spara nauðsyn-
leg iimkaup vegna þess að hér vantar peningni i þessu
gagnauðuga peningalandi.
Flokksþing Framsóknar fjallaði um allt annað en
þetta mál málanna. Allt snerist um eitt atriði: Vinstri
stjórn. Hún átti að vera allra meina bót. En formæl-
endur þessarar væntanlegu stjórnar minntust ekki einu
orði á, hvað hún ætti að gera. Óskinni um vinstri
stjórn fylgdi aðeins ein skýring. Framsókn var á 9 sam-
stjómarárum með Mbl.-mönnum búin, eftir því sem
Heimann sagði, að reyna af þessum samferðamönnum
svo mikil svik og pretti í ótal myndum, að hreinn og
varanlegur skilnaður milli hins góða og vonda flokks
var siðferðileg nauðsyn. Flokksþingið átti að vera