Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 35
ÓFEIGUR
33
hin mörgu efnisvana dagblöð eða sjálf lögreglan, skyldi
taka að sér að opna leyndardóm Austurstrætis fyrir
borgurum landsins.
*
Meðan beðið var eftir ritlingnum, var allfast sótt
að dómsmálastjórninni og lögreglustjóra að hindra út-
komu ritlingsins og helzt að brenna hann opinberlega.
Yfirvöldin töldu ekki ástæðu til, að órannsökuðu máli,
að grípa til svo óvenjulegra úrræða. Hér kom til greina
að Gunnar Hall hafði verið einn af fremstu stuðnings-
mönnum Ásgeirs Ásgeirssonar við forsetakjörið 1952.
Samherjar Gunnars úr þessari baráttu sóttu fast á að
engin rannsókn færi fram í málinu, af því að sekt
Gunnars kynni að kasta skugga á kosninguna, alveg
sérstaklega, ef Gunnar gæti ekki gert grein fyrir veru-
legum hluta þess fjármagns, sem glatazt hafði í hönd-
um hans.
*
Samherjar Gunnars úr forsetakjörinu töldu sér
gerða vansæmd, þegar það kom fram, að allmikið af
bókasafni Gunnars var geymt á Bessastöðum. Umræð-
ur um þetta bókasafn urðu ákveðnari þegar sú fregn
baret út um landið, að vinir Gunnars vildu láta ríkið
kaupa þetta bókasafn fyrir hálfa aðra milljón króna,
í því skyni, að það yrði safn forsetadæmisins. Konur
voru í þessu efni enn grimmari heldur en karlmenn.
Vildu sumar hinar harðfengustu láta brenna ritling-
inn á miðju Lækjartorgi, en varpa mér í dýflissu.
Hvorugt var þó gert. Mjög var reynt að útskýra til-
vist bókasafnsins á forsetaheimilinu. Um síðir gaf
bókavörður Gunnars Hall þá skýringu á málinu, að
hann ætti allar þær bækur, sem geymdar voru á Bessa-
stöðum, en þegar fram kom, hver ljóður var á ráði
Gunnars og að hann hafði hinsvegar átt meginþátt
í forsetakjörinu, var horfið frá því ráði, að vinna að
þessari verzlun. Liggur bókasafnið nú á vegum TJtvegs-
bankans sem hluti af tryggingum fyrir skuldum Gunn-
ars Hall.
Þegar vitneskja barst út um land um fjársvik, okur
og yfirhilmingasamtök í sambandi við Gunnarsbúð,
fór að rjúka á fleiri bæjum. Var því líkast, að hér
væri komið niður á jarðsprengjubelti í miðri Reykja-