Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 2
á vegamótum
Allir pingmenn Framsóknar og Alþýðuflokksins báðu
Bandaríkin að senda hingað varnarlið, af þvt að þjóðin
var hrædd við varnarleysið. Stðan sendu leiðtogar
allra stjórnmálaflokkanna yfirmenn og undirgefna
suður á Völl til að afla dollara. Þjóðin fær ýOO millj-
ónir kr. árlega með þessum hætti sunnan með sjó. 1
dálítilli sunnlenzkri sveit eru átta menn í vinnu á VeTl-
inum. Skatttekjur þeirra samanlagðar eru 855 þúsund.
Fœstir þessara manna gætu unnið að venjulegum ís-
lenzkum framleiðslustörfum. Ef vinna hœtti á VeU-
inum, yrðu sumir þeirra að lifa af öryrkjastyrk.
•
Tíminn og Alþýðublaðið telja það sigurfrétt, að hing-
að komu fréttaritarar frá mörgum löndum til að fylgj-
ast með baráttu þeirra við að afvopna og einangra
landið. Það mundi líka þykja tíðindum sœta, ef aug-
lýst vœri, löngu fyrir fram, að í væntanlegri knatt-
spyrnukeppni Dana og Islendinga í sumar, œtti einn
af ellefu leikmönnum Islendinga að spila með andstæð-
ingum landsins, en leika þó í sínu liði og miða hverja
hreyfingu við það takmark að Island tapi leiknum. Slík
íþróttamennska mundi vekja tiltölulega jafnmikla eft-
irtekt eins og stjórnkœnska þeirra Islendinga sem fram-
kvœma t landvarnarmálum Islendinga óskir Rússa.
•
Ef skyndilega væri felld niður öll varnarliðsvinna
tslendinga á Vellinum, mundi af því leiða þegar t stað
álmennt hallœri, hunguróeirðir, gjaldþrot ríkisins,
bankanna og fjölmargra fyrirtækja. Hið blómlega fram-
kvœmda og tilhaldsltf islenzku þjóðarinnar síðustu
fimm árin er að mestu leyti byggt á Vallarpeningum.
Lífskjör Islendinga eru í dag, af þessum ástœðum,
Frh. á. 3. kápusíðu.