Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 54
52
ÖFEIGUR
að setja samkomulag um Gunnarsbúð á löggiltan skjala.
pappír, þegar þráðurinn slitnaði um stund, því að all-
margir af fésterkustu kaupmönnum bæjarins vildu
halda áfram fyrri viðleitni að bola samvinnufélögun-
um út úr hinum söguhelgu átthögum einkaframtaksins
í miðri Reykjavík.
*
En heima í Búnaðarbankanum var áhugi Hermanns
sýnilega mjög lítill. Málið er rætt óhæfilega seint á
bankaráðsfundi. Hermann tekur þar ekki til máls
og hefur engin góð ráð við hendina. Bankastjórinn
verður að gera tillöguna um að hann reyni að 'semja.
Honum er heimilt að nota til afskrifta á þessum eina
viðskiptavini 400—600 þús. kr. Allt erfiðið hvílir á
bankastjóranum, en bankaráðið gerir ekki annað en
að vísa öllum vanda af höndum sér. Það er því líkast
að Hermann hafi tapað kynnum og áhuga fyrir hinu
góða málefni Búnaðarbankans, því að heill mánuður leið
frá samtali hans við Vilhjálm Þór þar sem Hermann
læzt hafa áhuga fyrir SÍS og Gunnarsbúð og til þeirr-
ar stundar, er hann kom á fund í bankanum, sem var
í hættu um mikið tap.
#
Eftir að bjargráð kaupmanna höfðu runnið út í
sandinn, hefir Guttormur Erlendsson forgöngu í mál-
inu í nokkra klukkutíma. En á þessu stutta tímabili
er Hermann búinn að hringja til þessa nýja björgunar-
manns og er þá orðinn, í fyrsta sinn eftir málsskjöl-
unum, mjög uggandi um hag Búnaðarbankans og lætur
koma í Ijós, að bæði bankastjóri og bankaráð hafi stór-
ar áhyggjur út af hugsanlegu tapi á skiptum við Gunn-
ar Hall. Þegar Hermann byrjar hið lítið undirbúna
samtal við Guttorm, viðurkennir formaðurinn að hann
hafi með líkum hætti fylgzt með glímu Ólafs Þor-
grímssonar við fjáraflamennina, er sýnileg hin leynda
þrá Hermanns til að bjarga Gunnarsbúð, en gleymni
hans á hagsmunum þess aðila sem borgar honum 80
þús. kr. fyrir skemmtikraftaverk, er áberandi.
*
En í þessum átökum hafði glögglega komið í ljós,
að minni Hermanns er svo ótryggt orðið, að þeirra
hluta vegna, auk annarra vantana, er óhugsanlegt, að
hann geti veitt forstöðu nýrri ríkisstjóm. Að fáum