Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 39

Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 39
ÓFEIGUR 37 ætti skilið að bankinn greiddi honum 80 þús. kr. þókn- un af almannafé fyrir veru sína í bankanum. # Næst kom Gunnar Hall til skjalanna. Fyrirtækið Gunnarsbúð var stofnsett 1943. Hlutafé 100 þús. kr. Gunnar átti ekki nema 1000 kr. af því, en hafði einhver óskiljanleg ráð yfir nálega helmingi hlutafjárins. Eng- ir aðalfundir voru haldnir í fyrirtækinu og endurskoð- un ekki mjög fylgin sér. Erfitt er að dæma um hverir voru raunverulegir hluthafar í fyrirtækinu. Eftir að almenningur vissi um ástand verzlunarinnar, var brugð- ið við, 26. febr. í fyrra, að kalla saman aðalfund. Pró- kúran var tekin af Gunnari, og var það ekki vonum fyrr. Jón Guðmundsson endurskoðandi hafði gegnt því starfi síðan 1937 og átti að hafa mikinn kunnugleika á fyrirtækinu. Þessi endurskoðandi mætti fyrir rétti 22. marz og bar þá að hann hafi haft bókhald verzl- unarinnar síðan 1953 á skrifstofu sinni. Þó hafði hann engan grun um að ólag væri á rekstri Gunnarsbúðar fyrr en eftir s.l. áramót. Þá fyrst fær endurskoðand- inn, sem einnig er bókhaldarinn, vitneskju um að eig- andinn hafi leynt hann ótrúlegum skuldatölum, er námu mörgum milljónum króna. * Eitt af því sem einkenndi meðferð Gunnarsbúðar- málsins, var hæverska allra blaða sem viku að þessu mannfélagsslysi. Almenningur talaði um okur og okr- ara, en blöðin nefndu stéttina fjármálamenn. Ástæð- an til þessa gæluheitis var sú staðreynd, að okur er miklu algengara heldur en við var búizt og að miklu fleiri og áhrifameiri menn voru riðnir við þessa starf- semi heldur en almenningur gerði ráð fyrir. Margir lögfræðingar voru flæktir í málið; flest atvinnulitlir menn, sem gripu til okurs í lífsbjargarskyni, því að önnur bjargráð skorti. Þá stóðu og efnamenn og mannfélagsstyttur að baki þeim, sem framkvæmdu út- lán með okurvöxtum. Allir þessir menn vildu gera sem minnst úr lögbrotahlið okurmála. Lögmenn allhátt í mannfélagsstiganum, létu orð falla á þá leið, að okur gæti ekki kallazt saknæmt, því að mönnum væri leyft að selja skuldabréf með gífurlegum afföllum og væri sú verzlun ekki talin vítaverð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.