Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 12

Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 12
10 ÓFEIGUR að lifa af þeim tekjum, sem hún gæti fengið af fram- leiðslum til lands og sjávar, og þeim iðnaði, sem líf- vænlegur yrði í landinu. Ráðherrar, þingmenn og hátt- virtir kjósendur vita vel, að hvaða dag sem þeir óska eftir, geta þeir fengið Bandaríkin til að flytja verka- fólk frá Ameríku til að sinna þeim byggingarstörfum fyrir herinn, sem hér þarf að gera, og um leið byrjað aftur heilbrigt atvinnulíf í landinu. En leiðtogum og liðsmönnum kemur saman um að þetta væri nokkuð erfið fórn. Flestum mönnum þykir illt að afsala sér þeim mörgu þægindum, sem fylgt hafa hinum auknu skiptum við Ameríku. Þess vegna hefur engin stétt og akkert blað og enginn þingmaður ymprað á að skapa jafnvægi í þjóðfélaginu með því, að hver vinni að sínu. Bandaríkin leggi til vinnuafl við hervarnirnar, en Is- lendingar noti gæði landsins sér til framdráttar eins og áður. Nálega öll sú gagnrýni, sem kommúnistar og venzlalið þeirra halda á lofti gagnvart veru Banda- ríkjaliðsins hér á landi er borin fram af léttúð, af því að þessir sömu menn óska einskis frekar en að geta sem allra lengst notið fjárhagshlunninda og bættra lífskjarna af dagmilljóninni, sem kemur eins og áhrifamikil fjörefnainngjöf í þjóðlíkamann. Flestir fordæma inngjöfina, en þakka þó fyrir áhrif hennar. # Benjamín Eiríksson er með réttu sannur gullfiskur stjórnarflokkanna. Hann er eðlisgreindur og harðsnú- inn Hafnfirðingur úr öreigastétt, sem brauzt gegnum skólagöngu í Reykjavík, Svíþjóð, Þýzkalandi, Rússlandi og Bandaríkjunum. Meðan hann dvaldi austan Atlants- hafs, var hann einhver sanntrúaðasti bolsiviki, sem til spurðist, og jafnaðist um trúarhita við sjálfan Brynj- ólf. Allt í einu skiptir hann um trúarjátningu og yfir- lýsir sig eindreginn andstæðing byltingarinnar og vin auðmagnsins. Með því móti tókst honum að komast til Bandaríkjanna og ná þar atvinnu við eina af þeim stofnunum, sem fara með mál margra þjóða. Þegar hér er komið sögu, voru tíðindi að gerast í íslenzkum stjórnmálum með þeim hætti, að hlutur Benjamíns kom upp á yfirborðið, og það á eftirminnilegan hátt. # Ólafur Thors hafði alllengi ráfað um hinn pólitíska aldingarð, órólegur á svip, með látbragð þess manns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.