Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 32
30
ÓFEIGUR
honum nær að gera hreint í sínu eigin gróðabralls-
húsi heldur en að bera kærur á alsaklausa menn. Átt-
ust Styrkár og skrifstofumaðurinn við lengi dags, og
voi-u gagnkvæmar óbænir þeirra í allra þróttmesta
lagi. Styrkár hélt manninum í einskonar stofufangelsi
fram á kvöld. Þótti konu mannsins furðulegt, að bóndi
hennar kom ekki heim eins og venja var til, hvorki í
hádegisverð eða síðdegiste. Fékk frúin hugboð um að
maður hennar mundi ekki vera frjáls ferða sinna.
*
Stofufangi Styrkárs var svo gæfusamur, að eiga fyrir
tengdaföður mann, er hafði fæðzt og alizt upp á landa-
merkjum almúga og höfðingjastéttanna. Þegar í óefni
virtist komið, með eiginmann frúarinnar, greip hún
bíl sinn og ók á fund föður síns. Hann var líkt settur
eins og hetjurnar á Bergþórshvoli, sem hvöttu vopn
sin og fægðu skildi áður en þeir lögðu til orustu. Hér
var að verki einn af þeim mönnum, sem gat átt víst
heimboð í veizlum stjórnarinnar, þegar erlendur kon-
ungur kom í bæinn. Hafði maðurinn tekið ofan veizlu-
búnað sinn og heiðursmerki. Athugaði hann vandlega
lykkjur þær, sem höfðingjar hafa á tilhaldsklæðum
sinum, og er ákveðin lykkja tilsett að taka á móti sín-
um krók, sem ber aftur á móti sinn kross. Þurfa heið-
ursmerki á velstirndu brjósti að hafa sitt naust á klæð-
um tilhaldsmanna.
*
Dóttirin tjáir föður sínum, að maður hennar muni
vera í ólöglegu og tilefnislausu haldi á vegum gróða-
manna og stórspekúlanta á Vellinum og biður höfð-
ingjann ásjár. Hér hitti frúin á mann sem minnti á
Gunnar á Hlíðarenda, hógvær og stilltur hversdags-
leg'a, en hvergi hræddur við orustur, ef hann varð að
verja lífsgæði sín og sinna. Mjög þykknaði lund hans,
en ekki mælti hann æðruorð meðan hann bar síðasta
krossinn við síðustu lykkuna og sá að allt stóð heima.
Raðaði hann þá heiðursmerkjunum hverju í sína öskju,
lagði kjólinn með lykkjunum á sinn stað, tók þegjandi
hönd dóttur sinnar, leiddi hana út að tilhaldsbifreið
sinni og ók á fund hinna gunnreifu spekúlanta.
*
Faðirinn kom þar að sem Styrkár var að ljúka við
að yfirheyra tíunda sakborninginn. Gekk komumaður