Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 22
20
ÓFEIGUR
syn að hafa aðra aðferð, af því að kosningar standa
fyrir dyrum. Nú verður að skjóta ákaflega á Mbl., en
þau skeyti verða jafngræskulaus eins og þegar Þjóð-
verjar létu, mitt í fyrra stríðinu, reka nagla í geysi-
stóra trémynd af Hindenburg. Myndin stóð hjá Sigur-
súlu. Hver sem rak nagla í skurðgoðið, borgaði eitt
mark í stríðskassann keisarans. Ólafur lítur á hverja
ör, sem Framsókn sendir honum í kosningunum sem
„frísynd“ og réttlætanlega borgaraathöfn.
:X=
Meðan Island átti konung sameiginlega með Dan_
mörku, kom hann venjulega hingað til lands með nokk-
urra ára millibili, til að rækja skyldur við þegna sína.
Var honum þá jafnan haldin fögur veizla í Hótel Borg
og mannf jöldi eins og húsið rúmaði. Þó að íslending-
ar séu eiginlega ekki konungahollir, þá hafa þeir alla
stund, bæði í fornöld og enn, haft gaman af að vera
nærri konungum við hátíðleg tækifæri. Voru konungs-
veizlur enn rnjög vinsælar í tíð Kristjáns X og fyrir
forgöngu forseta Islands kom nú til landsins sá þjóð-
höfðingi, sem mundi ráða hér ríkjum, ef skilnaðar-
andinn hefði ekki verið svo ríkur, sem raun b'ar vitni
um. Enn var veizlan í Hótel Borg, þar var enn al-
veg alstirndur himinn. I hvert skipti sem konungur
kemur, til landsins, er fögur sjón að horfa yfir veizlu-
bekkina og sjá hin mörgu krossuðu brjóst, þar sem
allir tjalda því sem til er. Auðlegð manna í þeim efn-
um er þó nokkuð misjöfn. Sumir hafa einn lítinn
kross og una vel við sitt. Aðrir hafa marga og stóra.
Síðan ísland tapaði konungdómi, hefur helzta tæki-
færi krossaðra manna til að njóta þessara gæða, verið
við tilteknar hátíðarsýnnigar í leikhúsinu, einu sinni
á ári. Nú í ár getur orðið tvíheilagt. Bæði konungs-
veizla og vorsýning í leikhúsinu. Á báðum ánægjuleg
krossasýning.
*
Þrír höfuðleiðtogar mótuðu „stefnuna" eða öllu held-
ur stefnuleysið á flokksþingi framsóknarmanna. Her-
mann sagði í upphafi jafnglögglega eins og hann treysti
sér til sinn innri hug, að hann vildi láta vinstristjórnar
veldið ná til kommúnista. Hefur hugur hans árum
saman hvarflað í þá átt. Kommúnistar hafa á undan-
gengnum árum leikið við Hermann líkt og Sæmund-