Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 59

Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 59
ÓFEIGUR 57 mest að þakka sinni góðu, próflausu móður, og miklu meiirn heldur en hinum fjölmörgu lærdómsmönnum, sem hann hafði að vísu gott af að kynnast síðar á æfinni. Hver sá kennari eða prestur, sem opn- ar hug og hjarta eins og lifandi maður, fyrir nem- endum eða söfnuði, fær um leið vakandi hring áhuga- samra tilheyrenda. Stefán á Möðruvöllum, Stefán í Litlahvammi, Bjarni á Laugarvatni, Sigurður skóla- meistari, sr. Haraldur Níelsson og fjölmargir aðrir kennarar og prestar hafa ekki skapað námsleiða, held- ur gleði og hrifning nemenda og sóknarbama, með þvi að sýna áhuga í orði og verki við kennslu og skóla- stjóm. # Skólinn og kirkjan eru nú vélrænar stofnanir að miklu meira leyti heldur en hægt er að una við. Margar af kirkjum landsins eru vanrækt hús og ljót. Oft skjöldótt bæði að innan og utan, oft köld, jafnvel oft dimm, og kirkjugarðarnir alþýfðustu blettir túnanna. Skólamir em oft lítið betri, þó að meira sé til þeirra kostað. Hið langa, lögþvingaða skólanám er með verksmiðju- blæ. Nemendur eru ekki í því skapi, að vilja slá hring um kennarann til að gera skólann að góðri viðbót við heimilið. Danskur snillingur sem hefir munið land á Isa- firði, fær stóra hópa af ungmennum til að vinna sjálf- boðavinnu við að prýða garðinn fyrir fólkið sem býr á staðnum. Albert knattspyrnukappi fær marga tugi hafnfirzkra drengja til að leggja fram geysimikla hjá- verkavinnu til að skapa sér íþróttaaðstöðu og æfa síðan Iíkamsmennt með frábærri atorku. Æskan hlýð- ir kalli, þegar mannsrödd talar, en gerist körg hjá atvinnumönnum í andans heimi. Gróður andans vex ekki þar sem vélar í stað sálna móta æskumenn. # Tveir aldamótamenn, báðir komnir af löggiltum starfsaldri, við Gísli Sveinsson, höfum borið fram þýð- ingarmiklar tillögur í kirkjumálum, þó að þar sé ekki snert við innsta kjarnanum. Gísli hóf sókn á Alþingí fyrir 10 árum. Hann sagði að með siðaskiptunum hefði ríkisvaldið tekið kirkjuna með valdi í sína umsjá. Áður var kirkjan frjáls og sjálfstæð. Stjómarskráin endur- tekur skyldu ríkisins að sjá kirkjunni farborða. Gísli lagði til að ríkið veitti 75 % . af byggingarkostn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.