Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 16

Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 16
14 ÓFEIGUR Bankastjórinn var til viðtals eina stund í viku. Bók- hald og afgreiðsla er í Landsbankanum en samt þarf alment starfsfólk álíka margt eins og var um alda- mótin á stórum prestsheimilum, þar sem voru 4 vinnu- menn og annar liðsafli eftir því. Yfirleitt guldust illa lán þau, sem áttu að gagni að koma í Benjamínsbankann, en þó tókst þeim Benjamín og Eysteini að koma á fót einu stórfyrirtæki Glersteypunni svokölluðu. Fékk hún að Iáni nokkrar miljónir enda starfaði hún nokkr- ar vikur, en varð þá gjaldþrota og andlátið auglýst hátíðlega í Lögbirtingi. Kom þá í ljós að þessi nýung var byggð á einskærum misskilningi og hvergi var heil brú í nokkru, sem snerti þetta fyrirtæki. Hér eru milljónir tapaðar en máltækin segja: „Fall er farar- heill" og „betri er húsbruni en hvalreki á fyrsta bú- skaparári." Mega Benjamín og Eysteinn óska að þessi spakmæli rætist. Undangengin 40 ár hafa Magnús Sigurðsson og Jón Árnason útvegað ríkinu nálega öll lán, sem þjóðin hefur tekið. Nutu þeir mikils trausts. Þegar Benjamín átti að verða miðpunktur fjármálalífsins, sá stjórnin að hann varð að taka að sér þennan vanda. Var nú mikil þörf nýrra lána einkum í sementsverksmiðjuna, Sogsvirkjun og fleiri. Fór Benjamin af stað í láns- bænir og var mánuðum saman vestan tjalds eða í Ameríku, til að slá fyrir Eystein, en hvarvetna voru hurðir lokaðar. Bar þar til að utanlands var Benjamín bókfestur sem sanntrúaður bolsi, er hefði blekkt liðs- odda íslendinga með kænskubrögðum. 1 öðru lagi þótti bankastofnun hans standa á veikum fótum og þriðja og síðasta lagi sögðu fjármálamennirnir að krónufall hins gjaldeyrisauðugasta lands í álfunni, bátagjald- eyrir og að síðustu amerísku bílarnir staðsettir á Reykjavíkurgötum en þó flotholt alls togaraflotans, séu þess eðlis að Islandi verði torfengin góð lán. Að lokum sáu Ameríkumenn aumur á Islendingum t og lánuðu Ólafi Thors með góðum kjörum nálega 40 milljónir króna til að ljúka samentsverksmiðj- unni. Átti Eisenhower þessa aura inni í Kaupmanna- höfn og lét þá ganga hingað. * Þegar Eysteinn hugðist hafa uppgötvað sinn fjár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.