Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 70
68
ÓFEIGUR
Frh. af bls. 64
slóð án eldri áhrifa. Sennilegt er að innan tíðar, þegar
búið er að bæta til fulls brunann á Laugarvatni, mætti
hefja þar þá kennslu, sem Kristján Karlsson lét sér til
hugar koma að mundi henta bændum héraðsins. Eng-
inn héraðsskóli ætti að hafa meira en 60 nemendur.
Þessvegna verður á Laugarvatni gott húsrúm og að-
staða fyrir búnðarnám og ef til vill meiri iðnfræðslu
heldur en nú er þar.
*
I kirkjumálum ætti fyrsta átak borgaranna að vera
það, að gera tillögu Gísla Sveinssonar að veruleika.
Ríkið tók við ránsfeng Kristjáns III. Því ber að skila
kirkjum og kirkjugörðum í ástandí, sem væri sambæri-
legt við kaþólsk guðshús. Næsta krafa verður til presta
og prófessora að gera kristindóminn lifandi. íslend-
ingar hafa óþarflega mikið af textakrit í safnaðar-
lífinu. Biblían er fullkomnasta bók veraldarinnar. Þar
er sögð saga gáfuðustu þjóðar heimsins. Þar er, í formi
sem stendur á hátind listar, kennd hin fegursta mann-
lífsspeki. Mál biblíunnar er mótað af snillingum margra
alda: Oddi Gottskálkssyni, Sveinbirni Egilssyni, Har-
aldi Níelssyni, Þórhalli Bjarnarsvni og fleiri ágætum
mönnum. En nú segja uppeldisspekingar og prófessor-
ar, að æskan hafi ekki tíma til að kynna sér þessa
bók, fyrir önnum við enskar og danskar byrjendabækur.
*
Klessulist og rímlaus ljóð er nú á boðstólum, frá
fólki, sem kallar sig listamenn. Hér gerast miklar mann-
fórnir. Unglingarnir halda, að klessan og rímleysið
heyri til tízku samtíðarinnar og þora ekki að vanda sig
fyrir ímynduðum dómum falspostula. Ennþá verst fólk-
ið þó með prýði. Það kaupir málverk Ásgríms og Kjar-
vals fyrir tugi þúsunda, en hefir ömun á klessuverk-
inu. Fólkið kaupir ljóð Davíðs í síendurteknum stór-
útgáfum og Islendingasögur eru á flestum heimilum.
Samt þarf þjóðin að hefja varnir móti bylgju ómenn-
ingarinnar. Það þarf að stofna góðan listaskóla í
Reykjavík, þar sem æskan lærir mennt sína hjá snill-
ingum og það þarf að velta miklu andlegu grjóti út
úr skólunum og lesa og ræða þar um það bezta og
fegursta sem til er, í bókmenntum þjóðarinnar.