Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 49
ÖFEIGUR
4T
hafi Hilmar Stefánsson bankastjóri skýrt frá því, að
Gunnarsbúð, væri í kröggum, en bankinn hefði
keypt viðskiptavíxla allmargra fyrirtækja, sem skipt
höfðu við þetta félag. Ræddi hann þetta mál nánar
og kvaðst búast við að bankinn þyrfti ekki að tapa
á þessu, en ef svo færi að tap yrði óhjákvæmilegt, ósk-
aði hann eftir að mega semja um það, og var hon-
um veitt sú heimild með samhljóða atkvæðum. Að
síðustu tók Hermann fram, að þegar þessum banka-
stjóra hafi áður fyrr verið veitt heimild til slíkra
samninga, þá hafi bankinn ekki orðið fyrir töpum.
Hermann endurtekur, að hann muni ekki eftir sam-
talinu við Vilhjálm Þór, en vill þó ekki draga í efa
að frásögn hans sé rétt. Ekki gat Hermann neitt um
hvenær þetta samtal hafi gerzt. Ekki mundi Her-
mann heldur hvenær bankaráðsfundurinn eða fund-
irnir fóru fram. Þó minnir hann að fjallað væri um
málið á tveim fundum. Sakadómara hefur sýnilega þótt
minnisgáfa Hermanns í daufasta lagi og biður Bún-
aðarbankann um skriflega skýrslu um málið. Annan
júní er lagt fram skjal í réttinum frá Búnaðarbank-
anum, „útdráttur úr gerðabók Búnaðarbanka Islands“,
þar sem orðrétt er tilfært það sem bókað er varðandi
skuldamál fyrirtækisins Ragnar Blöndal. Á fundi
bankaráðsins 7. janúar 1955, er bókað um málið:
Bankastjórinn gerir grein fyrir ýmsum málefnum
bankans, meðal annars er rætt um skuldir Ragnars
Blöndals." Á næsta fundi ráðsins, þann 12. febrúar, er
þetta bókað: „Bankastjórinn gerði grein fyrir hugsan-
legum töpum á Ragnari Blöndal. Bankastjórinn lagði
fram eftirfarandi tillögu: Bankaráðið heimilar banka-
stjóra að semja um skuldir Ragnars Blöndal við bank-
ann og leggja til hliðar 400—600 þús. kr. Tillagan
var samþykkt í einu hljóði. Annað var ekki bókað í
gerðabók bankans um þetta mál.
Inn í þessar yfirheyrslur var blandað miklum
skýringum á innbyrðisátökum fjáraflamanna. Þeir
vandamenn Gunnars Hall, sem gengu í persónulega
ábyrgð fyrir 100 þús. kr. hver, höfðu lagt fram mikla
vinnu til að láta alla gefa eftir 40% án skilyrða. Einn
fjáraflamaðurinn, sem lagt hafði 735 þús. krónur í
fyrirtækið, vildi setja ýms skilyrði vegna þeirra, sem