Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 61

Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 61
ÓFEIGUR 59 Tvö erlend tungumál með þungri málfræði og erlend- um stílum. Islenzk málfræði, óskiljanleg, ólæranleg og algerlega gagnslaus nema til að veita lélegum kennur- um atvinnu við yfirheyrslur. Stærðfræði, sem ungmenni eiga að læra, en nota aldrei og gleyma strax. I góðum gagnfræðaskóla í kaupstað höfðu 15 ára gagnfræðing- ar ekki lesið í landafræði nema um hálfan hnöttinn á mörgum skólagönguárum. I náttúrufræði eiga börn, sem taka landspróf, að vita mikið um einkenni ætta í grasafræði, án þess að hafa kynnzt jurtum og trjá- gróðri nema af lélegum myndum. I sögu hefir lands- prófsstjórn gefið sem fyrirmyndarsvar: Napoleon var keisari í Frakklandi snemma á 19. öld. Við landspróf er engin íslandssaga. Efnilegur gagnfræðingur hélt., að Hannes Hafstein hefði verið einn af landnámsmönnum. Þessi kennsla lamar, þreytir og deyfir. * Kennsluefni það, sem lögboðið er í ungmennaskól- unum er þess eðlis, að það gerir nemendur frábitna bóknámi og góða kennara leiða á starfi sem ekki er hægt að gera vel, ef kennarinn fylgir reglugerðinni. Héraðsskólar sveitanna eru yfirfylltir, ef hægt er að ná í nemendur. Þar ægir saman 13., 14., 15. og 16. ára ungmennum og fullþroska fólki, bæði úr sveit og eink- um úr bæjum. Alloft reyna foreldrar í þéttbýli að koma óþægum og treggreindum ungmennum í heimavistar- skóla sveitanna. Er nálega ókleift verk að halda slíkum nemendahóp í æskilegu sambýli innbyrðis og við kenn- ara. Einn eða fáeinir ófriðarseggir geta gert líf ósam- stæðra nemenda í stórum heimavistarskóla óbærilegt bæði fyrir nemendur og starfslið skólanna. * Engin þjóð í víðri veröld nema Islendingar, hefir lög- boðið öllum æskumönnum á fermingaraldri, sem hægt var að króa inni í skólahreysi, að nema tvö erlend tungu- mál, óaðgengilega málfræði, ónothæfan reikning og sundurtættan dauðan fróðleik í sögu, landafræði og náttúrufræði. Nú er þessum ungmennum þéttraðað í heimavistarskóla. Meginhluti nemenda, bæði piltar og stúlkur, verða kynþroska á þessum aldri og eru þá um alllanga stund með órólega og sundurtætta skap- gerð. Aldrei er æskunni meiri þörf á friði og þrosk- andi umhverfi heldur en á þessum árum. Innan um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.