Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 29
ÓFEIGUR
27
hjálpað Islendingum með Marshallaðstoð, en þar sem
verzlun Bandaríkjanna er öll á einstakra manna hönd-
um, er ekki að tala um önnur verzlunarhlunnindi Is-
lendinga í Ameríku en þau, sem leiða af því, að við
seljum þar vörur á frjálsum og hagstæðum markaði.
Hlunnindin, sem Islendingar hafa af varnarliðinu, eru
eingöngu fram komin af því að Islendingar hafa viljað
hafa þúsundir manna á háum launum hjá Bandaríkja-
stjórninni og sætt hverju færi að breyta þessari vinnu
í sem allra mesta tekjulind. Framsóknarflokkurinn hef-
ur meira að segja beitt sér fyrir því, að Ameríkumenn
starfi ekki sem verkafólk á vegum varnarliðsins, til þess
að ná vinnunni allri í hendur íslendinga. Með þessum
hætti hafa Islendingar tryggt sér hina frægu dag-
milljón, í stað þess að ganga hreint til verks og óska
þess, að Ameríkumenn hefðu hér nægilegan mannafla
við öll nauðsynleg störf fyrir herinn á KeflavíkurvelIi.
Eins og landið liggur í viðskiptamáium Islendinga, þarf
Hermann ekki að segja jafnráðkænum mönnum og leið-
togum bolsiviki hér á landi, að s.vo framarlega sem
þeir vilja koma Islandi út úr samtökum hinna vestrænu
þjóða, þá liggi þeim beinn og greiður vegur að því tak-
marki. Öll utanríkisverzlun Rússa er í höndum ríkis-
stjórnarinnar. Kommúnistaríkin verzla nú við Islend-
inga fyrir 200 milljónir króna. Ef forráðamönnum
Rússa skjddi sýnast álitlegt, þá er þeim ekkert auð-
veldara heldur en það að kaupa allar íslenzkar fram-
leiðsluvörur í nokkur misseri með kjörum sem væru
ha.gstæðari Islendingum heldur en heimsmarkaðurinn
vestan tjalds. Með þessu móti gæti öll verzlun Islend-
inga, flutt sig í austurveg. Islendingar kynntust því,
þegar Danir höfðu sér í höndum alla verzlun lands-
ins þá fylgdi fleira. Svo mundi einnig verða í annað
sinn, ef framandi þjóð næði kverkataki á allri íslenzkri
verzlun.
Aftur á móti bendir öll vitneskja sunnan með
sjó á, að íslenzk gróðafélög og gróðamenn séu
aðgangshörð í gullleitinni á Vellinum. Að jafnaði
munu vera a.m.k. 2000 menn, karlar og konur, í laun-
þegaaðstöðu á Vellinum. Meginhluti vöruflutninga til
og frá Reykjavík fert fram með íslenzkum bílum. Mikill
fjöldi íslenzkra bíla starfar á Vellinum vegna bygg-