Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 27

Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 27
ÓFEIGUR 25 beitt sér fyrir Austfjarðatogaranum. Þótti Húsvíking- um þeir vera sárt leiknir. Togaraeigandinn vildi unna þeim hinna beztu kjara. Ekkert skorti vegna skipa- kaupanna nema þá heimild fjármálaráðuneytisins, sem það hafði verið svo örlátt á að veita öðrum kaupstöð- um. Niðurstaðan varð svo sú, að Eysteinn eyðilagði málið og hindraði þingmann Þingeyinga frá að gera skyldu sína við kaupstaðinn, sýsluna og kaupfélag sýsiubúa. Sú ábyrgð sem hvílir á honum er að vísu þung, því að honum bar skylda að rísa gegn ranglátum ráðherra, sem þverskallaðist við að unna kjördæmi hans réttlætis í mikiu velferðarmáli. En þó er miklu þyngri ábyrgðin á Eysteini Jónssyni og verður hlut- verk sagnritara framtíðarinnar að útskýra hvaða bilun er í sálariífi og skapgerð þess manns, sem langar til áratugum saman, að vera í ríkisstjórn, en gerir sér það til ánægju að skaða það fólk, sem hann þykist vilja vinna fyrir. Eftir nokkur misseri var krafa Húsvíkinga og fleiri kauptúna á Norðurlandi um togara orðin svo eindreg- in, að ekki varð undan komizt að sinna málinu. Hafa Húsvíkingar nú fengið þriðja hlut í gömhim togara í sambýli við Sauðárkrók og Ólafsfjörð. Það er mikiu verra skip en hitt, sem þeir fengu ekki að kaupa frá Reykjavík. Húsvíkingar munu lengi harma það skemmi- lega ranglæti, sem þeim var sýnt, þegar þeim er boð- in þriðjungseign í togara með verri kjörum að öllu leyti, heldur en þegar þeir gátu fengið heilt skip til eignar og atvinnubóta í kaupstaðnum. * Þegar Stalin hafði legið þrjú ár í gröf sinni, sem snillingur og dýrðlingur, við hlið Lenins, lofsunginn sem þjóðhetja í Rússlandi og velgerðarmaður mann- kynsins, hvar sem bolsivikar náðu til, gerðust þau und- ur, að forráðamenn bolsivikanna rússnesku lýstu því yfir og sönnuðu með ítarlegum dæmum á nýafstöðnu flokksþingi, að Stalin hefði verið brjálaður óbótamað- ur, orðið ættjörð sinni til hins mesta tjóns, meðal ann- ars verið svo að segja búinn að draga svo úr varnar- mætti þjóðarinnar, að landið lá opið fyrir árás Hitlers. Að vísú var öllum sæmilega greindum mönnum utan Rússlands löngu orðið vitanlegt, að Stalin var sekur um allar þessar misgerðir, en nú sáu leiðtogar hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.