Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 65

Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 65
ÓFEIGUR 6® íþróttaskóli, menntaskóli og byrjun að iðnskóla. Margir hafa stutt að þessum stórvirkjum, en Bjarni hefir haft meginforystuna við þessar framkvæmdir. Nú vinn- ur hann að mjög frumlegri og afarþýðingamikilli fram- kvæmd. Hann byggir fjós á fögrum stað við skógar- jaðarinn á Laugarvatni, fyrir 50 nautgripi. Þeir ganga lausir í stórum sal. Saur og þvag fellur niður í áburðar- kjallara gegnum þar til gerðar raufir í plankagólfi. Nautgripirnir eru jafnhreinir og úti í beitilandinu. Við útveggi eru vatnsþrær og jötur. Heyinu er ekið í þar til gerðum léttivögnum úr hlöðu og turnum að jötunni. Kýrnar koma í sérstakan bás vegna mjalta og fá fóð- urbæti um leið. Fjósameistarar ganga um ríki sitt í hvítum klæðum eins og hjúkrunarkonur í spítala. Þetta er amerísk og íslenzk framkvæmd. Svona verða öll fjós á íslandi í framtíðinni. Tveir myndarbændur hafa nú þegar fullgert samskonar fjós, en minni. Þetta skipu— lag flytur íslenzka stórgripi úr myrkvastofu fyrri alda inn í ljós dagsins og brýtur af gegningarfólkinu lítils- virðingarheiti fortíðarinnar. Vel er að þessi mikla um- bót í búnaðartækni sveitafólksins verði til sýnis og kynningar ungmennum í stærsta skólabæ landsins. * Það má í sambandi við Laugarvatn, nefna dæmi um þjóðhollustu þeirra manna, sem staðfestu skólaþrælk- unina 1946. Laugarvatn ber þess merki. Bjarni Bjarna- son rak þar margþætta starfsemi. Þar var stærsti hér- aðsskólinn, stærsta sumargistihús, stórt bú, myndar- legt gróðurhús við jarðhita. Skólagjöld nemenda og hagnaður af gistihúsrekstri, búskap og gróðurhúsinu gerði kleift að láta skó.lann vaxa og ná meiri fjöl- breytni, þó að ríkið legði lítið fram í hörðu árunum. Laugarvatn var sjálfstætt fyrirtæki undir héraðsvernd. Eftir lögunum frá 1946 voru allir kennarar teknir á ríkislaun. Sýslan varð eigandi að einum fjórða hluta skólans, en ríkið að þrem fjórðu. En ríki og sýsla vildu ekki og gátu tæplega tekið að sér reksturinn á þessari fjölbreyttu jörð. Helzt leit út fyrir að það yrði að leggja niður gistihúshaldið, því að enginn óviðkom- andi maður tók að sér slíkan rekstur í fáar vikur á ári. Nú er gistihúshald á Laugarvatni raunverulega stöðv- að. Garðyrkjumaður hefir tekið gróðrarstöðina á leigu en af því að Bjarni er mikill búmaður, tók hann búið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.