Ófeigur - 15.05.1956, Page 65

Ófeigur - 15.05.1956, Page 65
ÓFEIGUR 6® íþróttaskóli, menntaskóli og byrjun að iðnskóla. Margir hafa stutt að þessum stórvirkjum, en Bjarni hefir haft meginforystuna við þessar framkvæmdir. Nú vinn- ur hann að mjög frumlegri og afarþýðingamikilli fram- kvæmd. Hann byggir fjós á fögrum stað við skógar- jaðarinn á Laugarvatni, fyrir 50 nautgripi. Þeir ganga lausir í stórum sal. Saur og þvag fellur niður í áburðar- kjallara gegnum þar til gerðar raufir í plankagólfi. Nautgripirnir eru jafnhreinir og úti í beitilandinu. Við útveggi eru vatnsþrær og jötur. Heyinu er ekið í þar til gerðum léttivögnum úr hlöðu og turnum að jötunni. Kýrnar koma í sérstakan bás vegna mjalta og fá fóð- urbæti um leið. Fjósameistarar ganga um ríki sitt í hvítum klæðum eins og hjúkrunarkonur í spítala. Þetta er amerísk og íslenzk framkvæmd. Svona verða öll fjós á íslandi í framtíðinni. Tveir myndarbændur hafa nú þegar fullgert samskonar fjós, en minni. Þetta skipu— lag flytur íslenzka stórgripi úr myrkvastofu fyrri alda inn í ljós dagsins og brýtur af gegningarfólkinu lítils- virðingarheiti fortíðarinnar. Vel er að þessi mikla um- bót í búnaðartækni sveitafólksins verði til sýnis og kynningar ungmennum í stærsta skólabæ landsins. * Það má í sambandi við Laugarvatn, nefna dæmi um þjóðhollustu þeirra manna, sem staðfestu skólaþrælk- unina 1946. Laugarvatn ber þess merki. Bjarni Bjarna- son rak þar margþætta starfsemi. Þar var stærsti hér- aðsskólinn, stærsta sumargistihús, stórt bú, myndar- legt gróðurhús við jarðhita. Skólagjöld nemenda og hagnaður af gistihúsrekstri, búskap og gróðurhúsinu gerði kleift að láta skó.lann vaxa og ná meiri fjöl- breytni, þó að ríkið legði lítið fram í hörðu árunum. Laugarvatn var sjálfstætt fyrirtæki undir héraðsvernd. Eftir lögunum frá 1946 voru allir kennarar teknir á ríkislaun. Sýslan varð eigandi að einum fjórða hluta skólans, en ríkið að þrem fjórðu. En ríki og sýsla vildu ekki og gátu tæplega tekið að sér reksturinn á þessari fjölbreyttu jörð. Helzt leit út fyrir að það yrði að leggja niður gistihúshaldið, því að enginn óviðkom- andi maður tók að sér slíkan rekstur í fáar vikur á ári. Nú er gistihúshald á Laugarvatni raunverulega stöðv- að. Garðyrkjumaður hefir tekið gróðrarstöðina á leigu en af því að Bjarni er mikill búmaður, tók hann búið

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.