Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 44

Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 44
42 ÓFEIGUR legra manna eftir hamingju, birtu og friði. Ef til vill er fjáraflamönnunum í erfiðu og gleðivana lífsstarfi líkt farið og fálkanum sem fellir tár, þegar hann er kominn inn að hjarta rjúpunnar, sem hann trúir að sé hans eigin systir. Fjármálamaður nr. 2 játar að hann borgaði 97 þús. kr. fyrir 125 þús. kr. víxil. Nr. 3 hafði byrjáð viðskipti við Gunnar 1953 með 100 þús. kr. víxii sem var upprunalega eign Lillu, en kominn í veltuna frá Jóni Hreggviðssyni. Eftir þetta fóru við- skiptin mjög að aukast og þegar Gunnarsbúð strancí- aði í vetur, sem leið, átti nr. 3 735 þús. kr. kröfu á Gunnar Hall. Nr. 4 hafði mikil skipti við Gunnarsbúð — 545 þús. þegar bezt lét. Nr. 4 sagðist hafa átt nokkuð af þessu lánsfé sjálfur, en sumt hafi verið frá öðrum, en hann þverneitaði að segja til nafns sinna samstarfsmanna. Misræmi var í frásögnum Gunnars og nr. 4 með vaxtakjörin. Taldi Gunnar, að hann hefði orðið að greiða 5% á hverjum mánuði af víxlunum, en nr. 4 sagðist aldrei taka nema 5% fyrir 3 mánuði. Sá 5. í röðinni keypti 50 þús. kr. víxil frá Lillu með 60% vöxtum. Nr. 6 lánaði Gunnari 233 þús. kr., að nokkru leyti annarra fé. * Þegar hér var komið máli, byrjaði nýr þáttur í sögunni. Málvinur Hermanns Jónssonar í stétt kaup- manna kom bjargráðunum á nýjan grundvöll. Gunnar Hall bað þennan mann að koma sér í kynni við for- ráðamenn SÍS í von um að þeir vildu kaupa vöru- forðann og leigja Gunnarsbúð með sæmilegum kjör- um. Málvinur Hermanns segist hafa byrjað að sinna þessu máli í greiðaskyni við Hall, en ekki til féfanga. * Sakadómari leitaði enn frétta hjá Hilmari Stefáns- syni bankastjóra um skipti Gunnars við Búnaðarbank- ann. Hófust þau 1944. Fékk Gunnar þá reikningslán að upphæð 100 þús. kr. Gekk frú Blöndal í þá ábyrgð. Hún var auðug kona, því að húseign hennar, nr. 10 í Austurstræti, var talin 12 milljón króna virði. Gunn- ar hafði meginviðskipti sín í TJtvegsbankanum alla stund, og var talið, að hann hefði haft þar 700 þús. kr. fast lán frá byrjun. Fram að 1951 var Gunnar skuldlítill í Búnaðarbankanum, en síðan hækkaði skuld- in svo að 1954 var hún um áramótin orðin 3 millj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.