Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 66
64
ÓFEIGUR
á leigu, en það munu fáir aðrir en hann taka þá áhættu
með skólastjóm. Alþingi tókst með litlu pennastriki
að leggja blómlegasta skólaheimili landsins í rústir um
stund. Það sem Mbl.-menn vildu gera en hættu við,
tókst bolsivikum. Samt mun gifta Laugarvatns enn
verða sigursæl, og sjást þess nú þegar nokkur merki.
#
Sjálfsagt álíta flestir, að litlu skipti hversu háttað
sé vinnubrögðum í borðstofum heimavistarskólanna.
Sumstaðar verður að tvísetja og búa í bæði skiptin
við þröngbýli. Þar fær æskan slæman undirbúning fyrir
góða heimilismyndun. Á Laugarvatni búa tveir 100
manna skólar við of þrönga 100 manna borðstofu.
En í menntaskólahúsinu er hálfgerður borðsalur fyrir
þann skóla. Um leið og hann er fullgerður, er vandi
beggja skólanna leystur um þessa hlið uppeldismál-
anna. Auk þess gæti menntaskólinn í sínu húsi þilj-
að af með glervegg í hinum stóra sal, prýðilega setu-
stofu, svo að þar væri skynsamlega keppt við hin
góðu húsakynni í Bifröst.
Björn Jakobsson lætur nú af stjórn íþróttaskólans
á Laugarvatni fyrir aldurs sakir, eftir aldafjórðungs
landnámsstarf. Fjórir lærisveinar hans, allt efnilegir
menn, sækja um starfið. Skólinn er nú að fá stóraukin
húsakynni og tvo prýðilega leikvelli. Getur hann þá
stækkað svo, að þar verði hægt að æfa og iðka undir
beztu kringumstæðum allar þær íþróttir sem Islend-
ingar leggja stund á. A. m. k. þrír af hinum vösku
umsækjendum þyrftu að ílengjast við skóla Björns
og halda áfram landnámi hans, undir þeim kringum-
stæðum sem nútíminn býður.
*
Fyrir mörgum árum, þegar Kristján Karlsson, nú-
verandi skóiastjóri á Hólum, var ráðunautur bænda á
Suðurlandi, benti hann í viðtali við aðra áhugamenn
á nýtt úrræði; að hafa á Suðurlandi sérstakt fyrir-
komulag á búnaðarkennslu, þar sem tekið væri tillit
til lands og atvinnuhátta. Skyldi þá hafa bóklegt og
verklegt búnaðamámskeið frá haustnóttum til jóla, og
annað í beinu framhaldi að vori til, fram að slætti.
■Sunnlendingar hafa með nokkrum hætti farið þessa
Frh. á bls. 68