Ófeigur - 15.05.1956, Page 44

Ófeigur - 15.05.1956, Page 44
42 ÓFEIGUR legra manna eftir hamingju, birtu og friði. Ef til vill er fjáraflamönnunum í erfiðu og gleðivana lífsstarfi líkt farið og fálkanum sem fellir tár, þegar hann er kominn inn að hjarta rjúpunnar, sem hann trúir að sé hans eigin systir. Fjármálamaður nr. 2 játar að hann borgaði 97 þús. kr. fyrir 125 þús. kr. víxil. Nr. 3 hafði byrjáð viðskipti við Gunnar 1953 með 100 þús. kr. víxii sem var upprunalega eign Lillu, en kominn í veltuna frá Jóni Hreggviðssyni. Eftir þetta fóru við- skiptin mjög að aukast og þegar Gunnarsbúð strancí- aði í vetur, sem leið, átti nr. 3 735 þús. kr. kröfu á Gunnar Hall. Nr. 4 hafði mikil skipti við Gunnarsbúð — 545 þús. þegar bezt lét. Nr. 4 sagðist hafa átt nokkuð af þessu lánsfé sjálfur, en sumt hafi verið frá öðrum, en hann þverneitaði að segja til nafns sinna samstarfsmanna. Misræmi var í frásögnum Gunnars og nr. 4 með vaxtakjörin. Taldi Gunnar, að hann hefði orðið að greiða 5% á hverjum mánuði af víxlunum, en nr. 4 sagðist aldrei taka nema 5% fyrir 3 mánuði. Sá 5. í röðinni keypti 50 þús. kr. víxil frá Lillu með 60% vöxtum. Nr. 6 lánaði Gunnari 233 þús. kr., að nokkru leyti annarra fé. * Þegar hér var komið máli, byrjaði nýr þáttur í sögunni. Málvinur Hermanns Jónssonar í stétt kaup- manna kom bjargráðunum á nýjan grundvöll. Gunnar Hall bað þennan mann að koma sér í kynni við for- ráðamenn SÍS í von um að þeir vildu kaupa vöru- forðann og leigja Gunnarsbúð með sæmilegum kjör- um. Málvinur Hermanns segist hafa byrjað að sinna þessu máli í greiðaskyni við Hall, en ekki til féfanga. * Sakadómari leitaði enn frétta hjá Hilmari Stefáns- syni bankastjóra um skipti Gunnars við Búnaðarbank- ann. Hófust þau 1944. Fékk Gunnar þá reikningslán að upphæð 100 þús. kr. Gekk frú Blöndal í þá ábyrgð. Hún var auðug kona, því að húseign hennar, nr. 10 í Austurstræti, var talin 12 milljón króna virði. Gunn- ar hafði meginviðskipti sín í TJtvegsbankanum alla stund, og var talið, að hann hefði haft þar 700 þús. kr. fast lán frá byrjun. Fram að 1951 var Gunnar skuldlítill í Búnaðarbankanum, en síðan hækkaði skuld- in svo að 1954 var hún um áramótin orðin 3 millj-

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.