Ófeigur - 15.05.1956, Síða 61

Ófeigur - 15.05.1956, Síða 61
ÓFEIGUR 59 Tvö erlend tungumál með þungri málfræði og erlend- um stílum. Islenzk málfræði, óskiljanleg, ólæranleg og algerlega gagnslaus nema til að veita lélegum kennur- um atvinnu við yfirheyrslur. Stærðfræði, sem ungmenni eiga að læra, en nota aldrei og gleyma strax. I góðum gagnfræðaskóla í kaupstað höfðu 15 ára gagnfræðing- ar ekki lesið í landafræði nema um hálfan hnöttinn á mörgum skólagönguárum. I náttúrufræði eiga börn, sem taka landspróf, að vita mikið um einkenni ætta í grasafræði, án þess að hafa kynnzt jurtum og trjá- gróðri nema af lélegum myndum. I sögu hefir lands- prófsstjórn gefið sem fyrirmyndarsvar: Napoleon var keisari í Frakklandi snemma á 19. öld. Við landspróf er engin íslandssaga. Efnilegur gagnfræðingur hélt., að Hannes Hafstein hefði verið einn af landnámsmönnum. Þessi kennsla lamar, þreytir og deyfir. * Kennsluefni það, sem lögboðið er í ungmennaskól- unum er þess eðlis, að það gerir nemendur frábitna bóknámi og góða kennara leiða á starfi sem ekki er hægt að gera vel, ef kennarinn fylgir reglugerðinni. Héraðsskólar sveitanna eru yfirfylltir, ef hægt er að ná í nemendur. Þar ægir saman 13., 14., 15. og 16. ára ungmennum og fullþroska fólki, bæði úr sveit og eink- um úr bæjum. Alloft reyna foreldrar í þéttbýli að koma óþægum og treggreindum ungmennum í heimavistar- skóla sveitanna. Er nálega ókleift verk að halda slíkum nemendahóp í æskilegu sambýli innbyrðis og við kenn- ara. Einn eða fáeinir ófriðarseggir geta gert líf ósam- stæðra nemenda í stórum heimavistarskóla óbærilegt bæði fyrir nemendur og starfslið skólanna. * Engin þjóð í víðri veröld nema Islendingar, hefir lög- boðið öllum æskumönnum á fermingaraldri, sem hægt var að króa inni í skólahreysi, að nema tvö erlend tungu- mál, óaðgengilega málfræði, ónothæfan reikning og sundurtættan dauðan fróðleik í sögu, landafræði og náttúrufræði. Nú er þessum ungmennum þéttraðað í heimavistarskóla. Meginhluti nemenda, bæði piltar og stúlkur, verða kynþroska á þessum aldri og eru þá um alllanga stund með órólega og sundurtætta skap- gerð. Aldrei er æskunni meiri þörf á friði og þrosk- andi umhverfi heldur en á þessum árum. Innan um

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.