Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 70

Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 70
68 ÓFEIGUR Frh. af bls. 64 slóð án eldri áhrifa. Sennilegt er að innan tíðar, þegar búið er að bæta til fulls brunann á Laugarvatni, mætti hefja þar þá kennslu, sem Kristján Karlsson lét sér til hugar koma að mundi henta bændum héraðsins. Eng- inn héraðsskóli ætti að hafa meira en 60 nemendur. Þessvegna verður á Laugarvatni gott húsrúm og að- staða fyrir búnðarnám og ef til vill meiri iðnfræðslu heldur en nú er þar. * I kirkjumálum ætti fyrsta átak borgaranna að vera það, að gera tillögu Gísla Sveinssonar að veruleika. Ríkið tók við ránsfeng Kristjáns III. Því ber að skila kirkjum og kirkjugörðum í ástandí, sem væri sambæri- legt við kaþólsk guðshús. Næsta krafa verður til presta og prófessora að gera kristindóminn lifandi. íslend- ingar hafa óþarflega mikið af textakrit í safnaðar- lífinu. Biblían er fullkomnasta bók veraldarinnar. Þar er sögð saga gáfuðustu þjóðar heimsins. Þar er, í formi sem stendur á hátind listar, kennd hin fegursta mann- lífsspeki. Mál biblíunnar er mótað af snillingum margra alda: Oddi Gottskálkssyni, Sveinbirni Egilssyni, Har- aldi Níelssyni, Þórhalli Bjarnarsvni og fleiri ágætum mönnum. En nú segja uppeldisspekingar og prófessor- ar, að æskan hafi ekki tíma til að kynna sér þessa bók, fyrir önnum við enskar og danskar byrjendabækur. * Klessulist og rímlaus ljóð er nú á boðstólum, frá fólki, sem kallar sig listamenn. Hér gerast miklar mann- fórnir. Unglingarnir halda, að klessan og rímleysið heyri til tízku samtíðarinnar og þora ekki að vanda sig fyrir ímynduðum dómum falspostula. Ennþá verst fólk- ið þó með prýði. Það kaupir málverk Ásgríms og Kjar- vals fyrir tugi þúsunda, en hefir ömun á klessuverk- inu. Fólkið kaupir ljóð Davíðs í síendurteknum stór- útgáfum og Islendingasögur eru á flestum heimilum. Samt þarf þjóðin að hefja varnir móti bylgju ómenn- ingarinnar. Það þarf að stofna góðan listaskóla í Reykjavík, þar sem æskan lærir mennt sína hjá snill- ingum og það þarf að velta miklu andlegu grjóti út úr skólunum og lesa og ræða þar um það bezta og fegursta sem til er, í bókmenntum þjóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.