Ófeigur - 15.05.1956, Side 12

Ófeigur - 15.05.1956, Side 12
10 ÓFEIGUR að lifa af þeim tekjum, sem hún gæti fengið af fram- leiðslum til lands og sjávar, og þeim iðnaði, sem líf- vænlegur yrði í landinu. Ráðherrar, þingmenn og hátt- virtir kjósendur vita vel, að hvaða dag sem þeir óska eftir, geta þeir fengið Bandaríkin til að flytja verka- fólk frá Ameríku til að sinna þeim byggingarstörfum fyrir herinn, sem hér þarf að gera, og um leið byrjað aftur heilbrigt atvinnulíf í landinu. En leiðtogum og liðsmönnum kemur saman um að þetta væri nokkuð erfið fórn. Flestum mönnum þykir illt að afsala sér þeim mörgu þægindum, sem fylgt hafa hinum auknu skiptum við Ameríku. Þess vegna hefur engin stétt og akkert blað og enginn þingmaður ymprað á að skapa jafnvægi í þjóðfélaginu með því, að hver vinni að sínu. Bandaríkin leggi til vinnuafl við hervarnirnar, en Is- lendingar noti gæði landsins sér til framdráttar eins og áður. Nálega öll sú gagnrýni, sem kommúnistar og venzlalið þeirra halda á lofti gagnvart veru Banda- ríkjaliðsins hér á landi er borin fram af léttúð, af því að þessir sömu menn óska einskis frekar en að geta sem allra lengst notið fjárhagshlunninda og bættra lífskjarna af dagmilljóninni, sem kemur eins og áhrifamikil fjörefnainngjöf í þjóðlíkamann. Flestir fordæma inngjöfina, en þakka þó fyrir áhrif hennar. # Benjamín Eiríksson er með réttu sannur gullfiskur stjórnarflokkanna. Hann er eðlisgreindur og harðsnú- inn Hafnfirðingur úr öreigastétt, sem brauzt gegnum skólagöngu í Reykjavík, Svíþjóð, Þýzkalandi, Rússlandi og Bandaríkjunum. Meðan hann dvaldi austan Atlants- hafs, var hann einhver sanntrúaðasti bolsiviki, sem til spurðist, og jafnaðist um trúarhita við sjálfan Brynj- ólf. Allt í einu skiptir hann um trúarjátningu og yfir- lýsir sig eindreginn andstæðing byltingarinnar og vin auðmagnsins. Með því móti tókst honum að komast til Bandaríkjanna og ná þar atvinnu við eina af þeim stofnunum, sem fara með mál margra þjóða. Þegar hér er komið sögu, voru tíðindi að gerast í íslenzkum stjórnmálum með þeim hætti, að hlutur Benjamíns kom upp á yfirborðið, og það á eftirminnilegan hátt. # Ólafur Thors hafði alllengi ráfað um hinn pólitíska aldingarð, órólegur á svip, með látbragð þess manns.

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.