Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug-
lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867
kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni í Reykjavík
tekur sífellt á sig skrítnari mynd. Nú síðast á hinu háa Alþingi við Aust-
urvöll var það af alvöru rætt í þingnefnd á mánudagsmorguninn að færa
skipulagsvaldið í flugvallarmálinu frá borgarstjórn og til ríkisins. Það er
einfaldlega verið að segja að Reykjavíkurborg sé ekki treystandi til að
fara með skipulagsvaldið í þessu máli. Borgin vill jú taka undir með Vals-
mönnum sem vilja flugvöllinn burt hvað sem raular og tautar. En að Al-
þingi komi að málinu með þessum hætti er náttúrlega algjört kjaftæði.
Það þarf hins vegar að tala þessa skrattakolla hjá borginni til.
Nei, skipulagsvaldið er og verður hjá sveitarfélögum. Ég held að allir
geti tekið undir að það sé betra að heimafólk ráði sem mestu um framtíð
og fyrirkomulag sinna skipulags- og byggingamála. Um Reykjavíkurflug-
völl gilda hins vegar allt önnur og veigameiri rök. Reykjavíkurflugvöll-
ur er þjóðargjöf Breta til Íslendinga. Völlurinn var gerður í síðari heims-
styrjöld og eftir að stríðinu lauk var Íslendingum öllum færður hann til
eignar og notkunar. Flugvellir eru mannvirki af þeirri stærðargráðu að
þeir verða ekki byggðir að gamni sínu hvorki hér á landi né annarsstaðar,
sé ekki fyrir því brýn þörf. Í tilfelli Reykjavíkinga nú er málið knúið áfram
af litlum hópi peningafólks sem felur sig í skjóli íþróttafélagsins Vals sem
eignaðist fyrir margt löngu jörðina Hlíðarenda, sem liggur næst Vatns-
mýrinni. Þessi peningaöfl hafa reiknað sig fram til að telja mjög mikil-
vægt að byggja fjölmenna íbúðabyggð ofan í flugvellinum og heimta að
neyðarbraut flugvallarins víki til að hægt verði að byrja að byggja sem
næst flugvellinum. Allir eldri en tvævetur vita að það yrði einungis fyrsta
skrefið og fullnaðarsigri ætla þeir að ná með að fá flugvöllinn allan burt.
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa borgaryfirvöld í Reykjavík
tekið undir þessi fáránlegu sjónarmið Valsmanna, þvert á vilja þjóðarinn-
ar sem á jú flugvöllinn og ætlar ekki að gera nýjan flugvöll „af því bara“.
Þessi hringavitleysa sem umræðan um Reykjavíkurflugvöll vissulega er,
virðist engan endi ætla að taka. Málflutningur hinna róttæku kaffihúsa-
afla sem ráða Reykjavíkurborg hefur leitt til þess að dágóður hópur íbúa
þar trúir því raunverulega að það sé skynsamlegt að fjárfestingafélag í
eigu íþróttafélagsins Vals byggi mörg þúsund manna íbúðabyggð í Vatns-
mýrinni. Þannig getur síbylja áróðurs smám saman holað steininn. Þessu
fólki er nákvæmlega sama þótt mikill meirihluti landsmanna vilji ekki
hreyfa við flugvellinum í Vatnsmýrinni og að hann eigi áfram að gegna
því samgöngulega hlutverki sem hann hefur gert í 75 ár. Steininn tekur
þó úr í vitleysunni þegar borgarstjórn Reykjavíkur vill auka á kraðakið í
Vatnsmýrinni, sem er jú nóg fyrir m.t.t. háskólaþorpsins og sjúkrahúss-
ins. Augljóslega er ekki pláss fyrir þetta allt á þessum bletti og auðvitað
bera umferðarmannvirki að og frá þessu svæði borgarinnar ekki þá um-
ferð sem að er stefnt.
Sveitarstjórn sem hagar sér með sama hætti og Reykjavíkurborg gerir
í þessu máli á ekki skilið að vera sveitarstjórn höfuðborgar Íslands. Mér
finnst að einarður vilji borgarstjórnar í þessu máli, gegn hagsmunum og
vilja landsmanna, hljóti að kalla á umræðu um hvort Reykjavík eigi það
yfirleitt skilið að verða áfram höfuðborg þessa lands. Þetta ættu þess-
ir spekingar að hafa í huga næst þegar þeir fara út til að gefa öndunum á
tjörninni. Af hverju ganga þeir ekki bara skrefið til fulls og fá Ingva Hrafn
í stól borgarstjóra? Hann er jú vanur að sitja við skjáinn og gefa áhorf-
endum löngutöng. Það eru nefnilega sömu skilaboð og borgarstjórn er að
senda landsmönnum, öðrum en peningamönnunum í Val.
Magnús Magnússon.
Leiðari
Höfuðborgarréttindi í húfi
Föstudaginn 5. júní klukkan 15
verður í Grundarfirði haldin út-
hlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs
Vesturlands. „Þar verður glaðst
með styrkþegum og veitt viður-
kenningarskjöl þeim sem hæsta
styrki hljóta í ár. Öllum styrkþeg-
um er boðið til hátíðarinnar. Styrk-
ir úr uppbyggingarsjóði koma í stað
styrkveitinga úr sjóðum menning-
ar- og vaxtarsamninga. Uppbygg-
ingarsjóður Vesturlands er sam-
keppnissjóður. Styrkir voru veittir
til atvinnuþróunar og nýsköpunar,
til stofn- og rekstrarstyrkja menn-
ingarverkefna og menningarstyrk-
ir,“ segir í tilkynningu.
Fagnefnd og úthlutunarnefnd
hafa farið yfir umsóknir um styrki
til uppbyggingarsjóðs. Alls verður
úthlutað 36,3 milljónum króna við
þessa fyrstu úthlutun. Umsóknir
um styrki til atvinnuþróunar og ný-
sköpunar voru samtals 29. Úthlutað
var 11.050.000 krónum til níu verk-
efna. Umsóknir til stofn- og rekstr-
arstyrkja menningarmála voru alls
31. Úthlutað verður 8.380.000 kr.
til 18 verkefna. Loks voru umsókn-
ir um menningarstyrki samtals 78.
Úthlutað var 16.875.000 kr. til 51
verkefnis.
mm
Fyrsta úthlutun úr nýjum
Uppbyggingarsjóði Vesturlands
Þegar flestir landsmenn sátu límd-
ir yfir Eurovisjón í sjónvarpinu
laugardaginn 23. maí síðastliðinn
unnu verktakar við að ná áætlana-
bíl frá Strætó bs upp úr vegskurði
við Herdísarholt í Hvalfjarðarsveit.
Vagninn fór útaf þegar vindhviða
tók í hann að morgni sama dags
með þeim afleiðingum að hann fór
hálfpartinn yfir skurðinn og sat þar
fastur. Bílstjórinn var einn í bíln-
um þegar óhappið varð og sakaði
hann ekki. Gárungarnir sem jafnan
eru fljótir að finna spaugilegu hlið-
arnar á ýmsu sögðu að hér eftir yrði
Skagastrætó ekki kallaður annað en
Hagavagninn.
mm
Hagavagninn tekinn úr skurðinum
Þrír öflugir kranar voru fengnir á vettvang til að ná strætisvagninum aftur upp á
veg. Hér sjást tveir þeirra. Ljósm. bhs.
Nýverið uppgötvaðist að brotist
hafði verið inn í Staðarhólskirkju
í Saurbæ í Dölum. Á fréttavefnum
budardalur.is er sagt frá því að ekki
sé vitað hverjir voru að verki en
viðkomandi hafi greinilega grams-
að í flestöllu sem hægt var auk þess
að sóða út gólfteppi kirkjunnar.
Talið er líklegt að þeir sem voru að
verki hafi snætt þar, sofið, kveikt á
kertum, spilað á kirkjuorgelið og
líklega vaskað upp uppúr skírnar-
skálinni. Dyrnar á kirkjunni voru
skildar eftir opnar eftir innbrotið
og blöktu þær í rokinu þannig að
klæðning á útvegg kirkjunnar fékk
að finna fyrir því. Málið hefur ver-
ið kært til lögreglu. Eru þeir sem
mögulega hafi orðið varir við grun-
samlegar mannaferðir við kirkjuna,
eða geta gefið einhverjar upplýs-
ingar um málið, beðnir um að snúa
sér til lögreglunnar á Vesturlandi í
síma 444 0300. mm
Brotist inn í Staðarhólskirkju í Saurbæ
Það var hamagangur í
öskjunni í síðustu viku á leik-
skólanum Krílakoti í Ólafsvík.
Þá var opið hús og starfsemi
leikskólans kynnt. Elstu nem-
endur leikskólans, sem eru
16 talsins, voru útskrifaðir og
munu hefja nám í Grunnskóla
Snæfellsbæjar á Hellissandi
þegar hausta tekur. Fengu
börnin útskriftarhúfur sem
á stóð „Leikskólastúdent.“
Fengu börnin einnig
viðurkenningarskjal að
launum og svo innrammaðar
myndir sem þau hafa teiknað
í vetur. Að útskrift lokinni sá
foreldrafélagið um pulsupartí
og voru einnig kökur í boði
fyrir gesti.
af
Leikskólastúdentar útskrifast