Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ
Á yfirstandandi fiskveiðiári er út-
gefinn ýsukvóti 30.400 tonn. Það
er fimmtungi minna en á fiskveiði-
árinu 2013/2014. Áhrif þessa sjást
greinilega á útflutningstölum fyr-
ir ferska ýsu á fyrsta ársfjórðungi.
Þrátt fyrir að verð fyrir hana hafi
hækkað um 13% frá því í fyrra er
útflutningsverðmæti 19% lægra.
Alls voru flutt út 858 tonn af ferskri
ýsu á tímabilinu janúar - mars á
þessu ári. Það er 28% minna á
sömu mánuðum í fyrra. Útflutn-
ingsverðmæti ferskrar ýsu á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs nam 1.140
milljónum sem er 261 milljónum
lægra en á sama tíma í fyrra.
Dregur úr sölu
til Bretlands
Ýsan er vinsæll matfiskur í Banda-
ríkjunum. Þangað er mest flutt út
af henni og eftirspurnin virðist fara
vaxandi þar. Athygli vert er hversu
hlutdeild Bandaríkjamarkaðar hef-
ur aukist á milli ára þegar ýsuút-
flutningur er annars vegar. Í fyrra
var hún 42% af heildarmagninu
en er nú komin í 46% eða nálega
helming. Hlutdeild Breta hefur
hins vegar hrapað. Í fyrra var hún
38% en er nú komin niður í 27%.
Bretar eru þó eftir sem áður næst
stærstu kaupendur héðan af ferskri
ýsu. Þessar tölur byggja á gögnum
Hagstofu Íslands og eru birtar á vef
Landssambands smábátaeigenda.
Minni vandræði
vegna ýsunnar
Smábátasjómenn sem róa með línu
kvörtuðu mikið á síðasta ári yfir
meðafla af ýsu sem þeir höfðu ekki
kvóta fyrir eftir niðurskurðinn mikla
í aflaheimildum úr stofninum. Nú í
vetur hefur dregið úr þessum vand-
ræðum eftir að útgerðum minni
bátanna var heimilað að leigja eða
skipta til sín ýsuveiðiheimildum frá
stærri skipunum. Um tvö þúsund
tonn af ýsu hafa þannig verið flutt
úr stóra kerfinu svokallaða niður í
litla kerfið það sem af er þessu fisk-
veiðiári samkvæmt tölum sem birt-
ar eru í Fiskifréttum.
Innan litla kerfisins eru svo-
kallaðir krókaaflamarksbátar sem
stunda veiðar með handfærum og
línu. Í því kerfinu er úthlutun í ýsu
3.662 tonn miðað við slægt. Að við-
bættum flutningi milli ára og sér-
stökum úthlutunum verður heild-
arýsukvótinn í þessu kerfi alls 4.450
tonn. Með færslu úr stóra kerfinu
hafa ýsuheimildir í krókaaflamark-
inu hins vegar farið upp í 6.537
tonn. Það er aukning um 47%.
Þetta hefur aflétt mjög spennunni
sem hafði myndast meðal eigenda
og áhafna smábátanna vegna skorts
á ýsukvóta. Í staðinn fékk stóra kerf-
ið meðal annars 843 tonn af þorski
og 1.081 tonn af ufsa frá smábátun-
um. mþh
Aukin sala á ýsu til Bandaríkjanna
Línuýsa dregin úr sjó við Snæfellsnes. Ljósm. af.
Verkfall 73 hjúkrunarfræðinga var
strax í síðustu viku farið að hafa
veruleg áhrif á starfsemi Heibrigð-
isstofnunar Vesturlands. Öll bráða-
þjónusta var þó veitt og allt kapp
lagt á að tryggja öryggi þjónustunn-
ar, að sögn Guðjóns S Brjánsson-
ar forstjóra HVE. „Áhrifanna gæt-
ir mest á starfsemi sjúkrahúss HVE
á Akranesi þar sem um helmingur
hjúkrunarfræðinganna okkar starf-
ar. Þar eru þrjár legudeildir með 38
bráðarými og stóðu 28 þeirra auð
síðastliðinn fimmtudag. Undirbún-
ingur við útskriftir sjúklinga hófst
daginn fyrir verkfall og reyndi mest
á að það takist að halda sjúklingum
á lyflækningadeild í lágmarki því
ekki var unnt að hafa nema tæplega
helming legurýma opinn.“ Guðjón
sagði á fimmtudaginn að ekki hafi
þurft að grípa til útskrifta sjúklinga
af handlækningadeild þar sem mik-
il röskun var þegar orðin á innlögn-
um vegna skurðaðgerða svo sem lið-
skiptaaðgerða sem ekki hefur ver-
ið hægt að framkvæma frá því verk-
fall BHM hófst 7. apríl. „Þetta hefur
haft í för með sér að ekki hefur verið
unnt að nýta nema hluta legurýma
deildanna sem annast skurðsjúk-
linga. Verkfallsaðgerðir hafa þó ekki
haft áhrif á meðgöngu- og fæðinga-
þjónustuna á HVE. Starfsemi skurð-
stofanna á Akranesi liggur niðri og
einungis eru framkvæmdar bráða-
skurðaðgerðir. Á slysa- og göngu-
deild á Akranesi er bráðaþjónustu
sinnt en smærri aðgerðir og spegl-
anir falla niður.“
Guðjón segir að sjúkradeild-
in í Stykkishólmi þurfi ekki að svo
komnu máli að fækka sjúklingum
en starfsemi aðgerðastofu í Stykk-
ishólmi raskast en þar eru fram-
kvæmdar smærri aðgerðir og
sprautumeðferðir í tengslum við
háls- og bakdeild tvo daga í viku.
Ekki er gert ráð fyrir að teljandi
röskun verði á hjúkrunardeildinni
á Hólmavík og á Hvammstanga þar
sem flest hjúkrunarrýmin eru.
Verkfallið skerðir þjónustu á
heilsugæslustöðvum HVE sem ým-
ist þarf að færa til verkefni eða fella
niður. Þetta á við móttöku hjúkrun-
arfræðinga, skólahjúkrun og ung-
barnavernd. „Enn sem komið er
hefur ekki orðið mikil röskun í
heimahjúkrun en ef verkfallið dregst
fram í næstu viku má búast við að
ástandið verði erfitt þar sem ekki er
hægt draga úr þjónustu nema í litlu
mæli. Áhrif verkfalls eru mismikil
og gætir minnst í starfsemi smærri
heilsugæslustöðva eins og í Búðar-
dal, Grundarfirði og á Hólmavík.
Nokkur röskun er á þjónustunni á
Hvammstanga, í Ólafsvík og Stykk-
ishólmi en veruleg röskun er á starf-
semi heilsugæslustöðvanna á Akra-
nesi og í Borgarnesi,“ segir Guðjóns
Brjánsson.
mm
Verkfall hjúkrunarfræðinga hefur
umtalsverð áhrif á starfsemi HVE
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að ráðist
verði í 104 brýn verkefni í umhverf-
isbótum á fjölförnum ferðamanna-
stöðum á 51 stað á landinu, auk þess
sem viðbótarfé verður varið til auk-
innar landvörslu um allt land. Mest
verður framkvæmt í Skaftafelli og á
Þingvöllum, við Geysi, í Dimmu-
borgum, á miðhálendinu, við Gull-
foss, Dyrhólaey, Dynjanda, Stöng í
Þjórsárdal og Dettifoss. Verkefnin
eru af ýmsum toga en megináhersla
er lögð á framkvæmdir vegna göngu-
stíga, útsýnispalla, bílastæða og sal-
ernisaðstöðu. Alls verður 850 millj-
ónum króna varið til þessa. Fjár-
mögnun verkefnanna er háð sam-
þykki Alþingis, en óskað verður eft-
ir fjárheimildum í tillögum til fjár-
aukalaga 2015.
Til verkefna á Vesturlandi renna
23,5 milljónir króna til fjögurra
verkefna, eða einungis 2,76% af út-
hlutun til landsins alls. Þessi verk-
efni eru:
Arnarstapi – Hellnar í Snæfellsbæ:
8.500.000 krónur til deiliskipulags-
gerðar (2 m.) og að ljúka við göngu-
stíg að Hellnafjöru (6,5 m).
Fiskbyrgið Gufuskálum:
6.000.000 krónur til að endurhlaða
fiskbyrgið vegna ágangs sjávar.
Grábrók í Norðurárdal: 3.500.000
krónur til að loka göngustígum með
trépöllum.
Snorralaug í Reykholti: 5.500.000
krónur til að endurhleðslu laugar
eftir skemmdir sem þar voru unnar.
mm
Innan við þrjú prósent af ríkisfé til
umhverfisbóta fer á Vesturland
Stærsta framlagið á Vesturland er 6 milljóna króna styrkur til endurgerðar fisk-
byrgis á Gufuskálum.
Verja á 5,5 milljónum króna í lagfæringar á Snorralaug.
Bryndís Hlöð-
versdóttur hef-
ur verið skipuð
í embætti rík-
issáttasemjara
til næstu fimm
ára. Tók hún
við starfinu síð-
astliðinn mánu-
dag. Bryndís var
önnur þeirra tveggja umsækjenda
sem taldir voru hæfastir til að gegna
embættinu að áliti sérstakrar nefnd-
ar sem ráðherra skipaði til að leggja
mat á hæfni umsækjenda. Bryndís er
lögfræðingur að mennt. Hún starf-
aði hjá Alþýðusambandi Íslands
1992-1995, var þingmaður Samfylk-
ingarinnar 1995-2005, deildarfor-
seti lagadeildar Háskólans á Bifröst
2005-2011, aðstoðarrektor skólans
frá 2006 og rektor 2011-2013. Frá
árinu 2013 hefur hún verið starfs-
mannastjóri Landspítalans. mm
Bryndís skipuð
ríkissáttasemjari
Sigríður Jóns-
dóttir opn-
ar málverka-
sýningu í Vita-
kaffi, Stillholti
16 á Akranesi
laugardaginn
6. júní næst-
komandi. Sig-
ríður er fædd á
Ísafirði en ólst upp á Akranesi og
er nú búsett í Reykjavík. Hún hef-
ur stundað málaralist í tvo áratugi
og hefur myndlistin verið mikil-
vægur þáttur í lífi hennar. Sigríður
vinnur með vatnslitum, olíu og ak-
rýl. Henni hefur alla tíð þótt gam-
an að mála myndir af sjónum, ýmist
úfnu hafi og miklu brimi, eða slétt-
um, þar sem fjöllin og landið spegl-
ast í haffletinum. Auk þess málar
hún landslag, tré, blóm og uppstill-
ingar. Hún hefur stundað nám hjá
Myndlistarskóla Kópavogs og tekið
þátt í námskeiðum hjá einkakennur-
um auk þess að taka þátt í fjölmörg-
um sýningum, bæði einka- og sam-
sýningum.
Sýningin á Vitakaffi verður opn-
uð laugardaginn 6. júní kl. 14:30 og
verður opin allan júnímánuð. Allir
eru velkomnir, segir í fréttatilkynn-
ingu. mm
Sigríður opnar
málverkasýningu
í Vitakaffi
Mennta- og
m e n n i n g a r -
málaráðuneyt-
ið hefur ákveðið
með bréfi dag-
settu 27. maí
2015, að til-
lögu háskóla-
ráðs Landbún-
aðarháskóla Ís-
lands og með vísan til laga um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkis-
ins, að skipa Dr. Björn Þorsteinsson
sem rektor Landbúnaðarháskóla Ís-
lands til næstu fimm ára. Þetta kem-
ur fram í formlegri tilkynningu frá
skólanum og ráðuneytinu. mm
Ráðherra skipar
Björn í rektorsstarfið
Hvanneyri.
Dr. Björn Þorsteins-
son rektor LbhÍ.