Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Sjómannadagurinn Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Öryggis- og hlífðarfatnaður Dynjandi býður upp á hlífðar- og öryggis fatnað sem uppfyllir ströngustu kröfur markaðarins. Hafðu samband og við aðstoðum! Ragnar Konráðsson frá Hellis- sandi er skipstjóri á línuveiðiskipinu Örvari SH sem gert er út frá Rifi á Snæfellsnesi. Það er sjálfsagt ekki á marga hallað þó hann sé talinn í hópi með reyndustu línuveiðiskip- stjórum Íslands. Við hittum hann um ásamt dóttursyninum Erni Leví Heimissyni um borð í Örvari þar sem skipið lá í Rifshöfn. Fyrr um morguninn hafði Ragnar komið að landi með sjötíu tonna afla eft- ir nokkurra daga veiðiferð. Þar af voru 50 tonn af vænum þorski. Ævintýraleg aflabrögð „Ég hef aldrei upplifað annað eins fiskirí og nú í vetur, þrátt fyrir þetta erfiða tíðarfar sem er búið að vera. Fiskgengdin nú í maí er búin að vera með hreinum ólíkindum. Það er þorskur út um allt. Þetta er mjög vænn þorskur sem við erum á fá á línuna. Hann er um það bil 1,2 kílóum þyngri en hann hefur verið. Við höfum haft 4,5 til 5 kílóa með- alþyngd á slægðum þorskinum í hverri veiðiferðinni á fætur annarri. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þorsk- stofninn er greinilega mjög sterk- ur nú um stundir. Það verður mjög spennandi að sjá hvað blessuð Haf- rannsóknastofnunin leggur til nú í byrjun júní um það hvað verði veitt á næsta fiskveiðiári af þorski. Ég trúi ekki öðru en það verði aukið við kvótann. Það er eitthvað mikið að ef svo verður ekki. Þá eru þetta ekki vísindi heldur eitthvað annað,“ segir Ragnar. Skipstjóri í rúman aldarfjórðung Skipstjórinn á Örvari veit hvað hann syngur því hann er reynslu- bolti með góða tilfinningu fyrir sveiflum náttúrunnar. Hann hef- ur fylgst lengi með þróuninni. „Ég tók við mínum fyrsta báti sem skip- stjóri 1. maí 1989. Þetta kom bara upp í hendurnar á manni. Þá varð ég skipstjóri á Saxhamri SH. Ég var með hann þar til í ágúst 1993. Þá kom fyrri báturinn sem hefur bor- ið nafnið Örvar SH. Ég tók svo við þessum Örvari sem ég er með núna í byrjun árs 2008. Þetta er því 22. árið sem ég er með bát með Örv- arsnafninu. Við höfum gegnum tíðina bara róið með línu og net. Við erum búnir að róa núna í 12 ár með beitningavél bæði á þeim Örv- ari sem nú er og svo þeim gamla,“ segir Ragnar. „Besta fiskirí sem ég man reyndar eftir á ferlinum var netarallið svokallaða sem við fórum í 1998. Það var þó lítill afli þar mið- að við þær tölur sem maður hefur heyrt af úr netarallinu nú í vetur.“ Mikil þróun átt sér stað Áður en lengra er haldið í spjallinu og við búnir að ræða fiskiríið í vetur er ekki úr vegi að fá Ragnar til að segja aðeins af sjálfum sér. „Ég er innfæddur Sandari af sjómannsætt- um,“ slær hann föstu. „Faðir minn hét Konráð Ragnarsson og var sjó- maður og síðast lengi hafnarvörð- ur í Stykkishólmi. Móðir mín hét Þórný Axelsdóttir. Þau eru bæði látin. Ég ólst upp á Hellissandi. Á sjónum byrjaði ég strax 16 ára gam- all árið 1973 og hef verið þar síð- an. Það var á báti sem hét Svanur SH. Hann var gerður út héðan frá Rifi og Markús Þórðarson var skip- stjóri, frægur aflamaður og sögu- maður. Þetta var síðasta vertíðin hans til sjós og dýrmætt að kynnast slíkum manni.“ Það var annað að vera á sjó þá en í dag. Ragnar skipstjóri sýnir blaða- manni skip sitt. Örvar SH er glæsi- legur og afar vel við haldið. Snyrti- mennskan er alls staðar í fyrirrúmi. Meira að segja vélarrúmið er tand- urhreint. Aðbúnaður áhafnar er afar góður þar sem hver hefur sinn klefa. Borðsalurinn er eins og stáss- stofa. Þessu var öðru farið þegar Ragnar var að byrja til sjós. „Svan- ur SH var einn af þessum svoköll- uðu Svíþjóðarbátum sem kallað- ir voru því þeir voru smíðaðir þar. Þetta var svona blöðrupungur úr eik og við vorum á honum á net- um. Sjóveikin var nú að drepa mig frameftir öllu þannig að ég var hálf blendinn til þess hvort ég kynni við þetta sjómannslíf eða ekki. Þess- ir bátar voru ægilegir koppar, fýlan um borð í þeim, uss! Maður vakn- aði alltaf með kökkinn í hálsin- um. Það var slagvatnsfnykur, menn reyktu alls staðar um borð og svo var það lyktin frá kabyssunni. Við vorum átta þarna um borð. En ég hélt þetta út og er enn að og á ver- tíð númer 42.“ Lærðu í Ólafsvík Ragnar hefur verið svo gott sem stanslaust á sjó hvert einasta ár síðan þetta var. „Undantekning- in var þegar ég var að læra til skip- stjóra. Okkur var kennt í Ólafsvík tvær haustannir í röð. Við sem tók- um námið og vorum sjómenn rér- um allt árið nema þessi tvö haust að við settumst á skólabekk og vorum þar fram að jólum. Svo eftir ára- mót fórum við á vertíð. Við vorum margir þarna, gott ef ekki einir 15 menn á ýmsum aldri. Þetta var um 1985. Ég fór því tiltölulega seint í skólann og hafði þegar þar kom við sögu gegnt öllum störfum um borð í fiskibát nema vera kokkur.“ Aðspurður segir Ragnar að þeir séu 14 í áhöfn Örvars í dag. Lítil hreyfing sé á mönnum. „Við erum alltaf nokkurn veginn sami stóri kjarninn. Eiginlega má segja að áhöfnin sé 15 manns því við höf- um alltaf einn mann til afleysinga ef eitthvað kemur upp á eða menn þurfa frí.“ Gullfiskaminnið getur komið sér vel Síðustu sex til sjö árin hafa þeir á Örvari stundað veiðar út af Norð- urlandi á haustin og þá landað mest á Siglufirði. Þorsk- og ýsu- aflanum er svo ekið til vinnslu hér á Hellissandi en meðaflinn fer á markað. „Við erum ágætlega sett- ir með kvóta og menn eru sátt- ir enda varla annað hægt þegar fiskast svona vel. Nú fer báturinn í slipp 15. júní. Við förum svo aft- ur á veiðar eftir verslunarmanna- helgi. Við höldum okkur mest djúpt í Kolluál og Norðurkantin- um svokallaða.“ Þrátt fyrir nútíma þægindi á stórum og vel búnum báti þá neitar Ragnar því ekki að stundum þurfi hörku til að sækja á Íslandsmið þegar stormarnir blása hvað verst eins og gerðist í vetur. „Það koma erfiðir dagar og svo góðir dagar. Á góðum dögum er hitt fljótt að gleymast. Það er gullfiskaminnið sem heldur manni við þetta,“ segir Ragnar og hlær sjálfsagt við end- urminningar um storma vetrar- ins. „Ef maður myndi allar bræl- ur sem maður hefur lent í á æv- inni þá væri maður nú ekki leng- ur á sjó. En mér hefur alltaf geng- ið vel og aldrei lent í neinum al- varlegum slysum. Það er í mesta lagi að menn hafi fengið skrámur. Ég hef verið mjög heppinn. Það er fyrir öllu að hafa aldrei lent í al- varlegum óhöppum,“ segir Ragn- ar Konráðsson að lokum. mþh Ragnar í brú Örvars SH ásamt Ólafi Rögnvaldssyni útgerðarmanni Hraðfrysti- stöðvar Hellissands sem á bátinn. Ljósm. Alfons Finnsson. Ragnar Konráðsson á Örvari SH 777: Línuskipstjóri á sinni fertugustu og annarri vertíð Ragnar Konráðsson skipstjóri á Örvari SH 777 ásamt Erni Leví Heimissyni dóttursyni sínum sem situr í skipstjórasætinu. Ragnar er kvæntur Aðalheiði Aðal- steinsdóttur og eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn. Örvar SH 777. Báturinn hét upphaflega Tjaldur II SH en var síðar seldur til Noregs og hét þá Kamaro. Hann fékk svo Örvarsnafnið þegar hann var keyptur aftur til Íslands. Ljósm. Alfons Finnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.