Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 62

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 62
62 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Laugardaginn 23. maí voru braut- skráðir 56 nemendur frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Allnokkrir þeirra voru verðlaunað- ir fyrir góðan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. Benedikta Haraldsdóttir frá Vestri- Reyni í Hvalfjarðarsveit fékk þar verðlaun fyrir bestan námsárangur nýstúdenta. Hún hóf nám við FVA haustið 2012 og lauk á dögunum, þremur árum síðar, stúdentsprófi af málabraut með 9,13 í meðalein- kunn. „Ég er svo samviskusöm, eigin- lega of samviskusöm,“ sagði Bene- dikta þegar blaðamaður Skessu- horns spurði hana hverju hún þakk- aði helst þennan góða námsárang- ur. Hún bætir því við að miklu máli hafi skipt að standa skil á öll- um þeim verkefnum sem fyrir hana voru lögð, fylgjast með í tímum og vinna jafnt yfir önnina. „Svo lang- ar mig að þakka fjölskyldu minni og vinum fyrir góðan stuðning og hvatningu í gegnum árin, það er ómetanlegt að eiga góða að,“ bæt- ir hún við. En þrátt fyrir samviskusemina segir hún ástundun námsins ekki hafa bitnað á þátttöku í félagslífinu. „Ég hef allavega alltaf reynt eins mikið og ég get að eyða tíma með vinum mínum og skemmt mér og svoleiðis. Ég er alveg eins og flest- ir aðrir og klára heimaverkefni yfir- leitt seint um nótt fyrir skiladag,“ segir Benedikta létt í bragði. Aðspurð um sín eftirlætis náms- fög þarf svarið svosem ekki að koma á óvart frá stúdent af mála- braut. „Mér fannst skemmtilegast í ensku, það er mjög skemmtilegt tungumál. Kannski fannst mér hún skemmtilegri en hin tungumálin af því ég kann hana betur,“ segir hún og hlær við. „En ég hef líka mjög gaman af íslensku, sérstaklega ís- lenskum bókmenntum og þá sér- staklega rómantískar stefnur í bók- menntasögunni,“ bætir hún við og nefnir næst að stærðfræðin hafi verið það fag sem heillaði minnst, þrátt fyrir að henni hafi alla tíð gengið nokkuð vel í henni. „Mér fannst hún bara svo leiðinleg,“ bæt- ir hún við. Hvað framtíðin ber í skauti sér segist Benedikta ætla að taka sér frí frá námi í haust. „Annað hvort til að vinna eða fara eitthvað erlend- is, það fer svolítið eftir því hvernig sumarið verður hjá mér,“ segir hún. Eftir það setur hún þó stefnuna á háskólanám. „Ég hugsa að ég fari annað hvort í viðskiptafræði eða lögfræði, hvort sem það verður eft- ir áramót eða eftir ár og ég er held- ur ekki búin að ákveða hvort það verður í Háskóla Íslands eða Há- skólanum í Reykjavík,“ segir Bene- dikta að lokum. kgk Hestamannafélagið Skuggi í Borg- arnesi stóð fyrir æskulýðsdegi í Reiðhöllinni Faxaborg föstudag- inn 29. maí síðastliðinn. Fjölmarg- ir mættu til að fylgjast með því sem þar fór fram. Þarna voru m.a krakk- ar á aldrinum 4-12 ára sem nýbúnir voru að ljúka námskeiði hjá Lindu Rún. Sex ungar stelpur mættu í sýna fínasta pússi og sýndu áhorfend- um gangtegundir íslenska hestsins. Ein þeirra mætti svo með óvænt- an leynigest sem vakti mikla lukku hjá krökkunum, Einnig mættu svo á svæðið geimverur og jólasveinn sem slógu svo sannarlega í gegn hjá áhorfendum. Að lokum var svo teymt undir áhugasömum krökkum og boðið upp á grillaðar pylsur og Svala. Engin keppni var í gangi en gleðin og ánægjan alls ráðandi. Þær Sigrún Halldórsdóttir og Linda Rún Pétursdóttir stjórnuðu því sem fram fór og fórst það vel úr hendi. Ánægjulegt var að sjá hvesu marg- ir tóku þátt og er það vísbending um að nýliðun í hestamennskunni sé mikil. Eins ber það öflugu starfi æskulýðsnefndar Skugga gott vitni. iss Hallgrímur Ólafsson leikari hefur verið ráðinn verkefnastjóri Írskra daga á Akranesi. Hallgrímur er Skagamaður að uppruna og hef- ur bæði góða reynslu af verkefna- stjórnun og leikstjórn. Hann leik- stýrði listasmiðju á Vopnafirði, var aðstoðarleikstjóri leikritsins Fjalla Eyvindar í Þjóðleikhúsinu og hef- ur leikstýrt nemendum Fjölbrauta- skóla Vesturlands í þrígang, nú síð- ast þegar söngleikurinn Grease var settur á svið í Bíóhöllinni í vor. Hallgrímur, eða Halli eins og hann er jafnan kallaður, segir að undirbúningurinn sé að hefjast. Hann segist ekki þurfa að breyta miklu, enda sé hátíðin skemmtileg og vel heppnuð með því formi sem hefur verið undanfarin ár. „Þetta er frábær hátíð. Ég hef komið hingað sem gestur undanfarin ár en mað- ur er samt alltaf Skagamaður. Írsk- ir dagar eru eitt af skemmtilegustu augnablikum ársins og eru ekki síður hátíð fyrir okkur brottfluttu Skagamennina. Hátíðin er alltaf að verða stærri og flottari að mínu mati og nú er hægt að nýta svæðið betur. Við erum komin með þetta flotta torg, kaffihús, hérna verður matar- og antíkmarkaður og svo framvegis. Það er allt að verða skemmtilegra hérna á Akranesi,“ segir Halli. Ak- urnesingar mega því búast við fjöl- breyttri og skemmtilegri dagskrá að vanda. Fastir liðir verða á hátíð- inni, eins og rauðhærðasti Íslend- ingurinn, götugrill, útitónleikar og fjölskylduskemmtun á sunnudegin- um. „Mig langar ekki að gera nein- ar stórtækar breytingar á forminu á Írskum dögum því það hefur virkað vel eins og það er,“ segir Halli. „En ég hef unnið með mörgum ungum krökkum í listsköpun á Akranesi og mun láta bera á því hvað við eigum mikið af hæfileikaríku fólki hérna. Svo vil ég bara hvetja fólk sem hef- ur einhverjar hugmyndir eða lang- ar að gera eitthvað að hafa samband við mig á irskirdagar@akranes.is.“ grþ Á föstudaginn fyrir rúmri viku voru 14 nemendur brautskráðir frá Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grund- arfirði. Eins og venja er fengu þeir nemendur sem skarað höfðu fram úr verðlaun fyrir góðan námsárang- ur. Vignir Snær Stefánsson var einn þeirra, en hann lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut með meðal- einkunnina 8,67, þá hæstu þetta vorið. Þegar blaðamaður spurði Vigni hvað hann teldi hafa skilað honum þessum góða árangri vildi hann eigna kennurum skólans hluta heiðursins. „Kennararnir hérna eru rosalega góðir, allir vingjarnlegir og hægt að tengja við þá. Ég held það hafi fyrst og fremst verið það, svo stóð fjölskyldan náttúrulega við bakið á manni,“ sagði Vignir. Nám í FSN byggir að stórum hluta á símati þar sem nemendur vinna mörg verkefni yfir önnina og þreyta próf úr einstökum köflum í stað þess að þreyta eitt stórt loka- próf úr hverjum áfanga. En hvað telur Vignir að hafi gert honum kleift að ná þessum góða árangri í slíku námsmatskerfi? „Ætli það sé ekki bara mikil vinnusemi og metn- aður. Ég legg mikinn metnað í öll verkefni sem ég tek mér fyrir hend- ur. Góðir vinir skipta líka máli, það var ófáum sinnum sem við hjálpuð- um hver öðrum að skilja námsefnið og unnum saman að hópaverkefn- um gegnum skólagönguna,“ seg- ir hann. Aðspurður hvort félagslífið hafi þurft að líða fyrir námið segir hann svo ekki vera og bætir því við að hann taki ekkert sérstaklega virk- an þátt í félagslífi skólans. „Ég er ekki mikið í því, einbeiti mér meira bara að fótboltanum,“ segir Vign- ir, en hann æfir knattspyrnu með meistaraflokki Víkings Ólafsvíkur og er hluti af leikmannahópi liðs- ins sem leikur í fyrstu deild Íslands- móts karla í knattspyrnu. Í framtíðinni hyggst Vignir hefja nám í næringarfræði við Háskóla Íslands. „Skemmtilegustu áfang- arnir sem ég tók hér í FSN voru í líffæra- og lífeðlisfræði og einn áfangi í næringarfræði. Ég hef mik- inn áhuga á íþróttum og heilsu og næringarfræðinám er því það sem heillar mest, að minnsta kosti svona eins og staðan er núna,“ segir Vign- ir að lokum. kgk Vignir Snær útskrifaðist með hæstu einkunn á stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Hér tekur hann við verðlaunum fyrir framúrskarandi námsárangur á útskriftarathöfninni. Ljósm. tfk. Leggur mikinn metnað í öll verkefni – stefnir nú á nám í næringarfræði Hallgrímur Ólafsson ráðinn verkefnastjóri Írskra daga Benedikta Haraldsdóttir, dúx Fjöl- brautaskóla Vesturlands. „Ég er eiginlega of samviskusöm“ Frábær stund á æskulýðsdegi í Faxaborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.