Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Skagamaðurinn Sindri Víðir Ein- arsson fékk nýverið þá hugmynd að halda stórtónleika á Akranesi í haust. Tilefnið er að safna fyrir Fjöliðjunni þar sem Sindri starfar sjálfur. „Mig langaði bara að gera þetta, mig langar að safna pening fyrir Fjöliðjuna. Ég vil meðal ann- ars safna fyrir nýrri dósavél, sem telur dósirnar. Mér finnst hin orð- in svo gömul,“ segir Sindri Víðir í samtali við blaðamann. Hugmynd Sindra er að margar helstu stór- stjörnur landsins komi fram á tón- leikunum, svo sem svo sem KK, Bubbi Morthens, Páll Óskar, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Sylvía Nótt, Skálmöld, Páll Rósinkrans og Mar- grét Eir. Á listann rötuðu einnig Herbert Guðmundsson, Gersemi og Akurnesingurinn Birgir Snæ- felld Björnsson en allir á listanum eiga það sameiginlegt að vera eft- irlæti Sindra. „Ég á eftir að athuga hvort þau vilja vera með. Ég vildi fá alla þessa tónlistarmenn því þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég veit að kannski geta ekki allir verið með en ég held samt að einhverj- ir þeirra verði alveg til í þetta, ég á bara eftir að heyra í þeim.“ Svona tónleikar þurfa pláss Sindri fékk starfsfólk Fjöliðjunnar sér til aðstoðar við skipulagninguna. „Okkur fannst þetta bara svo frábær hugmynd hjá honum að það var ekki annað hægt en að hjálpa honum að láta drauminn rætast. Hann hef- ur nú þegar haldið einn fund með okkur þar sem hann lagði línurnar. Við erum svo bara að vinna í þessu núna, eigum eftir að deila verkefn- um og halda áfram,“ segir Ásta Pála Harðardóttir yfirþroskaþjálfi Fjöl- iðjunnar í samtali við Skessuhorn. Sindra datt í hug að sniðugt væri að nýta vörugeymsluna að Dalbraut 6, gamla ÞÞÞ húsið, undir tónleikana. Hann fór á fund með bæjarstjóran- um og í framhaldi af því sótti hann um leyfi til að fá afnot af húsnæð- inu fyrir tónleikana. Nú hefur hann fengið samþykki fyrir því og næstu skref eru því að heyra í tónlistar- fólkinu og sjálfboðaliðum. „Þessi geymsla er svo stór og mér datt í hug að nota hana því það þarf mik- ið pláss fyrir svona tónleika. Ég myndi vilja halda tónleikana í sept- ember,“ segir Sindri. Sindri hefur verið búsettur á Akranesi undanfarin ár en er upp- runalega frá Fremri - Gufudal. Foreldrar Sindra búa enn í sveitinni og Sindri segir að þar sé oft leikin mikil tónlist. „Við höfum stundum haldið tónleika í stóru hlöðunni. KK hefur komið til okkar þang- að og frændur mínir,“ segir Sindri sem hefur gaman af því að syngja. Hann hefur haft gaman af tónleik- unum í sveitinni og stefnir nú á að láta stóra drauminn rætast með því að fá eftirlætis poppstjörnur sínar til að koma fram á styrktartónleik- um á Skaganum. grþ Skipuleggur stórtónleika í gamla ÞÞÞ húsinu Sindri Víðir Einarsson er að skipuleggja stórtónleika í vörugeymslu ÞÞÞ í haust. Starfsmenn Reykhólahrepps voru niðursokknir í viðhaldsvinnu á Grettislaug þegar blaðamann Skessuhorns bar þar að garði í síð- ustu viku. „Við opnum laugina aft- ur á mánudaginn, 1. júní,“ sagði Harpa Björk Eiríksdóttir, forstöðu- maður Grettislaugar, þar sem hún lá á hnjánum og málaði botn laugar- innar ásamt Jóni Kjartanssyni, um- sjónamanni eigna Reykhólahrepps. „Við tæmdum laugina um daginn og þrifum hana vandlega. Það er gert á hverju ári,“ bætti Harpa við. „Annað hvert ár er hún svo mál- uð upp á nýtt,“ sagði Jón. Þau voru niðursokkin í að mála rendurnar sem afmarka brautir laugarinnar og að sögn Jóns þarf að gera það með penslum að stærstum hluta. „Þetta er dálítið föndur. Hitt getum við aftur á móti rúllað, megnið af botn- inum og veggina,“ sagði Jón. kgk Viðhaldi sinnt við Grettislaug á Reykhólum Harpa Björk Eiríksdóttir og Jón Kjartansson máttu lítið vera að því að spjalla við blaðamann þar sem þau sinntu málningarvinnu í Grettislaug á Reykhólum í vikunni, enda í kappi við tímann. Saga líknandi handa SÓKNARÁÆTLUN VESTURLANDS Í tilefni 100 ára kosningarafmælis kvenna árið 2015 verður opnuð sýning í Guðnýjarstofu 11. júní kl. 17.00. Fjölbreitt og merkileg saga heilbrigðisþjónustu rifjuð upp og nokkrum stórbrotnum konum gerð skil. Allir hjartanlega velkomnir SÝNINGIN ER OPIN ALLA DAGA KL. 10 – 17 SK ES SU H O R N 2 01 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.