Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Sjómannadagurinn ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 Feðgarnir Magnús Sigurgeirsson og Sigmundur Magnússon gera út á grásleppu frá Reykhólum á báti Magnúsar, Nóney BA 11, sem er sjö tonna dekkaður plastbátur. „Við erum búnir að vitja um einu sinni og vitjum aftur um á morg- un, föstudag,“ sagði Magnús þeg- ar blaðamaður hitti hann að máli á fimmtudaginn. „Það var bara fín veiði, virtist vera nóg af grá- sleppu og jafnt um allt. En mað- ur veit aldrei fyrr en í annarri vitj- un hvernig staðan er, það er ekkert að marka fyrr en þá, það gæti ver- ið uppsafnað af fiski á þessum stöð- um,“ sagði Magnús. Þeir feðgar eru þeir einu sem gera út á grásleppu frá Reykhólahöfn þetta fyrsta veiði- tímabil vertíðarinnar við innan- verðan Breiðafjörð og eins og stað- an er núna er ekki útlit fyrir frek- ari útgerð frá staðnum. „Við byrj- uðum 20. maí, strax á fyrsta degi og ég reikna ekki með að við gerum út annan bát eftir að þessu tíma- bili lýkur. Við höfum reyndar yfir- leitt verið seinna á ferðinni en úr því við byrjuðum þetta snemma í ár var eina vitið að leggja strax fyrsta daginn og ná góðum stöðum. Það var smá slagur við báta annars stað- ar frá, “ bætir hann við. Einhver rómantík í grásleppunni Magnús er búsettur í Kópavogi en alinn upp fyrir vestan og hefur lengi gert út á grásleppu frá Reykhólum, fyrst með bræðrum sínum og síðan með syni sínum Sigmundi. „Ég keypti mér einhvern tím- ann lítinn trébát og prófaði að róa frá Kópavogshöfn, svo eitt vor frá Reykjavík. Síðan fór ég að stækka við mig bátana smám saman og það er líklega 1996 sem ég sný aft- ur og fer að gera út héðan á nýjan leik.“ segir Magnús. Hann kveðst ekki stórhuga í útgerðinni en segist reyna að fara eitthvað á grásleppu á hverju sumri, það sé einhver róm- antík í þessu. „Egill bróðir leysir mig af einstaka sinnum ef ég for- fallast af einhverjum ástæðum. Við erum báðir haldnir þessari bakter- íu. En Sigmundur er búinn að vera með mér síðustu tíu árin eða svo, hann er sennilega smitaður líka,“ segir Magnús og hlær við. Ætlar að halda áfram útgerð Höfnin á Reykhólum verður seint talin fullkomin til grásleppuútgerð- ar. Löndunarbúnaður er gamall og ekki sérlega rúmt um menn á lönd- unarbryggjunni fyrir framan kran- ann. „Þetta er mikil vinna á stöðum sem þessum. Hérna tekur löndun- in oft mjög langan tíma því aðstað- an er öll fremur bágborin. Svo er mikill ókostur hvað þetta er í raun afskekkt því við þurfum auðvitað að koma fisknum frá okkur. Ég keypti lítinn vörubíl með kælikassa og við flytjum fiskinn sjálfir. Við höfum leyst þetta með þeim hætti síðustu árin, flutningskostnaðurinn er svo mikill,“ bætir hann við. En er skemmtanagildið eitt og sér þá höfuðástæðan þess að hann stundar grásleppuveiðar? „Ég veit ekki hvort þetta er endilega skemmtilegt. Hins vegar heldur maður á hverju vori að þetta verði skemmtilegt. Svo þegar maður er byrjaður man maður alltaf hvað þetta er leiðinlegt,“ segir Magnús og hlær. „Þá er maður kannski bú- inn að veltast marga daga í skít og brælu. En jú, ef það er gott veður og svona þá er þetta gaman,“ bætir hann við og brosir. Aðspurður kveðst hann reikna með að halda áfram útgerð á kom- andi árum og þá með svipuðum hætti og verið hefur. „Maður vill auðvitað nýta þá fjárfestingu sem maður lagði í á sínum tíma. Fyrst maður á þetta „á þurru“ er vel hægt að halda áfram en ef maður ætl- aði að leggja aukið fé í þetta myndi það ekki borga sig, að minnsta kosti ekki meðan verðið fyrir fiskinn er eins og það er núna,“ segir Magn- ús að lokum. kgk „Maður heldur á hverju vori að þetta verði skemmtilegt“ Magnús Sigurgeirsson gerir út á grásleppu frá Reykhólum ásamt syni sínum Sigmundi Magnússyni. Hér stendur Magnús við bát sinn Nóney BA 11 þar sem hann lá við flotbryggjuna í Reykhólahöfn í síðustu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.