Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 51

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 51
51MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Sjómannadagurinn loks kom að því að ég sagði hon- um að ég hefði tekið barnamagnýl hjá Stínu frænku. Hann hringir í Stínu. Hún fer í glasið og les á það. „Úbbs, svefntöflur,“ og hún hafði látið mig gleypa fimm stykki.“ Flaug niður í stórgrýtta fjöru sex ára gamall Eggert sagðist geta verið heilan dag að þylja upp svona sögur af sér. Hann segir að fyrir utan fæðingu hans hafi þetta eiginilega byrjað þegar hann var sex ára. „Þá var ég í Breiðfirðingabúðinni gömlu sem var uppi á annarri hæð í frysti- húsinu á Hellissandi en mamma var matráðskona þar. Ég ætlaði að teygja mig þar út um glugga til að gefa mávunum brauð. Þá flaug ég 6-7 metra niður í stórgrýtta fjör- una. Ég var í fínu lagi eftir þetta og man ennþá að það komu allir úr frystihúsinu að skoða mig því eng- inn trúði því nema sjá að ég hefði sloppið ómeiddur. Þetta fólk gaf mér ís og sælgæti og ég var hinn ánægðasti með afrekið. Svo þegar ég var 17 ára var ég eitthvað að príla í gömlu beina- verksmiðjunni á Sandi. Þar fann ég einhverja spítu og fór út á hana til að hnýta spotta uppi við rjáfur. Hún var auðvitað fúin og hand- ónýt. Ég fór því eina átta metra lóðrétt niður á steinsteypt gólfið. Þarna fór ég alveg í klessu, marg- brotnaði allur og var varla hugað líf í eina tvo sólarhringa. Seinna sprengdi ég heila gröfu í tætl- ur. Það kom einhver gufa upp úr henni svo ég opnaði vélarhlífina og ætlaði að kíkja aðeins ofan í vél. Ég var með sígarettu í kjaft- inum og kveikti í henni. Það skipti engum togum að þetta sprakk allt. Þetta var olígufa og við þetta brann ég allur í andlitinu. Þessa vegna er ég svona sléttur og finn svo allir halda að ég sé yngri en ég er,“ segir Eggert og skellihlær að öllum óförum sínum. Sameiginlegur sjómannadagur með Ólsurum Sjómannadagurinn hefur alltaf verið í hávegum hafður í Rifi og á Hellissandi. Eggert segir að núna sé ætlunin að hafa hátíðardag- skrána sameiginlega í öllum Snæ- fellsbæ. „Við höfum verið að berj- ast fyrir þessu nokkrir. Þetta er allt sama atvinnusvæðið og sama fólk- ið að vinna við sjávarútveg hvort sem er í Rifi, í Ólafsvík eða Hellis- sandi. Það hefur bara skemmt fyr- ir að tvískipta þessu en ég veit ekki hvort skrefið verður stigið til fulls strax en ég vil sjá þetta allt samein- að. Það er allt gott við það. Hátíð- leiki sjómannadagsins finnst mér aðeins hafa minnkað hérna en ég vona að þetta eflist aftur og verði meira en nokkru sinni fyrr. 5 Akrýlútimálning á stein Þakmálning Gluggamálning Eldvarnarmálning Steinsílanmálning á múrkerfi og stein Viðarvörn fyrir íslenskar aðsæður Harðviðarolía á sólpalla og klæðningar Silikatmálning HÁGÆÐA MÁLNINGAREFNI FRÁ SÉREFNI SérEfni ehf Síðumúli 22, 108 Reykjavík. Sími 5170404. www.serefni.is Hágæða harðviðarolía á sólpalla og veggi Vörn gegn gráma og flögnun. Einstök á allar tegundir af harðvið og furupanel. Njóttu þess að vera á fallegum palli í sumar. Pallahreinsir, pallaolía, viðarvörn - vörn gegn gráma og fúa. fyrir eftir Strandveiðar geta geng- ið með skuldlausa báta Sem fyrr segir ætlar Eggert nú að einbeita sér að strandveiðunum það sem eftir er af þeim. Hann segist hafa tekið núverandi bát sinn upp í annan stærri sem hann átti fyrir og því ætti hann bátinn skuldlausan. Þess vegna sé hægt að vera á honum á strandveið- um. Þær gefi ekki nóg af sér til að hægt sé að stunda þær á bát- um sem skuldir hvíla á. „Ég skil ekki menn sem eru að kaupa dýra báta til að gera út á strandveiðar. Það gengur engan veginn upp,“ segir Eggert Bjarnason sjómaður á Hellissandi. hb Eggert um borð í stærri báti sem hann átti áður en hann eignaðist núverandi Hugborgu. Ljósm. Alfons Finnsson. Magnús SH en þar um borð er Eggert háseti núna. Hann segir breytingarnar sem gerðar voru á bátnum hafa tekist einstaklega vel. Myndin var tekin þegar Magnús kom að bryggju í Akraneshöfn eftir breytingarnar hjá Þ&E.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.