Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Side 63

Skessuhorn - 03.06.2015, Side 63
63MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Snæfellsbær Lausar stöður í Snæfellsbæ fyrir áhugasamt fólk! Frá og með næsta skólaári verða lausar stöður grunn- og leikskólakennara í Snæfellsbæ. Leikskólar Snæfellbæjar auglýsa; starfsstöð leikskólinn Kríuból: Leikskólinn Kríuból á Hellisandi leitar að aðstoðarleikskólastjóra, deildarstjóra og stuðningsfulltrúa við leikskólann. Kríuból er tveggja deilda leikskóli með 45 plássum. Í stöðu aðstoðar og sérkennslustjóra sem er 75-88% fellst í stjórnun sem og viðkomandi er staðgengill leikskólastjóra, yfirumsjón með sérkennslu barna innan veggja skólans. Einnig leitum við að leikskólakennurum sem deildarstjóra og þroskaþjálfara eða stuðningsfulltrúa vegna fatlaðs barns sem er að byrja hjá okkur í haust. Opið svæðaval, markviss málörvun og numicon er áherslan okkar. Gerð er krafa um að umsækjendur séu með leyfisbréf sem leikskólakennari. Stöðurnar eru 75-100% Áhugasömum er bent á að hafa samband við Ingigerði Stefánsdóttur eða Steinunni D Ingibjörnsdóttur í síma 433-6926 eða senda tölvupóst á leikskolar@snb.is Í lögum um leikskóla nr. 90/2008 segir í 3. mgr. 6. gr: „Óheimilt er að ráða til starfa við leikskóla einstakling sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningar laga. Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild leikskólastjóra til að afla upplýs inga úr sakaskrá.“ Grunnskóli Snæfellsbæjar auglýsir: Í Grunnskóla Snæfellsbæjar eru laus 75% staða íþróttakennara. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans www.gsnb.is. Nánari upplýsingar veitir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar í síma 894-9903 eða á póstfanginu maggi@gsnb.is. Minnt er á eftirfarandi grein í lögum um grunnskóla nr. 91 frá 2008: „Óheimilit er að ráða til starfa við leikskóla/grunnskóla einstaklinga sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. Kafla almennra hegningar- laga. Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild skólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá“ Umsóknarfrestur um báðar stöðurnar er til og með mánudeginum 8. júní SK ES SU H O R N 2 01 5 Eldsmíðahátíð 2015 4. – 7. júní Safnasvæði Akraness Örnámskeið Fimmtudag kl. 16-19 Föstudag kl. 9-12 Skráning á museum@museum.is Keppni Sunnudag kl. 13-16 Eldsmiðir að störfum alla helgina Mattias Helje eldsmiður sýnir ljásmíði Opnunartilboð í Garðakaffi 1216. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 9. júní kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Gamla Kaupfélaginu, • laugardaginn 6. júní kl. 10.30. Frjáls• ir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, kjallara, gengið inn frá palli, mánudaginn 8. júní kl. 20.00. Björt fra• mtíð í Vitakaffi Stillholti 16-18, mánudaginn 8. júní kl. 20.00. Samfylkin• gin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 6. júní kl. 11.00. SK ES SU H O R N 2 01 5 Bæjarstjórnarfundur Á þriðja hundrað gesta kom saman í félagsheimilinu Logalandi í Borg- arfirði síðastliðið fimmtudags- kvöld á minningarkvöldi um Jón- as Árnason skáld og alþingismann og Guðrúnu Jónsdóttur eiginkonu hans. Dagskráin fór fram á afmæl- isdegi Jónasar. Það var Snorrastofa í Reykholti, í samstarfi við Tón- listarfélag Borgarfjarðar og Ung- mennafélag Reykdæla, sem efndi til kvöldvökunnar. Ýmsir voru fengnir til að minnast þeirra hjóna. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og fyrrum samþingsmaður Jónasar og flokksbróðir, sagði frá kynnum sínum af Jónasi og helstu sérkennum hans. Árni Páll Árna- son alþingismaður sagði frá kynn- um sínum af stóra manninum Jón- asi, sem hann kynntist í æsku þar sem foreldrar Árna Páls og Jón- as voru miklir vinir. Jón Árnason barnabarn Kópareykjahjóna spil- aði á gítar og þá minntust börn Jónasar og Guðrúnar, þau Ingunn, Ragnheiður, Birna og Árni Múli foreldra sinna. Sögðu þau marg- ar bráðskemmtilegar sögur úr uppvextinum auk þess að stjórna fjöldasöng í lokin. Í upphafi og milli atriða flutti tónlistarfólkið Gunnar Ringsted, Jakob Frímann Magnússon, Jón Rafnsson, Birgir Baldursson og Guðríður Ringsted lög við ljóð Jónasar. Bergur Þorgeirsson for- stöðumaður Snorrastofu ávarpaði samkomuna en það var séra Geir Waage sem var kynnir. Þetta var síðasta samkoma vors- ins í Snorrastofa áður en sumar- annir við móttöku ferðamanna taka við. Athygli hefur vakið þétt og fjölbreytt dagskrá í vetur þar sem hver viðburðurinn öðrum fremri hefur verið í boði. Um dag- skrá Snorrastofu hefur Jónína Ei- ríksdóttir séð og afgreitt af mynd- arbrag. mm Börn Jónasar og Guðrúnar ræddu við gesti en stjórnuðu síðan fjöldasöng í lokin. Fjölmenni minntist Jónasar og Guðrúnar Ólafur Ragnar Grímsson sagði frá kynnum sínum af Jónasi og lýsti persónu hans prýðilega. Þétt setinn salurinn í Logalandi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.