Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 37

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 37
37MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ spennandi þróun. Við unnum mik- ið í þessu sjálf en fengum svo Maríu Valdimarsdóttur til liðs við okkur. Það hefur verið 1990 og hún er enn hjá Sæferðum. Þær Svanborg voru í landi þar sem Sæferðir voru þá til húsa í Mjólkurskúrnum svokallaða sem þá var niður við höfn í Stykkis- hólmi en er nú horfinn. Ég var hins vegar í siglingunum,“ segir Pétur. Krafturinn og umsvifin hjá þess- um sjómannshjónum var þó ekki að- eins bundinn við siglingarnar. Um svipað leyti og þau komu Eyjaferð- um á fót keyptu þau og hófu endur- bætur á Egilshúsi. Það var um 120 ára gamalt tréhús í miðjum gamla bænum í Stykkishólmi. „Við keypt- um það af Stykkishólmsbæ aðallega fyrir farmiðasölu og vildum nýta sem gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. Húsið var orðið mjög illa farið, nán- ast ónýtt. Við urðum í raun að byrja á því að steypa undir það grunn því í ljós kom að húsið stóð nánast á jörðinni. Frændi Svanborgar sem er smiður var með okkur í þessu. Þarna opnuðum við 1988. Þetta var ákaf- lega dýrt og stóð engan veginn undir sér. Þetta var mesta fjárhagsvitleys- an sem við gerðum. Þegar við seld- um það loksins 1995 þá vorum við ekki að fá nóg miðað við það sem við lögðum í það. Það jákvæða við þetta er þó að líklega varð þetta til þess að húsinu var bjargað.“ Egilshús er mikil bæjarprýði í Stykkishólmi í dag og þar er rekið glæsilegt hótel. Þau Pétur og Svanborg keyptu einnig árið 1991 húsnæði við Aðal- götu sem hafði hýst bæjarskrifstof- ur Stykkishólms. „Við breyttum því líka í gistiaðstöðu. Svona hótelrekst- ur var hins vegar nokkuð sem okkur hugnaðist ekki til lengdar. Bæði var þetta svo bindandi en líka var það svo að allar þessar breytingar á húsa- kosti voru dýrar og fóru verulega fram úr áætlunum. Þetta varð hrein- lega of mikið og við ákváðum að ein- beita okkur að siglingunum. Þarna er í dag Hótel Breiðafjörður,“ segir Svanborg. Það má því segja að þau hjón hafi stofnað tvö hótel í Stykk- ishólmi sem bæði eru í rekstri enn í dag. Fjölbreyttur rekstur en bág afkoma Þau Pétur og Svanborg voru með marga bolta á lofti í einu á síðasta áratug liðinnar aldar. Það var oft lítið að gera um vetrartímann þeg- ar ferðaþjónustan lá niðri. Til að skapa starfsfólki sínu atvinnu árið um kring voru þau því á höttunum eftir rekstri sem gæti skapað störf yfir veturinn. Árið 1989 hófu þau að reka dekkjaverkstæði í Stykkis- hólmi. Þau ráku það ásamt vöru- bíl en seldu í fullum rekstri 1994. Dekkjaverkstæðið er enn við lýði í dag. Árið 1993 stofnuðu þau svo fyrir- tækið Íshákarl og hófu vinnslu á ígul- kerum. „Þessi vinnsla var yfir vetrar- tímann. Seinna hófum við svo beitu- kóngsvinnslu og urðum fyrst til að nýta hann hér. Við stunduðum til- raunaveiðar í samvinnu við Hafrann- sóknastofnun og fórum til Bretlands að skoða vinnslu þar. Svo settum við upp verksmiðju hér. Þessar veiðar og vinnsla eru enn við lýði en ekki stunduð af okkur. Við hættum. Það voru svo miklar gengisbreytingar á þessum tíma að afurðaverðið hríðféll í íslenskum krónum talið. Satt best að segja þá stórtöpuðum við á þessu og urðum ansi aum á eftir. Á tímabili vorum við nánast komin á fjóra fæt- ur með þetta allt,“ segir Pétur. „Við fengum þá fleiri hluthafa með okk- ur í þetta, til varð fyrirtækið Sæferð- ir og þetta hresstist aftur. Fyrst voru það Kynnisferðir sem komu inn. Svo seldu þær sinn hlut og Páll Kr. Páls- son kom inn í þetta 2004. Segja má að fyrirtækið hafi verið verið á hægri uppleið síðan þetta var.“ Þau bættu líka við skipakostinn á þessum árum. „Við fengum Brimrú- nu 1996. Það var fyrsta tvíbytnan hér á landi, tók 120 farþega. Við gerðum hana út til hvalaskoðunar frá Ólafs- vík. Hins vegar héldum við áfram að nota Hafrúnu hér í Stykkishólmi. Hvalaskoðunina stunduðum við í um tíu ár frá Ólafsvík þar sem við vor- um mikið að eltast við steypireyðar. Það er stærsta dýr jarðarinnar. Þær voru mikið utan við Snæfellsnes. Það var þó léleg afkoma af þessu. Hval- irnir fóru að færa sig lengra til hafs. Lengra þurfti að sigla eftir þeim og olían kostaði sitt. Samkeppnin var líka orðin svo mikil frá Reykjavík þegar hvalaskoðun hófst þaðan. Við hættum því og seldum bátinn 2005. Eftir það höfum við einbeitt okkur að rekstri Baldurs og svo siglingum með ferðamenn héðan frá Stykkis- hólmi.“ Sneru útgerð Baldurs til betri vegar Þá komum við einmitt að aðkomu Péturs og Svanborgar að útgerð flóabátsins Baldurs á Breiðafirði. Pétur útskýrir það í stuttu máli. „Útgerð Baldurs var ríkisfyrirtæki. Hið opinbera rak hann að öllu leyti og borgaði með skipinu. Svo var þetta boðið út haustið 2000 á þeim forsendum að einhverjir tækju við rekstrinum en leigðu skipið af rík- inu. Við lögðum inn tilboð, hreppt- um hnossið ef svo má segja og höf- um séð um reksturinn frá janúar 2001 þar til nú. Við sáum fljótt að það væri hægt að hafa miklu meira upp úr þessum siglingum. Þáver- andi skip sem upphaflega var smíð- að á Akranesi bauð bara ekki upp á slíkt. Við suðuðum í ríkinu að kaupa stærra skip en það var ekki vilji til þess. Ríkið vildi hætta þessum sigl- ingum. Árið 2005 buðum við rík- inu að við keyptum bara nýtt skip, ættum það og rækjum þetta sjálf. Á það var fallist. Við keyptum þann Baldur sem var á undan þeim sem nú er. Þá fór útgerðin á Baldri að ganga vel. Ríkisgreiðslurnar voru lækkaðar. Nú eru þær bara yfir vet- urinn og aðeins fjórðungur þess sem þær voru þegar við tókum við þessu. Annars rekum við þetta al- farið á okkar reikning. Reksturinn á Baldri hin síðari ár hefur verið að halda fyrirtækinu vel uppi. Í vetur keyptum við nýjan Baldur frá Nor- egi, reyndar notað skip, en það er að koma mjög vel út.“ Samhliða rekstri ferjunnar Bald- urs yfir Breiðafjörð milli Stykk- ishólms, Flateyjar og Brjánslækj- ar héldu þau áfram að halda úti skemmtiferðum með ferðamenn. Nú eru þær farnar á báti sem heit- ir Særún. Hún er tvíbytna eins og Brimrún. „Fjárhagslega séð hafa þessar siglingar gengið þokkalega. Reksturinn á Særúnu skilar góð- um samlegðaráhrifum með útgerð Baldurs. Á veturna getum við til dæmis notað sama mannskap á bæði skipin. Vetrarferðir hafa alltaf ver- ið að aukast í skoðunarsiglingun- um. Særún er nú gerð út allt árið nema rétt í svartasta skammdeginu í desember og janúar. Svo fáum við aukafólk á sumrin.“ Í dag er líklega leitun að reyndara fólki í rekstri farþegasiglinga hér á landi en þeim Pétri og Svanborgu. Pétur segir að þar gildi ein megin- regla ef reksturinn eigi að borga sig. „Menn hafa oft hringt í mig í gegn- um tíðina til að leita ráða varðandi farþegasiglingar. Ég hef alltaf sagt þeim að þetta gangi ekki nema bát- arnir séu nógu stórir og geti tekið marga farþega. Litlir bátar bera sig ekki í þessu. Við sáum aldrei neinn aur í þessum rekstri fyrr en við vor- um komin með þessa stóru báta. Það verður að taka þetta á fjöldan- um því fasti kostnaðurinn við báta er svo hár. Það eru gjöld, viðhald og olía og síðan þarf að manna þá.“ Skipstjórinn gaf brjóst í kvenfélagsferð Rekstur Eyjaferða og síðan Sæ- ferða hefur ávallt borið keim af því að vera fjölskyldufyrirtæki þó svo að margir aðrir kæmu þar að bæði sem hluthafar og starfsmenn. „Krakk- arnir okkar eru búnir að vera með okkur í þessu meira og minna í gegnum árin, sérstaklega tvö þeirra. Siggeir, næstelsti sonur okkar, hef- ur verið með frá unga aldri. Lára Hrönn dóttir okkar, sem er yngst systkinanna, var skipstjóri hjá okk- ur í nokkur ár á Særúnu en síðustu árin hefur hún einungis siglt lítil- lega í afleysingum, enda komin með þrjú börn. Þeim þótti nú ekki ama- legt kvenfélagskonunum sem fóru með okkur ferð og hún var ófrísk sem skipstjóri og með barn á brjósti. Hún tók barnapíuna með og barn- ið. Þetta var veisluferð þar sem mat- ur var veittur um borð. Á meðan konurnar borðuðu gaf skipstórinn barninu brjóst og barnapían sem var barnabarn okkar fór í þjónustu- störfin á meðan. Þeim þótti þetta eftirminnilegt. Hún er nú flutt til Bandaríkjanna og býr í Seattle en hefur komið hingað til að leysa af. Á tímabili í fyrra þegar hún var með skipið voru konur bara í áhöfn þar. Vélstjórinn var líka kona sem og hinar í áhöfninni,“ segir Svanborg. Eimskip taka við keflinu Minningarnar eru margar eftir at- vinnurekstur sem spannar rúma fjóra áratugi. Nú hillir undir lok- in. Í byrjun maí bárust þær fregn- ir að Eimskip væri búið að kaupa allt hlutafé Sæferða. „Það fer allt með. Við seljum bæði skipin, alla aðstöðu, viðskiptavild og hvaðeina. Stærsti hlutinn af starfsmönnunum heldur áfram. Það erum bara við og okkar venslafólk sem hætta. Við átt- um 26% í fyrirtækinu nú þegar við hættum og erum mjög ánægð að geta selt þetta svona alveg,“ segir Pétur. Hann segir að ýmsir aðilar hafi leitað kaupa á Sæferðum í ein þrjú ár. „Eimskip hefur áður komið að mál- inu en þá vildum við ekki selja. Svo hafa lífeyrissjóðir verið að skoða að kaupa fyrirtækið en þar hefur fram- tíðarsýnin verið sú að selja það svo aftur síðar. Okkur þótti það ekki gott. Við ákváðum svo að taka nýju tilboði frá Eimskipum. Það er fyrir- tæki sem er í flutningum og Sæferðir ættu að passa vel inn í þeirra rekstur til framtíðar. Starfsmenn Eimskipa búa yfir mikilli þekkingu á flutning- um og rekstri skipa. Ég sé það fyr- ir mér að Sæferðir séu nú í góðum höndum. Fyrirtækið er í ágætum rekstri. Síðustu fjögur ár hafa allar áætlanir staðist og gott betur. Nú í sumar eru nærri helmingi meiri fyr- irframbókanir en hafa nokkurn tím- ann verið í ævintýrasiglingarnar og veisluferðirnar sem við höfum ver- ið að selja um Breiðafjörð. Þær eru mikið að sækja í sig veðrið. Rekstur Baldurs gengur vel enda hafa umsvif í atvinnulífi á sunnaverðum Vest- fjörðum aukist undanfarið. Vetur- inn varð mun betri en við áætluð- um þrátt fyrir erfitt tíðarfar. Núna er svo Breiðafjörður að fara inn á heimsminjasvæði Unesco. Þá verð- ur fjörðurinn miklu þekktari en áður sem ferðamannaparadís og hálfgerð- ur þjóðgarður.“ Allt hefur sinn tíma Pétur segist þeirrar skoðunar að það sé komin tími á þau hjón til að hætta og fara að gera eitthvað annað. „Ég verð sjötugur á næsta ári. Við erum búin að vera í þessum rekstri í 30 ár og ég er búinn að vera á sjó síð- an ég fór að geta unnið. Það er búin að vera mikil binding yfir þessu hjá okkur. Auðvitað langar mann til að gera eitthvað annað. Svo hef ég átt við ákveðin veikindi að stríða þó ég sé nú allur að braggast eftir að hafa farið í hjartaaðgerð nú í vetur. En lífið er bara ákveðið langt. Þó mað- ur eigi kannski að vinna eins lengi og maður getur þá er líka ágætt að gera eitthvað annað.“ Það er ekki annað að sjá en Svan- borg taki undir þetta með eigin- manni sínum þar sem þau sitja saman í sófanum á heimili þeirra við Land- eyjarsund í Stykkishólmi. „Nú kom- umst við kannski í fyrsta sinn í sum- arfrí. Það verður þó ekki í húsbíl. Við erum búin að prófa slíkt faratæki og læknuðumst alveg af áhuganum á því. Ég held það sé miklu ódýrara og betra að kaupa sér bara hótelgistingu og láta stjana við sig þegar maður fer í frí. Þá getur maður bara keyrt um án þess að vera nánast með búslóð- ina með sér,“ segir hún kankvís á svip og lítur á mann sinn. „Mínar taugar eru algerlega hér í Breiðafirði. Við kveðjum þetta sátt,“ slær skipstjór- inn föstu. Svanborg samsinnir því. mþh Fiskibáturinn Sif SH 3 sem Pétur og Svanborg gerðu út til fjölda ára. Sæfari SH. Með þessum báti hófst farþegaflutningaævintýri þeirra hjóna. Frá því úterð hans hófst árið 1985, fyrir 30 árum, höfðu bátar og skip á vegum þeirra hjóna alls flutt 935.864 farþega talið nú í lok apríl. Sæfari sést hér á vagni um borð í flóabátnum Baldri. Seinna áttu Pétur og Svanborg eftir að taka við þeirri útgerð. Þegar Sæferðir festu kaup á þessum Baldri fór útgerð flóabátsins yfir Breiðafjörð að ganga vel. Skipið var selt til Grænhöfðaeyja í vetur. Tvíbytnurnar Brimrún og Særún. Sú fyrri hefur nú verið seld en Særún er enn í fullum rekstri. Núverandi flóabáturinn Baldur sem keyptur var frá Noregi í vetur. Sjómannadagurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.