Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ
Sjómannadagurinn
Búið er að opna Fiskbókina. Hún
er rafræn bók með fjölbreytt-
um fróðleik um helstu nytjafiska.
Þar má telja upplýsingar um veiði
þeirra, svo sem veiðisvæði, á hvaða
árstíma þeir veiðast og helstu veið-
arfæri. Með þessari rafrænu út-
gáfu Fiskbókarinnar er mögulegt
að koma á framfæri margvísleg-
um upplýsingum um fisk og fisk-
afurðir, fræðslu og rannsóknir sem
þeim tengjast með mun skilvirkari
og fjölbreyttari hætti en hægt er í
prentaðri bók.
Fiskbókin er unnin í samstarfi
við Íslandsstofu, Samtök fyrirtækja
í sjávarútvegi (SFS), og Iceland
Seafood International með stuðn-
ingi AVS rannsóknasjóðs í sjávar-
útvegi. Fiskbókin er önnur í röð
rafrænna bóka frá Matís en áður
hafði Kjötbókin verið sett í loftið.
Slóðin á Fiskbókina er www.fisk-
bokin.is.
mþh
Þær eru þrjár konurnar hér á landi
sem hafa þann starfa að vera hafn-
arverðir. Þeirra hlutverk er, eins og
annarra hafnarvarða, að vigta sjávar-
afla og sjá um ýmis þau störf sem til
falla við hafnir landins. Eina konan
í starfi hafnarvarðar hjá Snæfellsbæ
er Hafrún Ævarsdóttir en hún seg-
ir að auk þess séu konur hafnarverð-
ir í Grundarfiði og á Skagaströnd en
Hafrún segir þó ekkert stéttarfélag
kvenna í hafnarvörslu vera til ennþá.
Fínt að vinna
með þessum körlum
„Ég kann vel við þetta starf hér inn-
an um alla karlana sem starfa hér
og koma í vigtarhúsin,“ segir Haf-
rún. „Þetta er mjög fínt. Ég vann á
leikskóla, þar var styttri vinnutími,
meira at og svolítið drama. Þreytan
sagði til sín þegar maður kom heim.
Áður vann ég frystihúsi. Það var fínt
því þar var maður bara með heyrnar-
tól á hausnum með tónlist allan dag-
inn en launin voru skítleg og vinnu-
tíminn endalaus. Svo kom ég hing-
að. Það er fínt að vinna með þessum
körlum, aldrei vesen, ekkert drama
og allir segja bara; „já elskan mín.“
Svo er líka enginn dagur eins. Við
þurfum stundum að finna okkur eitt-
hvað að gera, þrífa, skipta um ljós-
in í stigunum á bryggjunum, lag-
færa og skipta um fríholtin á bryggj-
unum. Ég er sennilega lélegust í að
laga kaffi, sem nóg verður að vera til
af hér, því hingað eru alltaf að koma
einhverjir karlar í kaffi. Stundum eru
þeir komnir áður en ég næ að laga
kaffi og það er ekki gott. Þetta eru
skemmtilegir náungar sem koma
hingað. Mikið talað og margar sög-
ur eru sagðar.“
Fer á löggildingar-
námskeið bráðum
Hafrún sinnir sínum störfum í Rifi,
á Arnarstapa og í Ólafsvík. „Ég byrj-
aði í þessu í júní í fyrra og var fram
í nóvember. Svo vantaði aftur af-
leysingar hérna í febrúar og ég kom
hingað en veit ekki enn hvort ég fæ
fastráðningu eða ekki. Hafrún er enn
með undanþágu frá löggildingu vigt-
armanns en frá því hún byrjaði hef-
ur ekki verið haldið námskeið fyr-
ir vigtarmenn. „Ég fer núna í júní á
næsta námskeið sem verður haldið.
Ég hef bara mjög gaman af þessu og
ég heyri ekki annað en karlarnir séu
ánægðir með mig hérna. Meðan svo
er, verð ég hérna,“ segir Hafrún.
hb
V M - F é l a g v é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a - S t ó r h ö f ð a 2 5 - 1 1 0 R e y k j a v í k - 5 7 5 9 8 0 0 Landsfélag í vél- og málmtækni
VM- Félag vélstjóra og málmtæknimanna óskar sjómönnum
og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn
Sjómannadagurinn
Fiskbókin
hefur verið
opnuð á netinu
Svona er forsíða hennar á netinu.
Það er gaman að vera hafnarvörður
-segir Hafrún Ævarsdóttir hafnarvörður í Snæfellsbæ
Löndun í gangi. Ljósm. af.
Hafrún lætur fara vel um sig í nýju og glæsilegu hafnarhúsi í Rifi.