Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 71

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 71
71MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Stærðir 38–58 Flott föt, fyrir flottar konur CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA SÓLVARNARGLER OG ÚTSÝNI Í SKJÓLI ispan@ispan.is • ispan.is Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is S k a g a s t ú l k - ur hófu leik- tímabilið af krafti þegar þær höfðu sig- ur á Augnabliki í fyrsta leik fyrstu deildar kvenna á Akra- nesvelli á mið- vikudagskvöld- ið. Unnur Ýr Haraldsdóttir, fyrirliði ÍA, skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu. Eins og kom fram í samtali Skessuhorns við Þórð Þórðarson þjálfara á dögunum er mikill hug- ur í liðinu fyrir komandi sumar og stefnan sett á að leika í deild þeirra bestu á næsta ári. Nefndi Þórður þá að ásamt Augnabliki og HK/Vík- ingi teldi hann ÍA liðið eitt af sterk- ustu liðum A riðilsins. Sigurinn í gær gæti því reynst mikilvægur í lok leiktíðar, ef þetta reynast verða lið- in sem ÍA keppir við um þátttöku í úrslitakeppni um sæti í efstu deild að ári. Þær Morgan Glick og Meg- an Dunningham voru báðar í byrj- unarliði Skagakvenna í leiknum en þær komu til landsins aðeins um tveimur sólarhringum fyrir leik. Næsti leikur Skagakvenna verður í Borgunarbikarnum gegn sameig- inlegu liði Þórs/KA norður á Ak- ureyri föstudaginn 5. júní. Næsti deildarleikurinn verður síðan 13. júní gegn HK/Víkingi á Akranes- velli. kgk Sigur í fyrsta leik Skagakvenna Hinir ungu og efnilegu leikmenn ÍA, Albert Hafsteinsson og Þórð- ur Þorsteinn Þórðarson, skrifuðu í síðustu viku undir nýjan samn- ing við ÍA sem gildir til ársloka 2017. Báðir hafa þeir vaxið mik- ið sem leikmenn á undirbúnings- tímabilinu og unnið sér sæti í byrjunarliðinu á síðustu vikum. „Það er því mikið ánægjuefni að hafa framlengt samninga þessara uppöldu Skagastráka um 2 ár og bindur félagið miklar vonir við þá í framtíðinni,“ segir í tilkynningu frá KFÍA. Meðfylgjandi mynd var tekin af Alberti, Þórði og Haraldi Ingólfssyni, framkvæmdastjóra KFÍA, eftir undirritun samning- anna. mm/ Ljósm. kfia.is Albert og Þórður framlengja samninga sína við ÍA Kári mætti Völsungi frá Húsavík í þriðju umferð þriðju deildar karla í knattspyrnu í Akraneshöllinni á laugardag. Káramenn höfðu yfir- höndina mestallan leikinn og komust yfir strax á fjórðu mínútu með marki Arnars Þórs Hafsteinssonar. Ólafur Valur Valdimarsson, sem leikur með Kára á láni frá ÍA, bætti öðru marki við úr víti á 23. mínútu. Aðeins fjór- um mínútum síðar var annað víti dæmt og þá voru það Völsungar sem stigu á punktinn og minnkuðu muninn. Það dugði þó skammt því áður en flautað var til hálfleiks skor- aði Sverrir Mar Smárason fyrir Kára og Völsungar gerðu sjálfsmark. For- ysta Káramanna í hálfleik því sann- færandi, fjögur mörk gegn einu. Á 65. mínútu minnkuðu Húsvík- ingar muninn á nýjan leik og aft- ur úr vítaspyrnu. Þeir pressuðu stíft síðustu 20 mínútur leiksins en Kára- menn vörðust vel og fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Lokatölur í Akraneshöllinni því 4-2, Kára í vil. Úrslitin þýða að Káramenn sitja í þriðja sæti riðils síns með sjö stig eftir þrjá leiki. Næsti deildarleikur liðsins verður gegn Magna norður á Grenivík laugardaginn 13. júní en Magni er í öðru sæti riðilsins með jafn mörg stig og Kári en aðeins betri markatölu. Í gær ferðuðust Káramenn aust- ur á firði og mættu Fjarðabyggð í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla en sá leikur var ekki hafinn þegar Skessuhorn fór í prentun. kgk Kári lagði Völsung í Akraneshöllinni Byrjunarlið Kára sem lagði Völsung í Akraneshöllinni síðastliðinn laugardag. Ljósm. fengin af facebook-síðu Knattspyrnufélags Kára. Skagamenn gerðu sér ferð í Graf- arvoginn á sunnudagskvöldið og mættu Fjölni í sjöttu umferð úr- valsdeildar karla í knattspyrnu. Garðar Gunnlaugsson lék ekki með liði Skagamanna en hann fór meiddur af velli í leiknum á móti Breiðabliki og talið að hann verði frá keppni í þrjár til fjórar vikur. Bæði lið mættu nokkuð ákveðin til leiks, pressuðu á hvort annað og á 15. mínútu slapp Þórir Guðjóns- son einn innfyrir vörn ÍA en Árni Snær gerði vel í markinu og varði í horn. Eftir hornspyrnuna mynd- aðist mikil þvaga inni á vítateig Skagamana og endaði með því að Bergsveinn Ólafsson náði að pota boltanum í markið, 1-0 Fjölni í vil. Nokkurt jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en leikurinn var fremur daufur og lítið um hættuleg marktækifæri. Heimamenn í Fjölni komu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, sóttu stíft og fengu nokkur færi en alltaf strönduðu að- gerðir þeirra á Árna Snæ í mark- inu. Hlutirnir gerðust hratt og þeg- ar tíu mínútur voru liðnar af síð- ari hálfleik fengu Skagamenn gott færi til að jafna leikinn. Jón Vilhelm Ákason átti þá skalla að marki eft- ir góða sókn en markvörður Fjölnis- manna varði glæsilega. Það var svo á 63. mínútu að Ragnar Leósson, sem áður lék með ÍA, átti langa sendingu upp völlinn sem skoppaði yfir vörn- ina. Þar kom Þórir Guðjónsson sem potaði boltanum í netið og jók for- ystu heimamanna í 2-0. Skagamönnum gekk illa að kom- ast í takt við leikinn eftir annað mark Fjölnis, þeir fengu nokkur hálffæri sem ekki nýttust. Í uppbótartíma tók Eggert Kári boltann viðstöðulaust á lofti eftir fyrirgjöf en markvörður Fjölnis varði stórkostlega. Reyndist það vera síðasta sókn leiksins og úr- slit í Grafarvoginum því 2-0, Fjölni í vil. Úrslitin þýða að ÍA liðið situr í 11. sæti deildarinnar með fjögur stig eft- ir sex leiki. Næsti leikur liðsins verð- ur einnig gegn Fjölni, en þá í Borg- unarbikarnum. Sá leikur verður leik- inn á Akranesvelli í dag, miðvikudag- inn 3. júní. Í næsta deildarleik mæta þeir hins vegar Fylki, sunnudaginn 7. júní, einnig á Akranesvelli. kgk ÍA tapaði í Grafarvoginum Það var nóg að gera hjá Árna Snæ í markinu þegar Skagamenn mættu Fjölni. Hann átti nokkrar glæsilegar markvörslur og hélt liðinu inni í leiknum á tímabili. Því miður reyndist það ekki nóg og Skagamenn þurftu að sætta sig við 2-0 tap. Norðurálsvöllur Allir á völlinn ÍA – Fjölnir Miðvikudaginn 3.júní kl. 19:15 Mætum og styðjum strákana til sigurs í bikarnum! ÍA – Fylkir Sunnudaginn 7. Júní kl. 19:15 Trommusveitin mætir á völlinn og heldur uppi stuðinu. Mætum öll gul og glöð. SK ES SU H O R N 2 01 5 Aðalstyrktaraðili leiksins er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.