Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ
Blaðamaður Skessuhorns var stadd-
ur á Reykhólum í liðinni viku og
leit inn í verslun þorpsins, sem ber
nafnið Hólabúð. Rekstur verslun-
arinnar hófst í vor og er í höndum
hjónanna Reynis Þórs Róbertsson-
ar og Ásu Fossdal. Áður en þau opn-
uðu í vor hafði engin verslun verið
á Reykhólum frá áramótum. „Það
hefur gengið nokkuð vel. Við erum
alltaf að bæta við vörurnar og versl-
unin er að taka á sig mynd. Viðtök-
urnar hafa verið mjög góðar,“ sagði
Reynir þegar blaðamaður spurði
hann hvernig hefði gengið það sem
af er. „Við erum alltaf að læra bet-
ur á hvað fólk vill og viðskiptin allt-
af að aukast. Sem er bara jákvætt,
því eftir því sem þau aukast fáum
við lægra verð frá birgjum og vöru-
verðið lækkar,“ bætir hann við.
Þau Reynir og Ása hafa brydd-
að upp á þeirri nýbreytni í verslun
á Reykhólum að bjóða upp á súpu
dagsins og heimabakað brauð. Er
hún fáanleg allan daginn á meðan
birgðir endast. „Því hefur almennt
verið tekið mjög vel en útlending-
arnir sem hingað koma eru sérstak-
lega hrifnir af því. Það er bæði hægt
að borða súpuna hér eða taka hana
með og borða annars staðar,“ seg-
ir Reynir.
Þegar þau hjónin hófu rekstur
fluttust þau búferlum frá Njarð-
vík vestur á Reykhóla og bera þau
nýju sveitungum sínum vel sög-
una. „Okkur líkar rosalega vel, hér
er gott að vera. Fólkið er yndislegt
og allir mjög hjálpsamir. Við þekkt-
um engan áður en við komum en
hér virðast allir tilbúnir að aðstoða
hvern annan,“ segir Reynir. „Ég vil
þakka öllum fyrir þær góðu viðtök-
ur sem bæði versluninni og okkur
sjálfum hafa verið veittar og minni
sveitunga á að fylgjast með tilboð-
um á facebook-síðunni okkar“ segir
Reynir að lokum, glaður í bragði.
kgk
Rekstur Hólabúðar fer vel af stað
Hjónin Reynir Þór Róbertsson og Ása Fossdal hófu rekstur Hólabúðar á
Reykhólum í vor. Þessar bráðhuggulegu prjónadúkk-
ur á myndinni eru hönnun Öldu Vil-
hjálmsdóttur, formanns Rauða kross-
ins á Akranesi. Alda hefur prjónað
þær ásamt prjónahópi RKA. Dúkk-
urnar eru handprjónaðar úr íslenskri
ull; konurnar klæddar upphlut en
karlarnir íslenskri lopapeysu. Hver
dúkka er einstök og ber sitt eigið
heiti og því engin eins, en upplýs-
ingar fylgja með á íslensku, ensku og
þýsku.
„Við óskum jafnframt eftir stöðum
og/eða fólki sem vill taka að sér að
selja dúkkurnar, en salan þarf að vera
unnin í sjálfboðavinnu. Dúkkan kost-
ar 3.500 kr. og parið 6.000 kr. Einn-
ig má panta dúkku með því að senda
póst til akranes@redcross.is,“ segir í
tilkynningu frá RKÍ á Akranesi. Öll
vinna við dúkkurnar er unnin í sjálf-
boðavinnu og engu kostað til hráefn-
is. Allt söluandvirðið rennur óskipt
til starfs RKA. mm
RKÍ selur einstakar prjónadúkkur
Erla Kristjánsdóttir jógakennari í
Borgarnesi var með vikulega jóga-
tíma fyrir eldri borgara í vetur. Ann-
ars vegar var hún með tíma í félags-
sal eldri borgara við Borgarbraut
65a og hins vegar á dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Brákarhlíð. Tímarnir
vöktu mikla lukku og að sögn Erlu
fór mætingin langt fram úr björtustu
vonum. Upphaflega var haft sam-
band við Erlu frá Félagi eldri borg-
ara í Borgarnesi en Borgarbyggð og
Brákarhlíð styrktu verkefnið. „Þetta
hefur gengið alveg svakalega vel.
Mér var sagt að það yrðu svona tíu
til tólf manns sem myndu mæta í sal
eldri borgara en í fyrsta tímanum
mættu 29. Ég þurfti að bæta við fullt
af stólum, þetta var algjör sprengja.
Eftir það mættu alltaf fleiri en 20,“
segir hún. „Þau sögðu reyndar að
þeim hefði ekki litist vel á þetta í
upphafi og fannst margt skrítið og
framandi. En forvitnin og hvatning
annarra dreif þau áfram og á endan-
um vildu þau ekki missa úr tíma. Ég
sagði að það væri ekkert að marka að
mæta í einn eða tvo tíma, það verð-
ur að koma í nokkra tíma til að sjá
hvernig þetta er.“
Geta eldra fólks
vanmetin
Æfingarnar henta eldra fólki vel að
sögn Erlu en hún segir það vanmetið
hvað eldra fólk getur í raun og veru
hreyft sig mikið. „Allar æfingarn-
ar eru á stólum en stóllinn er auð-
vitað svolítið afmarkaður. En maður
nær þó að losa um axlirnar og rétta
hendur, losa um úlnlið og ökkla til
að pumpa blóðrásarkerfið og fá hita
í fæturna. Það er lögð mikil áhersla
á djúpöndun í jóga og við gerum
hinar ýmsu öndunaræfingar. Svo
styrkjum við hnén, lyftum fótum og
styrkjum mjóbakið. Það er ótrúlega
margt hægt að gera sem getur styrkt
mann,“ útskýrir Erla. Hún bætir því
við að unnið sé að því að liðka lík-
amann og vinna á bólgum, til dæm-
is í öxlunum sem hrjá marga. „En
við pínum okkur ekkert áfram. Það
er ekki markmið að finna til, heldur
að vera í flæðinu og vinna það þann-
ig. Þau finna mun á vöðvabólgunni
eftir nokkra tíma enda er hreyft við
öxlunum þannig að blóðflæði auk-
ist til höfuðsins. Svo stöndum við
auðvitað upp líka,“ bætir hún við.
Erla segir æfingarnar í salnum að-
eins meira krefjandi en þær sem eru
í Brákarhlíð.
Harður húsbóndi
Erla segir þá sem tekið hafa þátt í
vetur hafa haft orð á því að tímarnir
væru að gera þeim gott. „Til dæm-
is að teygjurnar væru mjög góðar og
eins slökunin. Það kom einhverjum
á óvart að jafnvægið væri farið og að
þau ættu erfitt með að standa á öðr-
um fæti. En það hefði styrkst í vetur
enda æfðu margir sig heima. Mörg
ætluðu að reyna að halda sér við í
sumar og anda til að vera klár næsta
haust.“ Hún segir heimilisfólkið í
Brákarhlíð einnig hafa tekið miklum
framförum í vetur. Þar hefðu sumir
ekki tekið mikinn þátt í önduninni
en hún hafi fundið mikinn mun eftir
veturinn. „Þau eru orðin mun virk-
ari að anda djúpt að sér og lengja
fráöndunina. Eins voru þau farin
að lyfta höndum fyrir ofan höfuðið
sem þau gátu ekki fyrst. Með hænu-
skrefum öðlast fólk meira úthald.
Ég sagði það stundum að það væri
enginn afsláttur fyrir eldri borgara
í tímanum, þeim finnst ég stund-
um harður húsbóndi,“ segir Erla og
hlær.
Hreyfing undirstaða alls
Þátttakendur í jógatímunum hjá
Erlu voru á breiðu aldursbili. Yngstu
þátttakendurnir voru um fimmtugt,
þar sem öryrkjar voru einnig vel-
komnir í tímana. Aldursforsetinn var
fæddur 1927, eldhress og gaf eng-
um eftir. „Mikill meirihluti þeirra
sem mætti voru konur en það voru
nokkrir karlar sem voru duglegir að
koma. Í Brákarhlíð komu þó fleiri
karlmenn, enda almennari þátttaka
þar. Það er ótrúlegt hversu margir
hafa komið í tímana þar í vetur og
Brákarhlíð á heiður skilinn fyrir að
veita heimilisfólkinu þetta tækifæri
til að hreyfa sig,“ segir Erla. Hún
segir alla græða á því, bæði starfs-
fólkið og heimilisfólk. „Þetta hjálpar
þeim að hjálpa sér sjálf, til dæmis við
að klæða sig. Það er bara til bóta og
liðkar til,“ bætir hún við. Aðspurð
að því hvort hún ætlar að endurtaka
leikinn næsta haust segist hún reikna
með því. „Ég stefni algerlega á það.
Þetta hefur verið mjög skemmtilegt
og gefandi. Fólk þarf að vera meðvit-
að um að bæta heilsu sína og hreyfa
sig. Þetta hentar öllum,“ segir hún.
Erla er ekki nýgræðingur í kennslu
á hreyfingu. Hún kenndi spinning
með Gunnu Dan í íþróttahúsinu í
Borgarnesi í 20 ár áður en hún sneri
sér að jógakennslunni. „Mitt aðal-
áhugamál er að hvetja fólk til hreyf-
ingar. Það er svo mikilvægt í lífinu
og er undirstaða alls annars,“ segir
Erla Kristjánsdóttir.
grþ/ljósm. G. Erla Kristjánsdóttir
Hraustlega tekið á því í jógatímum
hjá eldri borgurum í Borgarnesi
Þátttakendur í síðasta jógatímanum voru ánægðir með veturinn.
Allir tímarnir byrja á möntrunni „ong namo guru dev namo“ sem þýðir „ég lít
minni innri og æðri visku“.