Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 23. tbl. 18. árg. 3. júní 2015 - kr. 750 í lausasölu Ljósm. Friðþjófur Helgason Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Er þér annt um hjartað? Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar Á sunnudaginn verður sjómanna- dagurinn haldinn hátíðlegur víða um land. Með Skessuhorni í dag fylgir 40 síðna innblað helgað þess- ari árlegu hátíð sem haldin er ís- lenskum sjómönnum til heiðurs. Lesa má áhugaverð viðtöl við sjó- menn og ýmsa sem tengjast at- vinnugreininni. Meðal annars er rætt við rússneskan fyrrum kaf- bátaliða í Grundarfirði sem gætti Íslands úr undirdjúpunum þeg- ar leiðtogafundurinn var haldinn í Höfða árið 1986. Einnig er talað við sjómannskonu sem hefur rutt brautina í öryggismálum sjómanna á Snæfellsnesi, farsælan línuskip- stjóra í Rifi og sjómannshjónin og frumkvöðlana Pétur Ágústsson og Svanborgu Siggeirsdóttur sem standa nú á tímamótum. Böðvar Jóhannesson stýrimaður á Akranesi lítur um farinn veg, rabbað er við Gunnar Jónsson sjómann og kvik- myndastjörnu og talað við síðasta Færeyinginn í Ólafsvík. Hrakfalla- bálkurinn og sjómaðurinn Eggert Bjarnason á Hellissandi segir frá því hvernig hann virðist eiga fleiri líf en meðal köttur. Gunnar Ólafs- son fæddist á Akranesi fyrir 94 árum, sigldi í stríði og friði og hef- ur verið kvæntur sömu konunni í 71 ár. Hann stýrði meðal annars Eldborg MB um árabil. Hregg- viður Hreggviðsson hóf feril sinn á hvalveiðum en stýrir nú útför- um á Vesturlandi. Vestlenskir sjó- menn fyrr og nú eru fjölbreyttur og litríkur hópur og endurspeglar Sjómannadagsblað Skessuhorns það prýðilega. Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi er tilraunaleikskóli hjá Embætti landlæknis vegna verkefnisins Heilsueflandi leikskóli. Í vor sótti leikskólinn um styrk til lýðheilsusjóðs undir heitinu „Mataræði í leikskóla“ og fékk úthlutað 500.000 krónum til verkefnisins. Í Uglukletti hefur frá fyrstu tíð verði lögð áhersla á fjölbreytt og gott mataræði og að vinna matinn frá grunni. Verkefnið er í stórum dráttum ætlað til þess að bæta þekkingu starfs- fólks og foreldra á næringu og matarvenjum barna. Á myndinni eru félagarnir Tristan og Guðjón að skera ávexti. mm Fjölmennur íbúafundur var haldinn á Akranesi síðastliðið fimmtudags- kvöld. Tilefni hans var beiðni HB Granda um að fá að stækka fisk- þurrkunarverksmiðju Laugafisks sem stendur á Breiðinni á Akranesi. Einnig voru rædd önnur stækkun- ar- og hagræðingaráform fyrirtæk- isins til að koma fastari fótum und- ir starfsemi þess á hafnarsvæði bæj- arins. Frummælendur voru Einar Brandsson bæjarfulltrúi og formað- ur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness, Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda, Guðjón Jóns- son efnaverkfræðingur og Hörður Helgason talsmaður íbúasamtak- anna Betri byggð. Margir bæjarbú- ar hafa látið í ljós óþol vegna lyktar frá fiskþurrkun Laugafisks. Á fund- inum fullyrti Hörður að fólk forð- ist nú búsetu á stórum hluta gamla bæjarins vegna lyktarmengunar. Hús séu óseljanleg og drabbist nið- ur. Hann upplýsti að nú væru ung hjón sem nýverið fluttu til bæjar- ins frá Reykjavík og keyptu húseign í gamla bæjarhluta Akraness að reyna að fá kaupsamningi rift. Þau hafist ekki við vegna ólyktar og telja mengunina hafa verið leyndan galla á húseigninni. Á fundinum voru í fyrsta sinn sýndar teikningar af nýrri þurrkverksmiðju Laugafisks á Akranesi og hugmyndir um land- fyllingar við Akraneshöfn. Þetta og margt fleira kom fram á fundinum og má fræðast um í Skessuhorni vikunnar á bls. 14 og 15. mþh/ Ljósm. jho. Lýðheilsu- sjóður styrkir fjölbreytt mataræði Sjómannadagsblað Skessuhorns Skiptar skoðanir um Laugafisk á Akranesi Ljómalindarkonur óska sjómönnum til hamingju með daginn Minnum á nýja staðsetningu að Brúartorgi 4 Verðum með opið á sjómannadaginn sem og alla aðra daga í sumar milli 11 – 18 Verið velkomin SK ES SU H O R N 2 01 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.