Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Síða 1

Skessuhorn - 03.06.2015, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 23. tbl. 18. árg. 3. júní 2015 - kr. 750 í lausasölu Ljósm. Friðþjófur Helgason Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Er þér annt um hjartað? Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar Á sunnudaginn verður sjómanna- dagurinn haldinn hátíðlegur víða um land. Með Skessuhorni í dag fylgir 40 síðna innblað helgað þess- ari árlegu hátíð sem haldin er ís- lenskum sjómönnum til heiðurs. Lesa má áhugaverð viðtöl við sjó- menn og ýmsa sem tengjast at- vinnugreininni. Meðal annars er rætt við rússneskan fyrrum kaf- bátaliða í Grundarfirði sem gætti Íslands úr undirdjúpunum þeg- ar leiðtogafundurinn var haldinn í Höfða árið 1986. Einnig er talað við sjómannskonu sem hefur rutt brautina í öryggismálum sjómanna á Snæfellsnesi, farsælan línuskip- stjóra í Rifi og sjómannshjónin og frumkvöðlana Pétur Ágústsson og Svanborgu Siggeirsdóttur sem standa nú á tímamótum. Böðvar Jóhannesson stýrimaður á Akranesi lítur um farinn veg, rabbað er við Gunnar Jónsson sjómann og kvik- myndastjörnu og talað við síðasta Færeyinginn í Ólafsvík. Hrakfalla- bálkurinn og sjómaðurinn Eggert Bjarnason á Hellissandi segir frá því hvernig hann virðist eiga fleiri líf en meðal köttur. Gunnar Ólafs- son fæddist á Akranesi fyrir 94 árum, sigldi í stríði og friði og hef- ur verið kvæntur sömu konunni í 71 ár. Hann stýrði meðal annars Eldborg MB um árabil. Hregg- viður Hreggviðsson hóf feril sinn á hvalveiðum en stýrir nú útför- um á Vesturlandi. Vestlenskir sjó- menn fyrr og nú eru fjölbreyttur og litríkur hópur og endurspeglar Sjómannadagsblað Skessuhorns það prýðilega. Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi er tilraunaleikskóli hjá Embætti landlæknis vegna verkefnisins Heilsueflandi leikskóli. Í vor sótti leikskólinn um styrk til lýðheilsusjóðs undir heitinu „Mataræði í leikskóla“ og fékk úthlutað 500.000 krónum til verkefnisins. Í Uglukletti hefur frá fyrstu tíð verði lögð áhersla á fjölbreytt og gott mataræði og að vinna matinn frá grunni. Verkefnið er í stórum dráttum ætlað til þess að bæta þekkingu starfs- fólks og foreldra á næringu og matarvenjum barna. Á myndinni eru félagarnir Tristan og Guðjón að skera ávexti. mm Fjölmennur íbúafundur var haldinn á Akranesi síðastliðið fimmtudags- kvöld. Tilefni hans var beiðni HB Granda um að fá að stækka fisk- þurrkunarverksmiðju Laugafisks sem stendur á Breiðinni á Akranesi. Einnig voru rædd önnur stækkun- ar- og hagræðingaráform fyrirtæk- isins til að koma fastari fótum und- ir starfsemi þess á hafnarsvæði bæj- arins. Frummælendur voru Einar Brandsson bæjarfulltrúi og formað- ur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness, Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda, Guðjón Jóns- son efnaverkfræðingur og Hörður Helgason talsmaður íbúasamtak- anna Betri byggð. Margir bæjarbú- ar hafa látið í ljós óþol vegna lyktar frá fiskþurrkun Laugafisks. Á fund- inum fullyrti Hörður að fólk forð- ist nú búsetu á stórum hluta gamla bæjarins vegna lyktarmengunar. Hús séu óseljanleg og drabbist nið- ur. Hann upplýsti að nú væru ung hjón sem nýverið fluttu til bæjar- ins frá Reykjavík og keyptu húseign í gamla bæjarhluta Akraness að reyna að fá kaupsamningi rift. Þau hafist ekki við vegna ólyktar og telja mengunina hafa verið leyndan galla á húseigninni. Á fundinum voru í fyrsta sinn sýndar teikningar af nýrri þurrkverksmiðju Laugafisks á Akranesi og hugmyndir um land- fyllingar við Akraneshöfn. Þetta og margt fleira kom fram á fundinum og má fræðast um í Skessuhorni vikunnar á bls. 14 og 15. mþh/ Ljósm. jho. Lýðheilsu- sjóður styrkir fjölbreytt mataræði Sjómannadagsblað Skessuhorns Skiptar skoðanir um Laugafisk á Akranesi Ljómalindarkonur óska sjómönnum til hamingju með daginn Minnum á nýja staðsetningu að Brúartorgi 4 Verðum með opið á sjómannadaginn sem og alla aðra daga í sumar milli 11 – 18 Verið velkomin SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.