Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Hann er borinn og barnfædd- ur Breiðfirðingur. „Ég er fæddur í Flatey og bjó þar til sex ára aldurs. Þá flutti ég hingað í Hólminn með foreldrum mínum og hef verið hér síðan,“ segir Pétur Ágústsson skip- stjóri og útgerðarmaður í Stykkis- hólmi. Hún er af Suðurlandi. „Ég er frá Baugsstöðum í Flóa þar sem rjómabúið er. Þar var ég heimasæta. Ég ólst upp í grennd við Knarrarós- vita og brimið á suðurströndinni,“ segir eiginkona hans Svanborg Sig- geirsdóttir. Hún er kennari, hús- móðir og hefur staðið með manni sínum í öllum þeirra atvinnurekstri. Óhætt er að segja þau Pétur og Svan- borg séu sannir frumkvöðlar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þau hófu sinn búskap í Stykkishólmi árið 1970 með tvö rúm, hálfa kommóðu og örlítið í sparimerkjum. Á starfs- ferli sínum hafa þau rutt brautir bæði í sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Þau hafa eignast tvo syni, tvær dætur og hóp barnabarna. „Strákarnir fæddust 1970 og 1973. Svo komu stelpurnar 1979 og 1981,“ segir Svanborg. Nú, 45 árum eftir að þau gengu í hjóna- band, standa þau á tímamótum. Við settumst niður á dögunum með Pétri og Svanborgu og rifjuðum upp feril- inn. Það verður þó aldrei tæmandi. Til þess að gera honum skil þyrfti að skrifa heila bók. Strauk úr sveitinni og fór á sjó Á seinni árum hafa þau hjón helst verið kennd við ferðaþjónustufyr- irtækið Sæferðir sem stundar eink- um siglingar á Breiðafirði. Þetta er þó aðeins hluti af þeirri marg- brotnu athafnasemi þar sem þau hafa átt aðkomu. Þegar litið er yfir farinn veg er þó eitt sem er sameig- inlegt því flestu. Það tengist haf- inu. Þetta kemur ekki á óvart í ljósi þess að Pétur er sjómaður í húð og hár. „Ég hef verið úti á sjó frá því ég var smástrákur. Ég var reynd- ar skikkaður í sveit í Hrísarkoti og var þar einn vorpart en tolldi ekki. Einn daginn labbaði ég bara hingað heim og fór á sjóinn. Þar lauk minni sveitamennsku þar til ég kynntist Svanborgu. Hún var úr sveit og þá varð maður að sýna sig fyrir tengda- pabba og hjálpa til við bústörf eins og heyskap,“ segir Pétur og brosir. „Fimmtán ára gamall byrjaði ég á sjó og þá á reknetaveiðum og ætl- aði að vera kokkur þar. Ég fór svo í Stýrimannaskólann þegar ég hafði aldur til og lauk þaðan farmanna- prófi 1967. Nítján ára gamall varð ég skipstjóri. Þá var ég með bát hér í Stykkishólmi á sumrin á meðan ég var að klára Stýrimannaskólann. Þetta voru stórir bátar sem voru á skaki. Ellefu karlar um borð og við úti þrjá til fjóra daga í einu. Þarna var ég lang yngstur,“ rifjar Pétur upp. Eitt kvöldið á námstímanum í Reykjavík var hið unga skipstjóraefni statt í Þórskaffi að slá sér upp með skólafélögunum. Eftir það kvöld varð ekki aftur snúið. „Við strákarn- ir fórum oft í Þórskaffi eða á Röðul á fimmtudags- og laugardagskvöld- um. Svanborg var við nám í Kenn- araskólanum og var stödd þarna.“ Hálf kommóða og tvö rúm Þarna kynntust þau fyrst, Pétur og Svanborg. Hlutirnir gerðust hratt. „Ég var bara á öðru ári þarna í Kennaraskólanum. Þetta var fjög- urra ára nám og ég lauk því 19 ára gömul. Við gengum í hjónaband þremur dögum eftir að ég útskrif- aðist sem kennari 1970. Við stofn- uðum heimili í Stykkishólmi og átt- um hálfa kommóðu, tvö rúm og ör- lítið í sparimerkjum. Við höfum búið hér síðan. Ég sótti um kenn- arastarf hér en lét jafnframt vita að ég væri kona ekki einsömul. Samt var ég ráðin og starfaði sem kenn- ari í þrjú ár. Þá tók ég mér frí vegna barnauppeldis og sá jafnframt um útgerðarmálin í landi á meðan Pét- ur var á sjónum og til að hugsa um þau næstu sex ár þar á eftir. Fór svo aftur í kennsluna og vann við hana á ný í þrjú ár þegar við keyptum okk- ur hús í smíðum. Svo hætti ég að kenna en fór að stússast æ meir í út- gerðinni. Mér hefur þó alltaf þótt mjög gaman að kenna og nýt þess að segja börnum til. Þannig aðstoða ég oft barnabörnin ef tækifæri gef- ast,“ segir Svanborg. Fyrir ungt og kraftmikið fólk voru næg verkefni í sjávarútveginum í Stykkishólmi á þessum árum. Pétur lýsir útgerðinni; „Árið 1972 fórum við að gera út dæmigerðan vertíð- arbát á þeim tíma. Strax eftir fyrsta árið skiptum við yfir í stærri bát. Ekki vildi þó betur til en aðalvélin í honum hrundi á fyrstu vertíðinni. Árið 1975 keyptum við svo Sif SH 3. Það var um 120 tonna stálbátur og reyndist að mörgu leyti vel. Við áttum hana næstu 15 árin og end- urbættum verulega. Hún fékk nýja aðalvél og ljósavél, var lengd, sett á hana nýtt stýrishús og yfirbyggð. Á Sif vorum við á línu, netum og svo á rekneta- og nótaveiðum eftir síld á haustin. Við stunduðum síldina í átta ár á Austfjörðum, breyttum bátnum þannig að við gátum hætt með rek- netin en veitt með nót í staðinn. Svo veiddum við einnig hörpuskel hér í Breiðafirði. Frá þessum árum hefur mikið breyst í Stykkishólmi. Þarna voru átta eða tíu vertíðarbátar hér af svipaðri stærð og Sif. Í dag er þessi floti horfinn.“ Erilsöm ár í sjávarútvegi Svanborg skýtur því inn að Pétur hafi verið einn af frumkvöðlunum við skelveiðarnar sem voru á tíma mikill útvegur í Stykkishólmi. „Pét- ur var nú mikill uppfinningamað- ur varðandi skelina. Hann tók þátt í þróun skelplóganna og vélvæddi hreinsun á skelinni um borð í bátn- um.“ Pétur viðurkennir að hafa átt að- komu að uppbyggingu á nýtingu þessarar auðlindar í Breiðafirði. „Ég fór til Írlands 1976 og skoðaði vél- ar sem Írarnir notuðu við skelveið- ar. Svo þegar ég kom heim þróaði ég búnað í samvinnu við góða ís- lenska járniðnaðarmenn til að flokka og hreinsa hörpuskelina hér. Það kom brátt í ljós að skelin hjá okkur var mikið léttari en á hinum bátun- um því hún var svo vel þrifin. Þetta var svo tekið upp á öllum hinum bát- unum.“ Á meðan Pétur var á sjó sá Svan- borg um heimilið og allt vafstur sem tilheyrði útgerðinni í landi. Hún varð eins konar framkvæmdastjóri. Það var góður skóli en krefjandi. „Þarna heyrði til tíðinda að konur væru í útgerð. Til dæmis þurfti ég oft að standa í ýmsu sem heita mátti fram- andi fyrir unga húsmóður, svo sem að panta varahluti í vélar og ýmsan tæknibúnað. Pétur sendi boð utan af sjó um það sem vantaði og mitt var að leysa úr því. Mér þótti fúlt að oft þegar ég hringdi suður til að panta eitthvað þá spurðu sölumennirnir mig í þaula um tæknilega hluti þar til þeir gátu rekið mig á gat. Þá klykktu þeir út með því að spyrja mig hve- nær karlinn kæmi þá í land svo þeir gætu talað beint við hann. Mér þótti þetta svo fúlt að ég fór á meiraprófs- námskeið hér í Stykkishólmi, aðal- lega til að læra meira um vélar. Eft- ir það gat ég haft í fullu tré við karl- ana hjá vélaverslununum og um- boðunum. Ég fór að tala sama mál og þeir,“ segir Svanborg. Hún rifjar einnig upp hvernig þetta var á þeim árum þegar enginn var farsíminn og fjarskipti frumstæð samanborið við það sem nú er. „Maður þurfti að fara niður á hafnarvog til að fá fréttirn- ar, heyra hvað vantaði og svo fram- vegis. Það var miðstöðin. Þar var oft líf og fjör því margir komu þangað,“ segir Svanborg. Hún var oft óhrædd að láta skoðanir sínar uppi innan um karlana á ýmsu sem viðkom út- gerð og athafnalífi í Stykkishólmi. Það skilaði henni reyndar því á end- anum að hún var sett í hafnarnefnd bæjarins sem varamaður. Þar varð hún fyrst og ein kvenna. Hún varð einnnig formaður Útvegsmanna- félags Snæfellsness. „Þá vorum við tvær konur á ársþingum Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, ég og Guðrún Lárusdóttir frá Hafn- arfirði. Það var mjög skemmtilegt,“ segir Svanborg og hlær við endur- minninguna. Sjálfur átti Pétur eft- ir að rata í bæjarstjórn þar sem hann sat í tvö kjörtímabil. Hann var einnig formaður hafnarnefndar í ein 16 ár. Færðu sig um set í ferðaþjónustu Þau gerðu Sif SH 3 út í ein 18 ár. „Við seldum bátinn 1990. Okkur hafði þó alltaf gengið ágætlega með útgerðina. Við fiskuðum prýðilega. En kvótakerfið var komið og ferða- þjónustan hjá okkur orðin svo um- svifamikil að maður varð að velja milli þess að vera í því eða halda áfram að stunda fiskveiðar. Síðasta hálfa annað árið var ég með skip- stjóra á fiskibátnum því ég hafði ekki tíma til að sinna því sjálfur,“ segir Pétur. „Við ákváðum að hætta útgerðinni á Sif og fara í ferðaþjón- ustuna. Þetta var áður en menn voru farnir að verðleggja aflaheim- ildir, maður seldi bara bát og hitt fylgdi með og þótti sjálfsagt. Við græddum ekkert á sölunni þann- ig. Gott ef skuldirnar hafi ekki ver- ið aðeins meiri en við fengum fyr- ir útgerðina á sínum tíma. Svo ger- ist það bara þremur til fjórum árum seinna að menn fóru að verðleggja kvótann og hann hækkaði upp úr öllu valdi.“ Hvað sem segja má annars um kvótakerfið þá var það kannski ein- mitt það og hömlur þess fyrir at- hafnasemina sem ýttu þeim hjónum út í ferðaþjónustuna. Pétur vildi ekki sitja auðum höndum í landi. „Þegar kvótinn var búinn á vorin kom fyrir að ég fór einhverja túra með ferða- menn. Ég hafði keypt mér lítinn bát ásamt bróður mínum. Báturinn hét Sæfari og við notuðum hann í frí- stundum. Fólk var að koma og biðja um far með Sæfaranum til að skoða umhverfið hér í nágrenni Stykk- ishólms. Árið 1985 prófuðum við svo að auglýsa hér á Hótel Stykkis- hólmi. Það mætti hringja í okkur ef gestir hefðu áhuga á skemmtisigl- ingum. Þetta fyrsta sumar fórum við með 380 farþega yfir sumarið. Nú í júní eru 30 ár síðan þetta hófst. Fyr- irtækið Eyjaferðir, sem seinna varð Sæferðir, var stofnað í janúar 1986. Við keyptum bátsskrokk og létum gera úr honum skemmtisiglingabát- inn Brimrúnu fyrir ferðamenn sem tók 20 farþega. Fyrsta sumarið gerði rekstraráætlun ráð fyrir 2.000 far- þegum en við fengum alls 2.800.“ Þessi góði árangur kom þægilega á óvart því að á þessum árum var eig- inlega óþekkt í íslenskri ferðaþjón- ustu að farið væri með ferðafólk í skemmtisiglingar. „Það var einn lít- ill bátur í Vestmannaeyjum, ekk- ert í Reykjavík né á Húsavík þar sem hvorutveggja er umfangsmik- ill rekstur í dag. Hvalaskoðun var óþekkt fyrirbæri,“ segir Svanborg. Bátakaup og hótelrekstur Þau hjón sáu þannig fyrir sér mögu- leika á að hasla sér völl í þessari nýju atvinnugrein sem var ferðaþjónust- an. Fyrstu árin var hún þó rekin samhliða útgerðinni á Sif SH. „Við sigldum á Brimrúnu í nokkur ár og bættum reyndar við öðrum litlum báti. Svo fórum við til Noregs vorið 1988 þar sem við keyptum 60 far- þega bát sem við skírðum Hafrúnu. Það þótti alveg rosalegt dæmi þá að okkur skyldi detta þetta í hug. Það væri vonlaust að fylla svona skip af fólki. Við ætluðum reyndar að kaupa 45 manna bát en fundum engan. Við vorum ein í þessu hér á landi og höfðum trú á að þetta gæti gert sig. Við sáum að ferðamönn- um var alltaf að fjölga og þótti það Sjómannshjónin og frumkvöðlarnir Pétur Ágústsson og Svanborg Siggeirsdóttir: „Við kveðjum Sæferðir sátt í huga“ Sjómannshjónin Pétur Ágústsson og Svanborg Siggeirsdóttir líta nú um farinn veg eftir áratugastarf í útgerð, bæði til fisk- veiða og í ferðamennsku. Hér eru þau við viðtöku einnar af mörgum viðurkenningum sem þau hafa fengið fyrir störf sín, Höfðingjanum, verðlaunum ferðaþjónustunnar á Vesturlandi fyrir frumkvöðlastarf. Ljósm. mm. Egilsenshúsið í Stykkishólmi var orðið mjög hrörlegt þegar Pétur og Svanborg hófu endurbyggingu þess. Í dag hýsir húsið Hótel Egilsen, er eitt það glæsilegasta í Stykkishólmi og mikil bæjarprýði sem eftir er tekið. Pétur og Svanborg í Stykkishólmi um það leyti sem þau voru að draga sig út úr sjávarútveginum og hefja störf við ferðaþjónustuna. Sjómannadagurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.