Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 55

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 55
55MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Sjómannadagurinn    Víkurhvarf 5 Stærð palls 2,55 x 8,60 m Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti Weckman flatvagnar / löndunarvagnar Vagnar 6,5 - 17 tonn. Verðdæmi: 8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti. 12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti. Weckman sturtuvagnar Víkurhvarf 5 S K E S S U H O R N 2 01 2 Ýmis járn í eldinum í Borgarnesi Hreggviður varð brátt virkur þátt- takandi í samfélaginu í Borgarnesi. Hann varð iðinn í ýmis konar félags- starfi í bænum. Ég gekk í kirkjukór- inn og stundaði leikstarfsemi. Ég var þrjú ár í aðalhlutverkum hér í Borg- arnesi en dró mig svo úr þessu þeg- ar starfið fyrir kirkjuna fór að aukast í umfangi. Ég vildi helga mig þeim störfum. Í framhaldi af starfinu í kirkjukórnum var ég beðinn um að gerast meðhjálpari. Ég var það í mörg ár, og starfaði einnig sem kirkjugarðsvörður, sá um barnastarf kirkjunnar og ýmislegt. Þetta jókst alltaf smám saman. Á endanum var ég í hálfu starfi hjá Vírneti en vann annars í verkefnum tengdum kirkj- unni. Á tímabili var það þannig að ég vann hjá Vírneti á sumrin þegar mest var að gera þar en var svo að vinna hjá kirkjunni og á sjó á veturna. Síð- an var búið til starf umsjónarmanns kirkjunnar þar sem voru meðhjálp- arastörf, kirkjuvarsla, þrif á kirkjunni og umsjón með henni og umhirða kirkjugarðs að ég var alfarið í því og öðrum málum sem snertu kirkjuna. Svo var ég í safnaðarnefnd og kirkju- kórnum. Samhliða þessu hélt Hreggviður þó alltaf opnum möguleikanum á að starfa til sjós. Ég gætti mín á því að fara á sjóinn á hverju ári til að við- halda skipstjórnarréttindunum. Ég leysti af hjá Eimskip öll árin fram til 1987. Unnið fyrir vísindin Það voru hvalirnir sem enn og aft- ur gripu inn í líf Hreggviðs. Sum- arið 1987 var efnt til mikillar fjöl- þjóðlegrar hvalatalningar í Norð- ur Atlantshafi, bæði úr flugvélum og skipum. Sem gamall hvalveiðimaður sem bæði sá vel og kunni að greina milli tegunda var Hreggviður ráðinn í þetta verkefni um borð í hafrann- sóknaskipið Árna Friðriksson. Það var fyrra skipið með því nafni. Eftir þetta var mér alltaf boðið að leysa af á honum sem stýrimaður og síðan á nýja Árna Friðrikssyni eftir að hann kom til landsins. Þarna var ég með ágætis mönnum, Guðmundi Bjarna- syni skipstjóra, vini mínum og áhöfn hans.“ Þarna hætti Hreggviður sem sagt öllum siglingum á flutningaskip- um en sneri sér að skipum Hafrann- sóknastofnunar í staðinn. Það er mjög gott á vera á hafrannsóknaskipunum. Þessi blandaða reynsla af hvalveið- um, farmennsku og hafrannsókn- um er mjög góð. Það er mjög góð- ur mannskapur hjá stofnuninni, bæði á skipunum og í rannsóknunum. Það var líka gott að vera hjá Eimskip en kannski svolítið dauft á köflum. Ég var oft á ströndinni sem kallað er en þá fórum við umhverfis landið á all- ar hafnir að sækja fisk. Svo var far- ið í millilandasiglingar þess á milli. Þá var oft mikil pappírsvinna, maður var bæði að sigla og í skriffinskunni. Á hafrannsóknaskipi er meira líf. Það er alltaf eitthvað að gerast og verk- efnin fjölbreytt. Það hentaði ágætlega að vera á Árna Friðrikssyni. Mér bauðst brátt fast pláss á skipinu. Fyrst sem há- seti og síðan sem stýrimaður. Ég var þarna í tæp fjögur ár. Ég var hrein- lega farinn að meiðast trekk í trekk úti á sjó til dæmis í veltingi vegna þess að hendurnar á mér klikkuðu þegar ég þurfti að beita þeim fyr- ir mig. Í ljós kom að ég var með svo mikil slit í úlnliðum. Sennilega gam- all skaði frá því ég var á hvalbátunum, frekar væskilslega vaxinn unglings- strákur að bisa með þunga 90 kílóa hvalskutla í höndunum. Síðan hafði ég alltaf unnið mikið með handleggj- um, svo sem við þrifin í kirkjunni og fleira sem ekki bætti úr skák. Á end- anum ráðlögðu læknar Hreggviði að vera ekki meira á sjó nema þá í létt- um störfum. Í framhaldinu hætti ég og fór í land. Átti farsælan feril á sjó Hann lítur sáttur um öxl á sjómanns- ferlinn þó hann sé ekki í reynd al- veg hættur. Hafið lokkar og laðar og Hreggviður ætlar á sjó í sumar eins og kom fram í upphafi viðtalsins. Ég var alltaf mjög heppinn og lenti aldrei í neinu alvarlegu. Ef slys eða óhöpp áttu sér stað á skipum sem ég var á, þá var ég alltaf í fríi eða nýhætt- ur á skipinu. Ég var á mjög mörgum af Fossunum því við vorum oft færð- ir á milli eða gátum fengið okkur færða. Eitt sinn þegar ég var á Brúar- fossi en í fríi þá lenti skipið í árekstri á ytri höfninni í Reykjavík. Það var verið að færa það inn í Sundahöfn þegar það sigldi í órétti á sementsp- rammann gamla frá Akranesi. Það kom stórt gat á Brúarfoss. Það hafði verið lóðs um borð en ég var mjög feginn að hafa ekki verið þarna sem stýrimaður. Brúarfoss lenti líka í árekstri við erlent flutingaskip undan Nova Scotia í Kanada haustið 1980 og skemmdist svo mikið að skipið var selt í brotajárn. Þá var ég tiltölulega nýhættur þar og því heldur ekki um borð. Eitt sinn var ég líka nýhættur á Skeiðsfossi sem var kæliskip og far- inn yfir á Bæjarfoss, þegar Skeiðs- foss sigldi á sker á Húnaflóa þar sem menn rifu botninn undan skipinu. Þetta var sumarið 1979. Já, ég hef verið heppinn en líka alltaf afskap- lega varfærinn. En stundum munaði litlu. Einu sinni var ég á vakt á gamla Lagarfossi á leið inn til Esbjerg í Da- mörku. Þá bilaði sjálfstýringin á skip- inu og við vorum næstum lentir uppi í sandfjörunni. En ég áttaði mig í tæka tíð og gat breytt um stefnu. Sinnir útfarar- stjórn í dag Aðalstarf Hreggviðs í dag er að reka Útfararþjónustu Borgarfjarðar með Maríu Jónu eiginkonu sinni. Það var verkefni sem þau tóku að sér í framhaldi af störfum fyrir Borgar- neskirkju. Við sinnum öllum kirkj- unum hér í Borgarfirði, á Mýrum, vestur í Dölum og jafnvel á Reykhól- um og á Snæfellsnesi. En auðvitað er það þannig í dag að öll fyrirtæki sem sinna útfararþjónustu geta tekið að sér verkefni hvar sem er. Við sjáum jafnvel stundum um útfarir á höfuð- borgarvæðinu ef þess er óskað. Útfararþjónustan er starf sem hentar ágætlega og reynir ekki um of á skaddaða úlnliðina. Ég þarf yfir- leitt að vera með stálspelkur á þeim við vinnu. Þá gengur þetta fínt. Svo æfi ég mikið sund til að styrkja hand- leggina og er í fínu formi og við góða heilsu að öllu leyti nema þessu, seg- ir Hreggviður. Þau hjónin eru enn bæði virk í félagslífinu. Við hljótum að gefa því gaum í enda viðtalsins. Leiklistar- gyðjan vitjaði Hreggviðs á ný. Fyr- ir einum tveimur árum fóru börnin okkar að tala um að ég þyrfti nú að fara að leika aftur. Það væri agalegt fyrir börnin og barnabörnin að fá ekki að sjá pabba sinn og afa á sviði. Ég dróst þá inn í þetta aftur, ég var talinn á að koma á æfingu fyrir sýn- inguna sem Leikdeild Skallagríms var þá að setja upp í félagsheimilinu Lyngbrekku. Ég var svo settur í hlut- verk og hafði mjög gaman af. Þetta var svo margt gott fólk. Ég var svo aftur með núna í vetur þegar við sett- um upp nýja sýningu. Hún var sýnd 12 sinnum, nær alltaf fyrir fullu húsi. Þetta var ávallt gaman, bæði á æf- ingum og sýningum. Þetta var mik- ill hlátur og söngur, segir stýrimað- urinn og útfararstjórinn Hreggviður Hreggviðsson. mþh Hjónin Hreggviður Hreggviðsson og María Jóna Einardóttir. Hreggviður í stýrimannsbúningnum á fimmtíu ára afmælisdaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.