Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 52

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Sjómannadagurinn Gunnar Ólafsson skipstjóri er nú á 94. aldursári. Á uppvaxtarárunum á Akranesi á millistríðsárunum lifði hann og hrærðist í vélbátaútgerð- inni sem þá var stunduð af kappi frá Skipaskaga. Sjómennskan var hon- um í blóð borin. Nýfermdur sum- arið 1935 fór hann á síldarvertíð með Ólafi Magnússyni föður sínum. Ólafur var skipstjóri á síldarskipinu Eldborgu MB sem var gert út frá Borgarnesi og þótti glæsilegasta síld- veiðiskip Íslands á þeim tíma. Um tvítugt sigldi Gunnar svo með ísfisk til Englands á árum seinni heims- styrjaldar og kynntist ógnum stríðs- ins af eigin raun. Hann varð skip- stjóri á nýsmíðinni Hvítá MB strax eftir stríð, einungis 25 ára að aldri. Síðan stýrði hann bæði Eldborgu og fyrstu Akraborginni í áætlunarsigl- ingum milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness. Missti móður sína mánaðargamall Það voru aðrir tímar en við þekkj- um nú, þegar Gunnar Ólafsson leit fyrst dagsins ljós árið 1921. Það var í gamla íbúðarhúsinu sem hét Heima- skagi og stóð við Steinsvör á Akra- nesi. „Móður mína Guðrúnu Hall- dórsdóttur missti ég mánaðargam- all. Þá komu afi og amma sem voru búsett á Bíldudal á Vestfjörðum suð- ur og sóttu mig. Við vorum tveir bræðurnir, Svavar og ég. Hann var tveimur árum eldri en ég og ólst upp hjá Svövu Þorleifsdóttur skólastjóra sem var á Akranesi. Ólafur Magnús- son faðir minn flutti til Reykjavíkur eftir að móðir mín dó. Ég man ekk- ert eftir honum á Akranesi. Hann bjó syðra og var þarna sjómaður á togaranum Skallagrími. Fjölskyldan leystist þannig upp þegar móðir mín lést. Þetta voru úrræðin þá. Afi og amma tóku mig með sér til Bíldu- dals í fóstur í eitt ár. Þá fluttu þau til Akraness. Fyrsta sem ég man eftir mér á Akranesi var þegar við bjugg- um í Georgshúsi svokölluðu sem stóð á Akranesi þar sem nú mætast göturnar Vitateigur og Vesturgata.“ Afinn og amman sem Gunnar vitnar hér til voru þau Halldór Þor- kelsson frá Þyrli og Ingibjörg Lofts- dóttir sem ættuð var frá Brekku. Bæði Þyrill og Brekka eru innst í Hvalfirði. Nokkur börn þeirra hjóna fluttu líka á Akranes sem þá var að byggjast upp og urðu þekktir íbú- ar þar á þeirra tíð. Þar má telja Þor- kel, Loft og Kristínu Halldórsbörn. „Þorkell var skipstjóri og útgerð- armaður. Hann kvæntist Guðrúnu Einarsdóttur frá Bakka á Akranesi. Þau byggðu hús við Lambhúsasund á Akranesi þar sem nú er Bakkat- ún 20. Þá fluttu afi Loftur og amma Ingibjörg þangað til sonar síns úr Georgshúsi og ég að sjálfsögðu með þeim. Kristín systir Þorkels giftist síðan Kristni Guðmundssyni sem síðar átti eftir að verða stýrimað- ur með mér og pabba á Eldborg og Akraborg um margra ára skeið. Við skulum koma betur að því síðar.“ Fékk bátalífið beint í æð Gunnar ólst þannig upp með full- komið útsýni út Lambhúsasund- ið þar sem bátarnir komu og fóru. „Fyrir ungan dreng var mjög merki- legt að búa við Lambhúsasundið og fylgjast með athafnalífinu þar. Það voru engar bryggjur sem heitið gat, bara stuttir stubbar sem menn gátu lagst upp við á flóði. Þá var ekki búið að gera höfnina á Akranesi. Bátarn- ir urðu að liggja við legufæri þarna úti á sundinu. Eftir vestanrok var ekki óalgengt að einn eða tveir bátar lægju í fjörunni eftir að hafa slitnað upp. Það gekk á ýmsu og gaman að alast upp á Akranesi. Sem strákpolli hugsaði maður ekki um neitt annað en sjó og sjósókn. Við strákarnir á Skaganum þekktum margir bátana í sundur á mótorhljóðunum.“ Hann var staðráðinn í að gerast sjómaður. „Árið sem ég fermdist var pabbi orðinn skipstjóri á Eldborgu MB sem gerð var út af samvinnu- félaginu Grími frá Borgarnesi. Hún hafði verið keypt til landsins árið 1934 og þótti ákaflega vandað skip, norsk smíði. Tilgangurinn með því að kaupa Eldborgu til Borgarness var að reyna að auka atvinnu í bæj- arfélaginu. Á veturna átti hún að veiða þorsk en síðan síld á sumrin. Ég fór þá um borð nýfermdur sem hálfur háseti eða hálfdrættingur sem kallað var. Við vorum tveir strákar um borð sem skiptum á milli okkar einni stöðu. Í okkar hlut kom meðal annars að sjá um kastlínur, að þrífa vistarverur um borð og þess hátt- ar. Við vorum ekki alltaf jafn dug- legir við það síðasta,“ segir Gunnar og hlær. „Þarna var Eldborg á síld- veiðum. Við hálfdrættingarnir um borð vorum sem bergnumdir af því. Þorskveiðar með skipinu áttu svo að fara fram með línu en það gekk ekki. Eldborg var með snarvenda aðalvél sem kallað var. Það var mjög erfitt að eiga við línudrátt á slíku skipi.“ Gunnar staldraði því ekki lengi við á Eldborgu. „Ég fór eina vertíð á bátnum Haraldi MB frá Akranesi sem Þorkell Halldórsson móður- bróðir minn átti. Þá tíðkaðist að sjó- menn færu með eigin mat með sér í róðra. Þeir báru kostinn með sér um borð í ákveðnum skrínum eða köss- um. Ég man að mér þótti ég mað- ur með mönnum þegar ég fór með skrínukassann minn um borð fyrsta sinni frá Akranesi þá 16 ára gam- all.“ Vetrarforði fyrir síldarhýruna Þrátt fyrir þetta var Gunnar þó allt- af á síldinni með Eldborgu á sumrin þar sem faðir hans var enn sem fyrr skipstjóri. „Ég ætlaði mér að fara í farmannadeildina í Stýrimannaskól- anum en það var ekki leyfilegt nema maður væri búinn að ljúka ákveðn- um siglingatíma á flutningaskipi. Ég fékk hins vegar ekkert pláss á slíku skipi. Íslenski flutningaskipaflot- inn var lítill og margir um hituna. Þá var mér talin trú um að mað- ur yrði líka að vera gagnfræðing- ur til að komast í farmannadeild- ina. Ég ákvað því að nýta tímann og settist á skólabekk í Flensborgar- skóla í Hafnarfirði. Þetta var haustið 1937. Þarna um sumarið á síldinni með Eldborgu hafði ég þénað 2.000 krónur sem var mikill peningur í þá daga. Flensborg var þá heimavistar- skóli. Við fórum tveir strákar, ég og félagi minn, keyptum vetrarvistir af mat fyrir skólann fyrir þessa pen- inga og höfðum forgang um að ráða til okkar ráðskonu fyrir allt mötu- neyti heimavistarinnar. Við feng- um þessa peninga síðan til baka þeg- ar nemendur greiddu smám saman í fæði um veturinn. Þetta gerðum við vegna þess að það var svo lítið fé fyr- ir hendi hjá skólanum og við gátum náð niður fæðiskostnaðinum veru- lega með því gera magninnkaup í upphafi vetrar. Mér þótti ég stönd- ugur að geta fjármagnað svona rétt 17 eða 18 ára gamall.“ Hurð skellur nærri hælum Þegar Gunnar hafði lokið gagn- fræðaprófi við Flensborg þá var seinni heimsstyrjöldin hafin. Sum- arið 1941 hefði hann getað orðið einn af þeim fjölmörgu úr íslenskri sjómannastétt sem urðu að gjalda með lífinu í siglingum sínum um hafið í þeim mikla hildarleik. „Ég átti að fá pláss á flutningaskipinu Heklu svo ég næði nú siglingatím- anum sem mig vantaði svo ég kæm- ist í farmannanámið. Þar var stýri- maður Kristján bróðir Lofts Bjarna- sonar sem var faðir Kristjáns Lofts- sonar útgerðarmanns sem nú er og allir þekkja. Kristján og Loftur voru náfrændur mínir og því gat ég fengið plássið. Hins vegar kom það upp að það vantaði háseta á togarann Júp- íter í stuttan túr um það leyti sem ég lauk Flensborg. Ég fór í þann túr. Það dróst nú eitthvað að við næð- um að fiska í togarann. Veiðiferðin varð því lengri en áætlað hafði ver- ið í upphafi. Við mættum Heklunni á landleiðinni. Hún var þá lögð af stað í siglingu. Ég hafði þannig misst bæði af skipi og plássi. Ég var mjög svekktur yfir þessu. Þetta varð mér þó kannski til lífs því nokkrum dögum síðar sökkti þýskur kafbátur Heklu suður af Hvarfi á Grænlandi. Fjórtán af 20 manns um borð fórust og þar á meðal var Kristján Bjarna- son frændi minn. Hinir velktust um á fleka í marga daga áður en þeim var bjargað,“ segir Gunnar. Í stríðssiglingar með fisk Hinn ungi sjómaður ákvað eftir þetta að leggja fyrirætlanir um að fara í farmannadeild Stýrimanna- skólans á hilluna. „Í staðinn tók ég svokallað fiskimannapróf sem veitti mér skipstjórnarréttindi á fiskiskip- um. Því lauk ég 1942. Þá beið mín pláss sem 2. stýrimaður á Júpíter. Þá sigldi togarinn með ísaðan fisk til Bretlands. Styrjöldin var þarna í algleymingi. Það voru svo margir, einkum fjölskyldumenn, sem vildu ekki sigla yfir hafið vegna stríðsins og ótta við þýsku kafbátana. Þess vegna var auðvelt að fá stráka eins og mig til að manna stöður á svona skipum. Ég var einhleypur, metnað- argjarn og þetta var vel borgað enda fengu menn sérstaka áhættuþóknun sem gárungarnir kölluðu hræðslu- peninga,“ rifjar Gunnar upp. Hann segist aldrei hafa hugleitt að með þessu væri hann að setja sig í lífshættu. „Nei, nei. blessaður vertu. Þarna bauðst mér starfið sem ég var að sækjast eftir, að verða yfirmaður á glæstu skipi nýkominn úr skóla. Þetta var tækifæri sem ég gat ekki sleppt og það hvarflaði aldrei að mér að ég væri að leggja lífið að veði. Það Gunnar Ólafsson stýrimaður og skipstjóri: Sigldi farsællega bæði í stríði og friði Hjónin Gunnar Ólafsson og Dýrleif Hallgríms á heimili sínu í Reykjavík. Nú þann 3. júní fögnuðu þau 71 árs brúðkaupsaf- mæli. Ljósm. Eggert Jóhannesson/Morgunblaðið. Akranes á þeim árum þegar Gunnar fæddist. Horft er yfir Steinsvör í áttina að Heimaskaga. Gunnar Ólafsson fæddist í húsinu sem er á myndinni en það er löngu horfið. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness. Gunnar Ólafsson sem ungur stýrimaður á síldveiðum á Eldborgu. Reffilegir skipverjar og félagar Gunnars á síldveiðum á Eldborginni klárir í nótabátana á sumarsíldveiðum fyrir Norðurlandi á árunum um eða fyrir stríð. Allir sjómenn af Vesturlandi. Frá vinstri: Þorkell Magnússon, Stefán Þórðarson, Guðmundur Bachmann, Sigurður Hansson, Axel Ólafsson, Helgi Helgason og Björn Ásmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.