Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 40

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Böðvar Jóhannesson var í áratugi stýrimaður á bátum frá Akranesi og einnig um árabil í Sjómannadags- ráði Akraness sem sá um skipulagn- ingu og framkvæmd hátíðarhalda á sjómannadaginn. Auk þess að vera skipstjórnarmenntaður er Böðv- ar lærður netagerðarmaður. „Ég er fæddur í Hafnarfirði árið 1941 en ólst alveg upp hér á Akranesi því ég var ekki nema sex mánaða gamall þegar foreldrar mínir fluttu hingað. Fyrst bjuggum við á Deildartúni 6 í húsi Sigurðar Vigfússonar, síð- an á efri hæðinni á Vesturgötu 48 þar sem verslun Þórðar Ásmunds- sonar var niðri. Árið 1946 fluttum við svo í húsið Ásbyrgi við Skóla- braut þar sem Sparisjóður Akraness var síðan. Þar var pabbi með klæð- skeraverkstæði og verslun á neðri hæðinni fyrst en við bjuggum uppi. Hann hætti með verslunina 1952 minnir mig og þá kom sparisjóður- inn þarna inn. Seinna fluttum við svo yfir götuna í Sunnuhvol og þar átti ég heima þar til ég og Hörð- ur bróðir minn byggðum þetta hús hérna á Hjarðarholti 3 og hér hef ég búið síðan. Elsa Ingvarsdóttir, kona mín kom hérna inn í þetta hús rétt rúmlega fokhelt.“ Byrjaði á Keili sautján ára Böðvar byrjaði á sjó sautján ára gamall árið 1958. „Þá fór ég á Keili AK með Ingimundi Ingimundar- syni skipstjóra á síldveiðar í reknet um vorið en síðan á síldveiðar með nót fyrir norðan um sumarið. Nótin var úr hampi og allt dregið á hönd- um um borð í nótabáta. Þetta var þungt og þrælavinna. Reknetin voru þægileg um vorið miðað við þetta því það var yfirleitt lítið í þeim. Eft- ir sumarið á Keili fór ég að vinna í landi fram að vetrarvertíð en þá fór ég á Skipaskaga með Valda á Reykj- um. Mér þótti Skipaskaginn stórt skip þá. Um sumarið fór ég svo með Garðari Finnssyni á litla Höfrung AK-91 á síld. Fyrst hér í bugtinni en síðan norður.“ Böðvar segist ekk- ert hafa ætlað að gera sjómennsk- una að ævistarfi. Pabbi hans hefði verið að sjó og það hafi kannski haft áhrif. „Hann var klæðskeri en eft- ir að klæðskeraiðnaðurinn hrundi þegar verksmiðjuframleidd föt náðu yfirhöndinni þá fór hann á sjó og var matsveinn á bátum héðan. Seinna meir fór hann svo að vinna við kæð- skeraiðnina aftur með öðru eftir að hann missti heilsu að hluta.“ Lærði netagerð á Nótastöðinni Eftir sumarið með Garðari Finns- syni á Höfrungi fór Böðvar á Nóta- stöðina og hóf nám í netagerð. „Þarna var þá mikið einvalalið að vinna og m.a. margir af bestu knatt- spyrnumönnum Skagans áður fyrr eins og Donni, Dengsi, Dagbjart- ur og Pétur Georgsson auk yngri mannanna. Ég útskrifaðist svo sem netagerðarmaður árið 1963 en hélt á sjóinn aftur fljótlega eftir það og var svo samfellt á sjó til 1993. Árið 1966 fór ég í Stýrimanna- skólann og lauk meira fiskimanna- prófi þaðan 1968 eftir tvö ár.“ Eftir þetta var Böðvar stýrimaður á bát- um. „Ég byrjaði á Haraldi AK-10 en Viðar Karlsson og Kristján Pét- ursson skiptust á um skipstjórnina fyrst. Síðan tók Guðjón Gíslason á Hliði við en ég var stýrimaður hjá honum og Kristjáni. Við vorum á handfærum við Eldey í ufsanum og þarna var mokfiskirí en mikil vinna að innbyrða þetta allt á höndum því þetta voru eingöngu handrúll- ur sem raðað var á lunninguna al- veg aftur úr.“ Af Haraldi fór Böðvar yfir á Óskar Magnússon AK-177 en Viðar Karlsson, svili Böðvars, var þar skipstjóri. „Ég var þarna fyrst háseti en síðan stýrimaður. Ég var eftir þetta nánast alveg með Við- ari til 1993 með smá hliðarsporum. Lengst af á Víkingi AK-100 en þar var ég alveg frá því að honum var breytt í nótaskip árið 1977. Ég held það hafi aðeins verið tvö ár sem ég var ekki þar um borð.“ Fór ekki ánægður á sjó eftir sjóslysið við Skagann Böðvar hætti á sjó, sem fyrr seg- ir, árið 1993 og var þá fimmtíu og tveggja ára. Hann segist ekki hafa hætt vegna aldurs. „Ég verð að segja það eins og er að eftir þau hörmulegu sjóslys, sem urðu hér út af flösinni á Akranesi árið 1992 þegar nokkrir smábátar fór- ust og með þeim menn sem mað- ur þekkti og hafði verið með á sjó, þá var hálfgerður beygur í mér að fara á sjó. Ég fór aldrei ánægður á sjó eftir það. Við vorum hérna fyrir utan á Víkingi þá og það var ótrú- legt hve veðrið rauk upp. Það var alveg logn og á fimm mínútum var komið snarvitlaust veður. Víkingur lagðist nánast á hliðina undan veðr- inu og þurfti nú mikið til. Mest all- ur loðnuflotinn hafði verið hérna út af Reykjanesinu og við vorum á leið í land ásamt Bjarna Ólafssyni þegar þetta gerðist. Þetta allt hafði gífur- leg áhrif á mig.“ Hraðbáturinn tók stýrishúsið af Blíðfara Með sjómennskunni á stóru bát- unum átti Böðvar trilluna Blíðfara, sem hann reri á sér til skemmtun- ar í góðu veðri ásamt því að vera á grásleppunetum á vorin. Einn róð- ur á Blíðfara er þó eftirminnilegri en aðrir en þá sigldi hraðbátur fyrir trilluna í blíðuveðri rétt utan Akra- ness. „Ég var nú rækilega minntur á þetta á sjómanndaginn þegar ég var heiðraður en þá sagði séra Eð- varð að þetta hafi verið eins og at- riði úr James Bond mynd. Þetta var 1980 en ég keypti þennan bát 1979 af Gauja heitnum á Hliði og hann hér þá Blíðfari AK-32 og hélt áfram nafni og númeri. Ég var með hand- færi hérna suður af Þjótnum og var að ná mér í ýsu í soðið. Ég var búinn að sjá þennan bát á fullri ferðinni. Þetta var flottur og stór hraðbát- ur sem hét Ötull. Hann var þarna á eitthvað um 30 sjómílna ferð og lyftist mjög að framan á þessum hraða. Ekki veit ég hvað gerðist en allt í einu stefnir hann beint á Blíð- fara og það skipti engum togum að hraðbáturinn fór yfir hann. Stýris- húsið á Blíðfara fór af með öllu sem í því var og hraðbáturinn fór bara yfir hann. Eina sem sá á bátnum hjá mér, fyrir utan að stýrishúsið var horfið, var smá skarð í borðstokk- inn eftir skrúfuna á hraðbátnum en hann var með hældrifi. Þetta var bara óhapp og þau geta alltaf orð- ið en ég fékk aldrei neinar frekari skýringar á þessu.“ Böðvar hafði staðið rétt fram- an við stýrishúsið og var á leiðinni fram eftir bátnum til að renna fyr- ir fisk þegar óhappið varð. Hann slapp því alveg án meiðsla úr þess- um óvænta og undarlega árekstri. „Þegar þetta var gengið yfir þá rót- aði ég bara stýrishússbrakinu ofan af vélinni og sigldi í land. Ég man að Þórir á Sunnuhvoli dró hins vegar hraðbátinn í land en hæld- rifið hafði farið í mask þegar það rakst í borðstokkinn á Blíðfara. Þórir var þarna á gömlum drátt- arbáti sem hann og nokkrir aðr- ir skipverjar á Akraborginni höfðu keypt af Reykjavíkurhöfn. Ég man að Svenni Sturlaugs útgerðarstjóri HB&Co var á bryggjunni þegar ég kom í land og hann dauðhrökk við því Haraldur AK hafði verið að fara út og Svenni hélt að hann hefði lent á mér.“ Böðvar segir að sér hafi eig- inlega ekki brugðið mjög við þetta og ekki fundið fyrir nokkru eftir á. Elsu, konu hans, hafi hins vegar verið létt eftir þetta því hún hefði sagt sér, eftir á, að hún hefði alltaf óttast að eitthvað ætti eftir að koma fyrir hann á þessum báti en þegar þetta hafði gerst taldi hún að það væri yfirstaðið. Fimmtíu ár í sama húsinu Böðvar er næstyngstur fjögurra systkina. Elst er Guðfinna, síð- an Hörður, þá Böðvar og Sigríð- ur yngst. „Við bjuggum jafn lengi á Sunnuhvoli og í Ásbyrgi systkin- in og foreldrar okkar. Svo byggð- um við Hörður bróðir minn þetta hús hér á Hjarðarholtinu. Byrj- uðum 1963 og fluttum inn 1965. Hér erum við enn og það verða 50 ár núna í desember. Það væri ekki mikið að gera hjá fasteigna- sölum ef allir væru eins og við bræðurnir,“ segir Böðvar og hlær. „Það var flutt inn um leið og hægt var og Elsa kom inn í þetta fok- helt má segja. Það var ekki hurð fyrir neinu nema baðherberginu og máluð gólfin en þetta var gert þá og fólk gerði eins mikið sjálft í húsunum og það gat.“ Fór í eigin rekstur eftir að sjómennsku lauk Eftir að Böðvar hætti á sjónum fór hann út í rekstur eigin fyrirtæk- is. „Ég keypti Eldvarnarþjónustu Akraness af Sveini Vilberg Garð- arssyni og breytti nafninu í Eldvörn og rak það fyrirtæki alveg til árs- ins 2009. Ég var heppinn að kaupa þetta, kunni vel við þetta starf og reksturinn gekk mjög vel. Ég var að mestu einn í þessu nema síðustu mánuðina þá höfðu umsvifin aukist mikið. Þá var ég farinn að þjónusta Járnblendiverksmiðjuna og mörg fyrirtæki í Reykjavík líka. Ég var til dæmis með slökkvitækin í allar rúturnar hjá Guðmundi Jónassyni og líka í flugrúturnar sem keyrðu milli Reykjavíkur og Keflavíkur- flugvallar. Ég fór líka alveg norð- ur á Strandir. Fór alla leið í Norð- urfjörð. Þetta var bara þannig að maður þurfti auðvitað að bera sig eftir vinnunni í byrjun og því fór ég víða. Vinnan kemur ekki alltaf til manns þegar maður vill,“ segir Böðvar Jóhannesson sem þvertek- ur fyrir að hafa bara mælt göturnar síðustu fimm árin síðan hann hætti að vinna því nóg sé að gera í félags- starfi aldraðra. „Ég hef nú mest verið að kasta bolta og slá kúlur, bæði í boccia og að pútta á sumrin. Ég var formaður íþróttanefndar í Félagi eldri borgara hér.“ Í forystu fyrir sjó- mannadaginn um árabil Böðvar hefur líka talsverða reynslu af félagsstörfum en hann var einn af forystumönnum sjómannadagshá- tíðarhaldanna á Akranesi um ára- bil. „Ég var fyrst í sjómannadags- ráði áður en ég fór í Stýrimanna- skólann og síðan var ég formaður ráðsins fyrst árið 1969 og síðan aft- ur seinna. Ég var svo alltaf viðloð- andi þetta í ein tíu ár. Stefán Lárus Pálsson var yfirleitt með mér í sjó- mannadagsráðinu og nafni minn Böðvar Þorvaldsson. Svo fékk ég pening í kirkjunni en ég var heiðr- aður á sjómannadaginn árið 2011. Böðvar segir alltaf hafa verið líf yfir sjómannadeginum hér áður fyrr með hefðbundnum hátíðar- höldum, síðan hafi þetta dalað en komið aftur kraftur í hátíðarhöld- in upp úr 1980 og þá hófust líka skemmtisiglingar en síðustu ár hafi þetta ekkert verið. „Þetta var öðru- vísi hér áður fyrr en þá var alltaf bil þarna á milli vertíða eftir að vetr- arvertíð lauk og menn fóru síðan á síld. Þá var þetta líka allt unnið í sjálfboðavinnu og ekki hvarflaði að neinum að taka neitt fyrir störf sín að sjómannadegi. Nú er það lið- in tíð og um leið hátíðarhöld sjó- mannadagsins að mestu. Þótt eitt- hvað hafi verið reynt aftur síðustu ár af veikum mætti,“ segir Böðvar Jóhannesson. hb/ Ljósm. hb. Sjómannadagurinn Böðvar Jóhannesson fyrrverandi stýrimaður á Akranesi: Eins og atriði í James Bond mynd þegar hraðbáturinn sigldi yfir Blíðfara Böðvar Jóhannesson heima hjá sér á Hjarðarholtinu. Þar hefur hann búið í tæpa hálfa öld en húsið byggðu hann og Hörður bróðir hans. Blíðfari AK-32, bátur Böðvars eftir að hraðbáturinn sigldi yfir hann og hreinsaði stýrishúsið á burtu. Knattspyrnulið yfirmanna og undirmanna sjómanndag um 1970. Böðvar er annar frá vinstri í aftari röð með öðrum yfirmönnum fiskiskipa á Akranesi. Lið undirmanna er í miðröðinni en fremstur liggur Júlíus Þórðarson á Grund sem var dómari leiksins og hagaði dómgæslu þannig að leikurinn yrði sem jafnastur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.