Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ
Línubáturinn Gullhólmi SH hef-
ur verið seldur frá Stykkishólmi.
Kaupandi bátsins er GPG Sea-
food á Húsavík. „Við erum að
láta smíða nýjan 30 tonna línu-
bát fyrir okkur hjá Seiglu á Ak-
ureyri. Hann á að afhendast í júlí
eða ágúst. Það verður bátur með
beitningarvél þar sem aflinn verð-
ur slægður um borð. Hann á að
koma í stað Gullhólma. Við höf-
um hreinlega ekki haft nægar afla-
heimildir til að halda Gullhólma
úti nema í um sjö mánuði á hverju
ári. Nýtingin á skipinu hefur því
ekki verið nægilega góð þótt skip-
ið sjálft hafi reynst okkur ákaflega
vel. Við skiptum Gullhólma út og
fáum nýsmíði sem ætti að verða
hagkvæmari,“ segir Ellert Krist-
insson, framkvæmdastjóri hjá Ag-
ustson í Stykkishólmi, sem átti og
gerði Gullhólma út.
Gullhólmi er þekkt skip í ís-
lenska fiskiskipaflotanum og hét
áður til margra ára Þórður Jón-
asson EA. „Gullhólmi hefur ver-
ið afhentur nýjum eigendum og er
nú í viðhaldi í slipp. Hann verð-
ur svo væntanlega gerður út frá
Húsavík.“ GPG Seafood er ekki
alls ókunnugt sjávarútvegi í Stykk-
ishólmsbæ. Það á og gerir út línu-
og netabátinn Þórsnes SH og er
með saltfiskverkun í Stykkishólmi.
mþh
Gullhólmi seldur frá Stykkishólmi
Gullhólmi SH 201 sem nú hefur verið seldur frá Stykkishólmi. Í staðinn verður keypt glænýr 30 tonna línubátur með
beitningarvél til útgerðarinnar sem er Agustson ehf.
Hin árlega verkfærasala Sindra
var haldinn á Eiði við Kolgrafa-
fjörð síðastliðinn sunnudag. Marg-
ir kíktu í heimsókn og gerðu reif-
arakaup. Þá var jafnframt bílasýn-
ing og margir glæsifákar til sýnis.
Glæsilegt standandi hlaðborð var á
borðum og má þakka þeim hjónum
á Eiði fyrir myndarskapinn.
sk
Verkfærasala og
bílasýning á Eiði
Húsið sem hýsti Bókasafn Akra-
ness um áratugaskeið og stendur á
Heiðarbraut 40 þar í bæ fær nýtt
hlutverk eftir að hafa staðið autt
í nokkur ár. Byggingafyrirtækið
Skarðseyri ehf. hefur hafið fram-
kvæmdir á lóðinni og áformar að
koma alls upp átján íbúðum í því
sem verður lítið fjölbýlishús. Um
er að ræða 14 tveggja herbergja
íbúðir og fjórar þriggja herbergja
íbúðir. Tíu tveggja herbergja íbúð-
ir verða í núverandi húsi sem er
gamla bókasafnsbyggingin. Henni
til viðbótar verður svo reist tveggja
hæða nýbygging á lóðinni. Hún
verður áföst gamla bókasafnhús-
inu og í henni verða fjórar þriggja
herbergja íbúðir og fjórar tveggja
herbergja.
Allt tilbúið að ári
Gamla bókasafnshúsið er kjallari
og tvær hæðir og í því er lyfta. Ný-
byggingin verður hins vegar með
átta íbúðum sem hafa allar sérinn-
gang. Íbúðirnar verða allar ríku-
lega innréttaðar og afhentar með
gólfefnum þannig að fólk á að
geta flutt beint inn eftir afhend-
ingu. Húsin verða bæði klædd að
utan með smábáruðum álplötum í
ljósgráum lit. Allir gluggar íbúða
verða ál-tré gluggar. Afhending
íbúðanna mun fara fram í tvennu
lagi. Íbúðirnar tíu í upprunalega
bókasafnshúsinu verða tilbúnar
um næstu áramót. Íbúðir nýbygg-
ingarinnar verða svo tilbúnar til
afhendingar vorið 2016, það er að
segja eftir ár frá nú að telja.
Bjarni Jónsson hjá Skarðseyri
ehf. keypti gamla bókasafnshúsið
af Akraneskaupstað á sínum tíma
þegar safnið flutti í nýbyggt og
sérhannað húsnæði að Dalbraut
1. Upphaflega var ætlun Bjarna að
breyta húsinu í hótel. Það mætti
andstöðu nágranna og í framhald-
inu urðu deilur við Akraneskaup-
stað. Í því stappi stóð um nokkurra
missera skeið en sátt náðist í mál-
inu. „Þetta endaði með samkomu-
lagi um að við fengjum að byggja
18 íbúðir á Heiðarbraut 40. Síð-
an fengum við lóð fyrir átta íbúð-
ir í viðbót í nýjasta hverfinu á
Akranesi. Þar stendur til að reisa
tveggja hæða fjölbýlishús en þær
fyrirætlanir eru þó varla komnar
á teikniborðið enn. Ég er hrein-
lega búinn að vera á haus við að
ýta verkefninu við Heiðarbraut úr
vör og gera það þannig úr garði að
allir séu sáttir. Nú er það komið á
fullt og við stefnum að því að byrja
að selja með haustinu. Þetta verða
íbúðir sem ættu að henta öllum
aldurshópum ef út í það er farið
og lóðin er mjög miðsvæðis í bæn-
um eins og allir vita,“ segir Bjarni
Jónsson.
Akurnesingar
koma víða að verkinu
Aðalverktaki að framkvæmdunum
er Virkjun ehf. sem hefur staðið að
mörgum stórum verkum svo sem
höfuðstöðvum N1 að Klettagörð-
um, nýbyggingu Bókasafns Akra-
ness og fleiri húsum. Aðalhönn-
uður hússins er Jón H. Hlöðvers-
son hjá Mansard. Fjöldi Akurnes-
inga kemur síðan að öðrum þátt-
um verkefnisins. Þar má telja að
hönnuður burðarvirkis og lagna
er Runólfur Sigurðsson og raf-
lagnahönnuður er Bragi Þór Sig-
urdórsson. Yfirsmiður á verkinu er
Valur Gíslason húsasmíðameist-
ari á Akranesi. Landsbanki Ís-
land á Akranesi fjármagnar verk-
ið. Söluaðili íbúðanna verður svo
fasteignasalan Valfell á Akranesi.
„Þetta verkefni er að mestu leyti
unnið af heimamönnum á Akra-
nesi sem er bara mjög jákvætt og
hið besta mál,“ segir Bjarni Jóns-
son.
mþh
Gamla bókasafnshúsið á Akranesi
gengur í endurnýjun lífdaga
Heiðarbraut 40 eins og húsið verður séð af götunni.
Byggingin að Heiðarbraut 40 eins og hún mun líta út séð úr vestri.