Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 65
65MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ
Rekstraraðili fyrir mötuneyti
Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri
Landbúnaðarháskóli Íslands auglýsir eftir rekstraraðila
fyrir mötuneyti skólans á Hvanneyri frá og með
1. ágúst 2015.
Umsóknir tilgreini reynslu og menntun á sviði
matreiðslu og mötuneytisrekstrar, ásamt hugmyndum
að útfærslu rekstursins og sendist til Kristínar Siemsen;
kristins@lbhi.is fyrir 20. júní 2015.
Eldhús mötuneytisins er nýlega upp gert og með
góðri vinnuaðstöðu og matsalur rúmar 200 gesti.
Meginverkefni mötuneytisins er morgunverðar- og
hádegisverðarþjónusta fyrir starfsmenn og
nemendur auk móttöku hópa sem heimsækja staðinn
vegna funda og námskeiða. Mötuneytið gæti einnig
í samstarfi við ferðaþjónustuaðila eða aðra víkkað út
starfsemi sína eftir atvikum svo lengi sem ekki
stangast á við hagsmuni og þarfir skólans.
Nánari upplýsingar veitir Theodóra Ragnarsdóttir,
rekstrarstjóri, í síma 433-5000.
Laust starf hjá Akraneskaupstað
Eftirfarandi starf er laust til umsóknar
Starf þros• kaþjálfa/iðjuþjálfa í Grundaskóla
Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar
á þar til gerðu eyðublaði
Nánari upplýsingar að finna á www.akranes.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
„Fyrsta mótið var 10. maí, opið mót
þar sem keppt er um sérstakt höf-
uðfat sem við köllum kríuverjuna.
Krían kemur alltaf um þetta leyti
og þetta mót er haldið árlega, henni
til heiðurs,“ sagði Haukur Þórðar-
son, formaður Golfklúbbs Staðar-
sveitar, léttur í bragði þegar blaða-
maður Skessuhorns sló á þráðinn
til hans í liðinni viku. Höfuðfat-
ið sem um ræðir er að sögn Hauks
hálf netakúla sem neðan í er hekl-
aður lopi til að hlífa eyrunum fyrir
kulda. „Þetta er mjög skemmtilegt
höfuðfat og hönnun heimamanna,“
segir Haukur og hlær við.
Völlurinn sem Golfklúbbur Stað-
arsveitar leikur á er Garðavöllur
undir Jökli, 9 holna par 70 strand-
völlur sem lagður er í gömlu tún-
in að bænum Görðum á Snæfells-
nesi. „Völlurinn er rekinn í nánu
og góðu samstarfi við Gistiheimilið
Langaholt,“ segir Haukur og bætir
því við að hann sé í góðu standi og
komi vel undan vetri.
Golfklúbbur Staðarsveitar er
ekki fjölmennur, telur rétt rúmlega
20 félaga en að sögn Hauks er stílað
mikið inn á ferðamenn. „Það er allt-
af nokkur fjöldi sem spilar hér yfir
sumarið og fjöldi útlendinga sem
spilar á vellinum á hverju sumri fer
vaxandi. En fjöldi spilaðra hringja
fer auðvitað eftir veðri, fyrrasum-
ar var til dæmis ekki feitt,“ segir
Haukur. „En við vonum bara hið
besta og höldum ótrauðir áfram.“
Það getur verið dýrt að halda úti
fámennum klúbbi, kostnaður er
nokkur við að halda úti þeim vél-
um sem nauðsynlegar eru til að
halda vellinum í horfinu. „Nær allt
starf hér er unnið í sjálfboðavinnu
og völlurinn hefur, vel að merkja,
fengið mikið lof fyrir góða um-
hirðu,“ segir Haukur.
Mótahald á Garðavelli undir
Jökli verður með hefðbundnu sniði
í sumar. Utan hins árlega kríumóts
verður haldið eitt mót í hverjum
mánuði og segir Haukur það nokk-
uð hefðbundið. „Aðalmótið okkar
er svokallað Tuddamót, opið mót
sem haldið er í september ár hvert.
Það er eiginlega uppskeruhátíðin
okkar, stærsta mótið og verðlaunin
þar eru ekkert slor. Fyrstu verðlaun
í punktakeppninni eru fjórðungur
af nautsskrokk sem félagsbúið á Öl-
keldu gefur. Það eina sem sigurveg-
arinn þarf að gera er að bíða eftir að
nautinu verði slátrað. Eftir það get-
ur hann sótt það,“ segir Haukur að
lokum, léttur í bragði.
kgk
Landsþing Slysavarnafélagsins
Landsbjargar var haldið um helgina
á Ísafirði. Rúmlega sex hundruð
sjálfboðaliðar slysavarnadeilda og
björgunarsveita frá öllu landinu
sátu þingið þar sem fram fóru hefð-
bundin þingstörf. Nýr formaður
félagsins var kjörinn Smári Sigurðs-
son frá Akureyri. Bryndísi Fanneyju
Harðardóttur úr björgunarsveit-
inni Víkverja var afhentur heiðurs-
skjöldur Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar en hann er æðsta viðurkenn-
ing félagsins og veitist einstakling-
um fyrir sérlega fórnfúst starf í þágu
þess. Fyrirtækin Olís og Orkubú
Vestfjarða fengu sérstakar heiðurs-
viðurkenningar. Olís fyrir stuðning
við Landsbjörgu og Orkubúið fyrir
gott forvarna- og öryggisstarf með-
al starfsmanna sinna. Isavia heim-
sótti landsþingið og afhenti styrki
að upphæð níu milljónir króna til
25 björgunarsveita sem munu nýta
hann til uppbyggingar á hópslysa-
viðbúnaði sínum. mþh
Nýr formaður Landsbjargar
Kríuverjan, höfuðfatið góða og verðlaunagripur fyrsta móts sumarsins sem
haldið er ár hvert til heiðurs kríunni.
Leikið til heiðurs kríunni
Horft til vesturs eftir Garðavelli undir Jökli.