Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 53

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 53
53MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ ar í friði,“ segir Gunnar þegar hann rifjar þetta upp rúmum sjö áratug- um síðar. Þann 3. júní 1944, þegar enn voru 11 mánuðir eftir af stríðinu og að- eins tvær vikur í að Ísland yrði lýð- veldi, kvæntist hann Dýrleifu Hall- gríms. „Ég skildi það vart fyrr en ég var sjálfur genginn í hjónaband hvers vegna fjölskyldumenn veigruðu sér við að sigla á stríðstímum,“ seg- ir hann og verður hugsi. Nú í júní- byrjun héldu þau Gunnar og Dýr- leif upp á 71 árs brúðkaupsafmæli sitt. Í fyrra áttu þau platínuafmæli sem hjón. „Við gengum í hjónaband og stofnuðum heimili í Borgarnesi. Þarna var ég kominn á Eldborgina, ég var á henni síðustu tvö stríðsár- in. Lögheimilið mitt fluttist þannig af Bakkatúninu á Akranesi í Arahús eða Arabíu eins og það var oft kall- að í Borgarnesi þar sem við bjuggum næstu þrjú árin. Það er nú Egilsgata 10. Svo fluttum við að Helgugötu 2 sem síðar fékk númer 4. Við bjugg- um í Borgarnesi í ein 18 ár og leið afar vel þar. Ég var stýrimaður á Eld- borgu fyrstu árin. Samvinnufélagið Grímur græddi vel í stríðinu, aðal- lega á fisksölunni í Englandi en síld- veiðarnar gáfu líka sæmilega af sér. Eldborgin varð aflahæst á vertíðun- um sumrin 1943 og 1944. Stofnað var útgerðarfélagið Fjörður í Borga- nesi sem keypti nýtt 90 tonna skip í Svíþjóð. Það fékk nafnið Hvítá MB. Ég varð skipstjóri á henni 1946.“ Gunnar var tekinn við sínu fyrsta skipi aðeins 25 ára gamall og hélt rakleiðis til síldveiða á því. Skin og skúrir í Borgarnesútgerð Mikill útgerðarhugur var í Borg- nesingum undir lok seinni heims- styrjaldar. Um svipað leyti og Hvítá var keypt frá Svíþjóð lét samvinnu- félagið Grímur, sem var eins og fyrr greindi útgerð Eldborgar, smíða nýtt 25 metra langt og 100 tonna skip á Akureyri. Það var skírt Hafborg MB. Í lok seinni heimsstyrjaldar voru þannig gerð út þrjú skip frá Borgar- nesi. Kappfyllstu áhugamenn um út- gerð í Borgarnesi töluðu nú um að næsta skref ætti að vera að festa kaup á togara. Samvinnufélagið Grímur kom sér upp húsi fyrir rekstur sinn rétt ofan við bryggjuna í Borgarnesi. Það stendur enn og er verið að gera það upp. Gunnar var aðeins tvö ár með Hvítána. Árið 1948 tók hann við skipstjórn á Eldborg sem er skip sem hann minnist með hlýju. „Hún var afar gott og traust sjóskip en ekki gallalaus. Vélin hefði mátt vera kraftmeiri, hún var ekki nema 400 hestöfl. En skipið hentaði vel til síns brúks. Hún bar mikið og þótti því góð bæði til síldveiða og í flutning- um.“ Það voru einmitt flutningarnir sem héldu Eldborgu gangandi á ár- unum eftir stríð. Síldveiði brást að mestu sumrin eftir stríð og harðn- aði mjög á dalnum í útgerð Borg- nesinga. Eldborgin sinnti því flutn- ingum að mestu, bæði með strönd- um Íslands en líka til og frá land- inu þar sem siglt var á Evrópuhafn- ir. Borgnesingar leituðu allra leiða til að halda skipinu úti. Árið 1948 var hún til að mynda send sem móður- skip með tveimur íslenskum línubát- um til Grænlands. Sú tilraun gekk þó ekki upp. Strandferðir á Vesturlandi Árið 1952 urðu kaflaskil í útgerð Eldborgar. Strandferðaskipið Lax- foss sem hafði sinnt áætlunarferð- um milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness um árabil strandaði í janúar þetta ár við Kjalarnestanga og gereyðilagðist. Góð ráð voru dýr með að finna nýtt skip í þessar ferð- ir sem voru Vesturlandi afar mikil- vægar bæði til flutninga á vörum, pósti en síðast en ekki síst fólki. Augu manna beindust fljótt að Eld- borgu. Hún hentaði að mörgu leyti. Skipið var jú gert út frá Borgarnesi, áhöfn þess þekkti vel til siglinga á leiðinni og var þaulvön flutning- um. „Það var ekki á færi annarra en kunnáttumanna að sigla um grunn- an og skerjóttan Borgarfjörðinn, hvað þá með farþega um borð. Við vorum ekki með nein siglingatæki eins og ratsjá um borð. Stýrimaður með mér var Kristinn Guðmunds- son frá Akranesi sem ég nefndi hér í upphafi og við vorum með afar góða áhöfn á skipinu,“ segir Gunn- ar. Helsti gallinn við Eldborgu var þó sá að hún var ekki hönnuð sem farþegaskip. „Það var nú reynt að laga hana til svo flytja mætti fólk. Menn voru nú ýmsu vanir á þessum árum,“ segir Gunnar. Eldborg átti þó aldrei að verða meira en bráða- birgðaskip í þessum flutningum sem gengu þó þrátt fyrir allt bet- ur en margir höfðu þorað að vona. Henni hlekktist aldrei á, ólíkt for- veranum Laxfossi sem lenti ítrekað í að stranda. Samhliða rekstri Eldborgar í þess- um strandflutningum hófu menn að undirbúa fjárfestingu í nýju flóa- skipi sem skyldi sérhannað til að sigla milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness. Þetta varð fyrsta Akraborgin sem var smíðuð í Dan- mörku og kom ný til Íslands í mars 1956. Í lok þess árs var Eldborg seld til Noregs eftir 22 ára dygga þjón- ustu undir íslenskum fána. Gunnar Ólafsson varð 1. stýrimaður á Akra- borg næstu 11 árin og skipstjóri í afleysingum. Árið 1967 fór hann í land eftir um 30 ára sjómennsku en samt aðeins 46 ára gamall. Gunn- ar hóf störf við vinnslu og sölu á síld og öðrum sjávarafurðum. Með- al annars rak hann síldarvinnslu í Mjóafirði í nokkur ár í samvinnu við Þórð Óskarsson skipstjóra og útgerðarmann á Akranesi sem gerði út Sólfara AK og Óskar Magnússon AK. Þeir Gunnar og Óskar voru tengdir fjölskylduböndum. Gunn- ar Ólafsson starfaði innan sjávarút- vegsins þar til hann hætti störfum 82 ára gamall eftir farsælan starfs- feril. mþh Sjómannadagurinn olli mér meiri áhyggjum að ég hafði ekki aldur til að verða stýrimaður. Reglurnar sögðu að ég yrði að vera orðinn 21 árs en ég náði því ekki al- veg. Ég sótti um undanþágu og fékk hana. Svona var kappið nú mikið.“ Góðir tekjumöguleikar Gunnar segir að stríðsárin hafi að mörgu leyti verið minnisstæð. Alla þá háskatíma sigldi hann með ís- fisk til Englands, bæði með Júpít- er frá Hafnarfirði, línuveiðaranum Fjölni frá Þingeyri (sem var haldið úti af útgerðarfélaginu Brák í Borg- arnesi) og Eldborgu frá Borgarnesi en farnaðist ávallt vel. Eldborgin var líka í öðrum siglingum við Ísland en stundaði síldveiðar á sumrin. Gunn- ar var þar stýrimaður 1944 til 1946 undir stjórn föður síns. „Við sigld- um með ísfisk til Fleetwood sem er á vesturströnd Englands. Það var styst og öruggast. Safnað var báta- fiski víðs vegar um landið, hann ís- aður um borð og síðan siglt með hann til Englands þar sem hann var seldur. Annað hvort keypti útgerð fiskflutningaskipsins afla af bátun- um á Íslandi eða við fluttum út fyr- ir útgerðir þeirra. Það voru um tíu manns í áhöfn. Kjörin voru þann- ig að við fengum fast grunnkaup og síðan prósentur af söluverðmætinu úti. Góðar sölur gátu því gefið fínar tekjur. Síðan voru oft teknir kolaf- armar og annar varningur með heim til Íslands. Við urðum auðvitað var- ir við að breska þjóðin ætti í styrj- öld. Maður sá það til dæmis á mann- skapnum á hafnarsvæðinu í Fleetwo- od. Bestu og hraustustu karlmenn- irnir voru farnir í stríðið. Ýmis fríð- indi fylgdu þessum siglingum fyrir okkur áhafnir fiskflutningaskipanna. Til dæmis var hægt að gera mjög góð kaup á ýmsum munaðarvarningi sem fólk í Englandi var að selja af ýmsum ástæðum vegna stríðsins, svo sem fatnaði, borðsilfri og þess háttar. Svavar bróðir minn var klæðskeri hér heima á Íslandi. Ég man að eitt sinn keypti ég marga karlmannasmók- inga úti og færði honum. Hann lag- aði smókingana til og breytti og seldi svo aftur hér heima með ágóða.“ Hjónaband í rúm 70 ár Gunnar segist aldrei hafa lent í neinni hættu sem orð er á ger- andi í þessum siglingum. „Það átti að skikka okkur til að sigla í skipa- lestum en okkur var illa við það. Ís- lensku fiskflutningaskipin voru lít- il og þýsku kafbátarnir höfðu lít- inn áhuga á slíkum skotmörkum. Skipalestirnar drógu hins vegar að sér athygli þeirra og þýsku flugvél- anna. Maður varð þó áþreifanlega var við átökin og þetta voru erf- ið ár fyrir alla. Þessi skip voru lítt varin. Eldborgin var til að mynda þannig að við vorum með gamlan vélbyssuhólk sem við fengum hjá Bretunum. Svo var brúin brynvar- in með steinsteypu að utan og skip- ið auðgreint sem íslenskt í von um að Þjóðverjar létu það þannig frek- Bragi Jónsson frá Hoftúnum í Staðarsveit (1900 – 1980) var þekktur hagyrðingur og sagna- maður á sinni tíð og notaði skáldanafni Refur bóndi. Hann flutti þriggja ára gamall með foreldrum sínum að Hoftún- um og bjó þar alla tíð eftir það. Bragi sendi frá sér ljóðabækur og bækur með þjóðlegum fróð- leik. Eins og aðrir Vestlending- ar ferðaðist hann oft með Eld- borgu MB þegar hann þurfti að bregða sér til Reykjavíkur. Í janúar 1954 birtust þessar vís- ur eftir Ref bónda í dagblaðinu Tímanum. Þær kvað hann um skipverja á Eldborgu til að tjá þeim þakklæti sitt fyrir góða og örugga þjónustu. Víst má telja að margir hafi hugsað svipað enda hlekktist skipinu aldrei á þó farið væri um siglingaleiðir sem hafa reynst mörgum sjófar- endum skeinuhættar í aldanna rás. Þó að gefi Eldborg á Nú skal hefja hróðrar skrá, hlíði sveinn og meyja. Skipshöfninni Eldborg á, ætla ég frá að segja. Gunnari fyrst ég greini frá, garpi kunni um megni. Sá hefur skipsstjórn annast á, Eldborginni lengi. Þó að árum ungur sé, er hann maður traustur. Stríð á hann við storm og él, stilltur, gætinn, hraustur. Þykir kempan kná og snjöll, Kristinn stýrimaður. Hylji sjóir hæstu fjöll, hress er sá og glaður. Kristinn sýnir kjark og þrótt, komi að höndum vandi. Hvorki dag né dimma nótt, dvelur hann í landi. Mikið er hann Marinó, marar snjall í vési. Færir eru í flestan sjó, Frissi, Valli, Drési. Þó að gefi Eldborg á, úti á Ránar vegi. Bæði Steini og Stjáni þá, standa og bifast eigi. Seigur Kalli karlinn er, kvennaljóminn mestur. Þó að eitthvað ýfist hlér, aldrei kjark hann brestur. Nonni og Óli nýtir tveir, njóta margra hylli. Seggir úti á sjónum þeir, sýna tíðum snilli. Ötul Kristbjörg annast þar, eldamennsku störfin. Enda líka úti um mar, á því brýn er þörfin. Vel hún eldar oní þá, eins á nóttu og degi. Þessir menn því munu fá, mat en refjar eigi. Aldrei virðist þreyta þjá, þessa rösku drengi. Guð og auðnan annast þá, alla vel og lengi. Vísur Refs bónda um áhöfnina á Eldborgu Eldborg MB kemur að bryggju á Akranesi. Skipið var þar mjög algeng sjón þegar það sinnti flóasiglingum milli Reykvíkur, Akraness og Borgarness. Ljósm. Ólafur Árnason/Ljósmyndasafn Akraness. Eldborg flytur hátt í 500 Skagamenn upp á Akranes eftir knattspyrnuleik í Reykjavík eitt sumarkvöld á árunum 1952 – 1955. Gunnar Ólafsson lítur út um brúargluggann á Eldborginni. Fyrir miðju er Jón Magnússon framkvæmdastjóri útgerðarinnar Gríms. Gunnar vinstra megin á myndinni, reffilegur í skipstjórabúningi með pípu í munni undir póstfána Íslands sem var við hún á flóabátum á borð við Eldborgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.