Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 48

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Enginn þarf að velkjast í vafa um að mikil vinátta er milli Íslands og Færeyja enda eiga þessar frænd- þjóðir í Norður-Atlantshafi ýmis- legt sameiginlegt. Eitt af því er fisk- veiðar og sjósókn. Leiðir Íslendinga og Færeyinga liggja víða saman á hafinu og þjóðirnar stunda veiðar í lögsögum hvorrar annarrar. Íslend- ingar hafa þó ekki gert mikið af því að sækja vinnu til Færeyja svo sem um borð í skipum þeirra eða í fisk- vinnslu í landi. Á hinn bóginn hafa Færeyingar sótt til Íslands. Flestum er það kannski gleymt eða ókunn- ugt með öllu að upp úr miðri síð- ustu öld störfuðu hátt í tvö þús- und Færeyingar í íslenskum sjávar- útvegi. Færeyingar héldu atvinnu- greininni gangandi fyrir Íslend- inga. Í staðinn byggðu fjölmarg- ar fjölskyldur í Færeyjum lifibrauð sitt á fiskveiðum við Ísland. Flest- ir Færeyinganna fóru heim aftur en sumir ílentust hér á landi, fundu sér maka, stofnuðu fjölskyldur og búa hér enn. Einn þeirra sem komu hingað 1955 var piltur á 16. ári frá Vogi á Suðurey sem er syðst Fær- eyja. Hann heitir Finnur Gærdbo og á nú að baki 60 ár í Ólafsvík. Færeyingarnir koma Þrátt fyrir öll árin á Íslandi er Finn- ur mikill Færeyingur í sér. Hann hefur aldrei gleymt uppruna sínum og er stoltur af honum. Um árabil þegar sumarhátíðin Færeyskir dag- ar var haldin í Ólafsvík var hann einn af lykilmönnunum í þeim há- tíðarhöldum. Þeir dagar voru ein- mitt með skírskotun til þess að fyr- ir 50 til 60 árum var Ólafsvík það sjávarþorp á Íslandi sem hýsti hlut- fallslega flesta Færeyinga. Finn- ur þekkir þá sögu mjög vel enda er hann sjálfur hluti af henni. „Haust- ið 1954 voru tveir Færeyingar í Ólafsvík. Svo kom ég og nokkrir aðrir árið eftir. Næsta ár þar á eftir komum við sex Færeyingar hingað og réðum okkur allir á sama bátinn sem var Víkingur SH. Fjöldi ann- arra fór svo á aðra báta og í sjáv- arútvegsstörf í landi. Færeyingum í Ólafsvík fjölgaði mjög hratt þarna um 1955. Veturinn 1958 voru 128 Færeyingar búsettir í Ólafsvík. Þá var íbúafjöldinn alls um 800 manns. Það var Færeyingur á hverjum ein- asta báti sem réri héðan nema ein- um.“ Þessi mikla fjölgun Færeyinga hér á landi á sér sögulegar skýr- ingar. Árin eftir seinni heimsstyrj- öld voru eitt mesta uppgangstíma- bilið í sögu Íslands. Nýrík þjóð með hirslur fullar af gjaldeyri hófst handa við uppbyggingu sam- félagsins. Liður í því var að endur- nýja fiskiskipaflotann. Nýir togar- ar og bátar voru keyptir í hrönn- um. Í landi var mikil þensla og næg atvinna. Þegar til kom höfðu Ís- lendingar þó takmarkaðan áhuga á að stunda sjóinn. Þeir vildu frekar vera í landi og þéna sæmilega þar í staðinn fyrir að strita við slark og hættuleg skilyrði á hafinu. Upp úr 1950 varð stöðugt erfiðara að manna fiskiskipaflotann. Björgunin var að leita eftir vinnuafli í Færeyj- um. Þar var atvinnukreppa á þess- um tíma, fiskverð lágt og fiskiskipa- flotinn um margt úreltur. En Fær- eyingar áttu hörku sjómenn. Þess- ir menn hófu að leita leiða til að fá pláss á erlendum fiskiskipum; jafnt enskum, þýskum, dönskum, norsk- um og íslenskum. Á Íslandi var þeim tekið opnum örmum. Fækkaði hratt aftur Sjómannafélag Færeyja gerði kjara- samninga við íslenskar útgerðir fyr- ir hönd færeysku sjómannanna. Ís- lensk stjórnvöld liðkuðu til með því að fallast á að einungis helmingur af skatti launa þeirra skyldi greidd- ur hér á landi. Hinn helminginn greiddu Færeyingar í sínu heima- landi. Stjórnvöld féllust einnig á að veita Færeyingunum tímabund- in atvinnuleyfi hér á landi sem giltu yfirleitt frá vertíðarbyrjun í janúar til lokadagsins 11. maí ár hvert. Ís- lenskir útvegsmenn greiddu slysa- tryggingar og sáu færeyskum sjó- mönnum fyrir fríum ferðum til og frá Íslandi. Síðast en ekki síst var samið um að færeysku sjómennirn- ir gætu tekið hluta af launum sín- um heim í dönskum krónum. Fær- eyingum fjölgaði hratt. Strax árið 1955 voru 657 þeirra á íslenskum skipum og enn fleiri ef landverka- menn voru taldir með. Færeyingunum í íslenskum sjáv- arútvegi, jafnt í Ólafsvík sem ann- ars staðar, fækkaði svo jafn hratt um og upp úr 1960 og þeim hafði fjölgað næstu ár á undan. Efna- hagslegar ástæður eru helsta skýr- ingin. Það harðnaði á dalnum á Ís- landi. Hérlend stjórnvöld reyndu að spara gjaldeyri. Ráðamönnum óx í augum þeir fjármunir sem Fær- eyingarnir fóru með heim í dönsk- um krónum. Sumarið 1958 voru sett lög um að 55% yfirfærslu- gjald skyldi sett á erlendan gjald- eyri sem færi úr landinu. Um svip- að leyti fór gengi íslensku krón- unnar að veikjast. Frá 1954 til 1957 hafði það haldist stöðugt þar sem 2,36 íslenskar krónur voru á móti einni danskri. Í ársbyrjun 1960 var þetta komið í 5,51 á móti 1. Krónan veiktist áfram allan sjöunda áratug- inn. Í árslok 1968 þurfti til dæmis 11,69 íslenskar krónur á móti einni danskri. Þetta er saga sem Íslend- ingar þekkja fram á þennan dag. „Það varð einfaldlega of lítið að hafa upp úr því fyrir Færeyinga að hafa að koma hingað á vertíðir. Þó komu lengi vel alltaf einhverjir á hverju einasta ári en aldrei viðlíka og þarna á seinni hluta sjötta ára- tugarins,“ segir Finnur Gærdbo. Sjómannadagurinn www.fulltingi.is / fulltingi@fulltingi.is / sími 533 2050 / Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík Slys geta gerbreytt aðstæðum í lífi okkar. Hvort sem þú ert í rétti eða órétti, getur þú átt rétt á bótum! Réttur í órétti? Hafðu samband – það kostar ekkert! Finnur Gærdbo fyrrum sjómaður og útgerðarmaður: „Ég er síðasti Færeyingurinn í Ólafsvík“ Finnur Gærdbo ásamt Svövu Alfonsdóttur. Myndin er tekin þegar Finnur var heiðraður á sjómannadaginn í Ólafsvík fyrir tíu árum, það er 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.