Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 49

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 49
49MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ hann út heima á Suðurey. „Þá var verið að smíða bátinn Jón Jónsson SH á Akureyri. Útgerðarmaðurinn vildi endilega fá mig með norður að sækja bátinn en ég vildi það ekki. Þá sendi hann besta vin minn á mig til að tala um fyrir mér og ég féllst á þetta. Ég fór ekki heim þetta sum- ar en hitti unga konu sem varð eig- inkona mín. Hún er Svava Alfons- dóttir héðan úr Ólafsvík. Upp úr því festi ég rætur hér á Íslandi.“ Þó hann segi það hvergi ber- um orðum þá má ráða það af frá- sögn Finns að hann hefur verið for- kur duglegur til allra verka og hvergi hlíft sér. Hann lagði mikið á sig til að koma fótunum undir sig og sína á Ís- landi „Næstu árin eftir að við Svava gengum í hjónaband var ég á bát- um héðan frá Ólafsvík. Svo byggði ég hús fyrir okkur hér í bænum. Ég byrjaði á því 1961 og gróf sjálfur fyr- ir grunninum með haka og skóflu. Allt var unnið í höndunum. Frum- burður okkar Alfons var þá eins árs. Mér fannst ég aldrei vera heima, allt- af að vinna. En ég var í góðu plássi á Bjarna Ólafssyni. Hluturinn af einni sumarvertíð á síld dugði nánast fyr- ir fokheldu húsi. Það var allt annað líf að byggja þá. Árið 1965 eignaðist ég fyrsta bátinn minn og fór sjálfur að gera út. Það voru erfiðir tímar þá, kreppa í þjóðfélaginu,“ segir Finnur með alvöru í rómnum. Ríkur maður í dag Finnur segir að hann hafi ekki kom- ið heim til Færeyja í níu ár eftir að hann og Svava stofnuðu heimili. Til þess voru hvorki efni né tími. „Svo fórum við loksins og vorum þá í tvo mánuði. Ég var nú samt ekki betri en það að ég fór strax að róa og beita úti í Færeyjum og gerði það allan tímann sem við vorum úti,“ viður- kennir Finnur og brosir nú kankvís- lega. Saga Finns Gærdbo á Íslandi er orðin bæði löng og merkileg. Hann gerði í mörg ár út bátana Pétur Jacob og Sæfinn, báða frá Ólafsvík. „Þetta var mikil vinna. Stundum var mað- ur að beita á kvöldin þegar maður kom í land og svo út á sjó morgun- inn eftir. Við eignuðumst með tím- anum þrjá stráka og eina stelpu. Það eru þau Alfons sem ég nefndi fyrr og svo Pétur Már, Anna Sofía og Ást- geir. Í dag eigum við 11 barnabörn og 5 langafabörn. Ég hætti að vinna þegar ég var 67 ára gamall, fyrir rétt um tíu árum síðan. Þá var önnur löppin á mér alveg búin. Ég var sátt- ur við að draga í land. Ég var aldrei heima þegar börnin okkar Svövu voru að alast upp. Nú nýt ég þess að vera með henni og barnabörn- unum. Það er draumur. Það er gam- an að vera afi en ennþá meira gaman að vera langafi. Nú er maður ríkur,“ segir Finnur með stolti og ánægju í röddinni. „En nú er ég eini Færey- ingurinn sem er eftir hér í Ólafsvík af þeim sem komu á síðustu öld.“ mþh Vinsæll snáði í Reykjavík Þegar Finnur kom hingað 1955 hafði hann smá hugmynd um að hverju hann gekk. Hann hafði kom- ið til Íslands áður og vissi að hann fengi góðar móttökur. „Til Íslands hafði ég komið 1948, þá átta ára. Pabbi var að vinna við netagerð á Íslandi. Við mamma fórum og vor- um hjá honum í Reykjavík í rúman mánuð. Það var góður tími. Ég fór alltaf á stjá klukkan sex á morgn- ana til að selja Morgunblaðið, Vísi og önnur blöð. Það var mjög gam- an á Íslandi,“ segir Finnur. Hann klæddi sig þannig að ekki fór á milli mála að hann væri færeyskur. Það snerti streng í brjóstum Íslending- anna sem mættu þessum snáða frá Suðurey. „Ég var alltaf í færeyskri peysu og seldi allra mest af Morg- unblaðinu. Svo fékk ég alltaf frítt kakó og pönnukökur í Hressing- arskálanum og alltaf frítt í Strætó. Það virtist vera að Færeyingar væru svona vinsælir. Ég fékk þetta líklega allt út á peysuna sem ég var í,“ segir Finnur og hlær við þegar hann rifj- aði þetta upp. Sjö árum síðar var alvara lífs- ins hafin hjá Finni. „Það var yfir- leitt mjög lítið um vinnu í Færeyj- um á haustin og veturna. Sjómenn iðkuðu það að fara til Grænlands á vorin og stunda veiðar þar sumar- langt. Það var farið á skipum með litlar trillur með. Þær voru síðan notaðar til að veiða þorsk og aflan- um svo landað um borð í skipin þar sem hann var saltaður. Þegar menn komu heim til Færeyja af þess- um veiðum varð skyndilega mikið framboð af hraustum mönnum sem vantaði vinnu, meiri en eftirspurn- in. Því leituðu menn annað eftir at- vinnu.“ Komu sem farandverkamenn Finnur stundaði aldrei Grænlands- veiðar en hann þekkti til Íslands og átti hér ættingja og vini. Fyrir hann var eðlilegt að líta til Íslands úr atvinnuskortinum heima. „Það var talið mjög gott að vinna á Ís- landi. Þetta voru uppgrip. Menn komu hingað og unnu vetrarvertíð- ina og þurftu ekki að vinna meira það árið nema þeir kærðu sig um. Íslenska krónan var alvöru gjald- miðill á þessum árum og verðmæt heima í Færeyjum. Núna er hún margfalt minna virði, eiginlega eins og skeinipappír í Færeyjum,“ seg- ir Finnur og hristir höfuðið. „Nei, það var annað þá.“ Þegar hann kom til Íslands 1955 fór Finnur að starfa sem beitninga- maður í Reykjavík. „Ég var þarna í mánuð en fór svo vestur í Ólafsvík. Það hafði verið auglýst eftir háseta á Víkingi SH. Móðurbróðir minn sem bjó í Ólafsvík kallaði á mig og sagði mér að koma. Sigurður Krist- jónsson sem seinna var á Skarðs- vík SH var skipstjóri. Ég var ráð- inn í þetta frábæra pláss hjá þeim góða manni og var þar í tvær ver- tíðir. Svo fór ég yfir á Bjarna Ólafs- son SH. Þar var ég í fjögur ár en fór þá yfir á Halldór Jónsson SH.“ Finnur segir að sér hafi strax lit- ist vel á sig undir Jökli. „Ólafsvík var góður staður. Fyrstu árin fór ég þó yfirleitt alltaf heim til Færeyja á vorin eftir að vertíðinni lauk. Það fóru allir heim í byrjun maí þeg- ar vertíðinni lauk hér. Flestir sjó- mannanna fóru svo til Grænlands á veiðar þar. Það var mikið fjör þeg- ar Færeyingarnir voru að fara heim frá Íslandi á vorin. Yfirleitt var siglt með farþegaskipunum Dronning Alexandrine og Gullfossi. Skip- in voru þá full af Færeyingum. Það var gaman að fara með Dronning Alexandrine því hún var svo stór. Fremst í skipinu var rúmgóð lest. Þar voru dansaðir færeyskir dansar á heimleiðinni. Allir að smakka það og dansa í lestinni. Mikil stemning og fjör,“ rifjar Finnur upp. „Ég hef þó aldrei verið kvæða- og dansa- maður. Hjá mér hefur það alltaf verið sjórinn og vinnan.“ Festi rætur á Íslandi Árið 1959 ætlaði Finnur enn og aft- ur að fara heim um vorið. Hann var enda búinn að kaupa sér vörubíl fyrir tekjur sínar á Íslandi og hugðist gera Sjómannadagurinn Finnur situr á lunningu Jóns Jónssonar SH í Ólafsvík. Hann var talinn á að vera með að sækja bátinn nýsmíðaðan á Akureyri. Ungi færeyski sjómaðurinn fór því ekki heim um vorið að lokinni vertíð eins og hann ætlaði. Það varð til þess að Finnur ílentist á Íslandi. Ásamt skipsfélögum um borð í Halldóri Jónssyni SH á sumarsíldveiðum. Finnur er yst til vinstri með sixpensara á höfði. Skipstjórinn og útgerðarmaðurinn á Pétri Jacob SH kemur með mönnum sínum að landi með fullfermi af þorski. Finnur er fyrir miðju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.