Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Síða 49

Skessuhorn - 03.06.2015, Síða 49
49MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ hann út heima á Suðurey. „Þá var verið að smíða bátinn Jón Jónsson SH á Akureyri. Útgerðarmaðurinn vildi endilega fá mig með norður að sækja bátinn en ég vildi það ekki. Þá sendi hann besta vin minn á mig til að tala um fyrir mér og ég féllst á þetta. Ég fór ekki heim þetta sum- ar en hitti unga konu sem varð eig- inkona mín. Hún er Svava Alfons- dóttir héðan úr Ólafsvík. Upp úr því festi ég rætur hér á Íslandi.“ Þó hann segi það hvergi ber- um orðum þá má ráða það af frá- sögn Finns að hann hefur verið for- kur duglegur til allra verka og hvergi hlíft sér. Hann lagði mikið á sig til að koma fótunum undir sig og sína á Ís- landi „Næstu árin eftir að við Svava gengum í hjónaband var ég á bát- um héðan frá Ólafsvík. Svo byggði ég hús fyrir okkur hér í bænum. Ég byrjaði á því 1961 og gróf sjálfur fyr- ir grunninum með haka og skóflu. Allt var unnið í höndunum. Frum- burður okkar Alfons var þá eins árs. Mér fannst ég aldrei vera heima, allt- af að vinna. En ég var í góðu plássi á Bjarna Ólafssyni. Hluturinn af einni sumarvertíð á síld dugði nánast fyr- ir fokheldu húsi. Það var allt annað líf að byggja þá. Árið 1965 eignaðist ég fyrsta bátinn minn og fór sjálfur að gera út. Það voru erfiðir tímar þá, kreppa í þjóðfélaginu,“ segir Finnur með alvöru í rómnum. Ríkur maður í dag Finnur segir að hann hafi ekki kom- ið heim til Færeyja í níu ár eftir að hann og Svava stofnuðu heimili. Til þess voru hvorki efni né tími. „Svo fórum við loksins og vorum þá í tvo mánuði. Ég var nú samt ekki betri en það að ég fór strax að róa og beita úti í Færeyjum og gerði það allan tímann sem við vorum úti,“ viður- kennir Finnur og brosir nú kankvís- lega. Saga Finns Gærdbo á Íslandi er orðin bæði löng og merkileg. Hann gerði í mörg ár út bátana Pétur Jacob og Sæfinn, báða frá Ólafsvík. „Þetta var mikil vinna. Stundum var mað- ur að beita á kvöldin þegar maður kom í land og svo út á sjó morgun- inn eftir. Við eignuðumst með tím- anum þrjá stráka og eina stelpu. Það eru þau Alfons sem ég nefndi fyrr og svo Pétur Már, Anna Sofía og Ást- geir. Í dag eigum við 11 barnabörn og 5 langafabörn. Ég hætti að vinna þegar ég var 67 ára gamall, fyrir rétt um tíu árum síðan. Þá var önnur löppin á mér alveg búin. Ég var sátt- ur við að draga í land. Ég var aldrei heima þegar börnin okkar Svövu voru að alast upp. Nú nýt ég þess að vera með henni og barnabörn- unum. Það er draumur. Það er gam- an að vera afi en ennþá meira gaman að vera langafi. Nú er maður ríkur,“ segir Finnur með stolti og ánægju í röddinni. „En nú er ég eini Færey- ingurinn sem er eftir hér í Ólafsvík af þeim sem komu á síðustu öld.“ mþh Vinsæll snáði í Reykjavík Þegar Finnur kom hingað 1955 hafði hann smá hugmynd um að hverju hann gekk. Hann hafði kom- ið til Íslands áður og vissi að hann fengi góðar móttökur. „Til Íslands hafði ég komið 1948, þá átta ára. Pabbi var að vinna við netagerð á Íslandi. Við mamma fórum og vor- um hjá honum í Reykjavík í rúman mánuð. Það var góður tími. Ég fór alltaf á stjá klukkan sex á morgn- ana til að selja Morgunblaðið, Vísi og önnur blöð. Það var mjög gam- an á Íslandi,“ segir Finnur. Hann klæddi sig þannig að ekki fór á milli mála að hann væri færeyskur. Það snerti streng í brjóstum Íslending- anna sem mættu þessum snáða frá Suðurey. „Ég var alltaf í færeyskri peysu og seldi allra mest af Morg- unblaðinu. Svo fékk ég alltaf frítt kakó og pönnukökur í Hressing- arskálanum og alltaf frítt í Strætó. Það virtist vera að Færeyingar væru svona vinsælir. Ég fékk þetta líklega allt út á peysuna sem ég var í,“ segir Finnur og hlær við þegar hann rifj- aði þetta upp. Sjö árum síðar var alvara lífs- ins hafin hjá Finni. „Það var yfir- leitt mjög lítið um vinnu í Færeyj- um á haustin og veturna. Sjómenn iðkuðu það að fara til Grænlands á vorin og stunda veiðar þar sumar- langt. Það var farið á skipum með litlar trillur með. Þær voru síðan notaðar til að veiða þorsk og aflan- um svo landað um borð í skipin þar sem hann var saltaður. Þegar menn komu heim til Færeyja af þess- um veiðum varð skyndilega mikið framboð af hraustum mönnum sem vantaði vinnu, meiri en eftirspurn- in. Því leituðu menn annað eftir at- vinnu.“ Komu sem farandverkamenn Finnur stundaði aldrei Grænlands- veiðar en hann þekkti til Íslands og átti hér ættingja og vini. Fyrir hann var eðlilegt að líta til Íslands úr atvinnuskortinum heima. „Það var talið mjög gott að vinna á Ís- landi. Þetta voru uppgrip. Menn komu hingað og unnu vetrarvertíð- ina og þurftu ekki að vinna meira það árið nema þeir kærðu sig um. Íslenska krónan var alvöru gjald- miðill á þessum árum og verðmæt heima í Færeyjum. Núna er hún margfalt minna virði, eiginlega eins og skeinipappír í Færeyjum,“ seg- ir Finnur og hristir höfuðið. „Nei, það var annað þá.“ Þegar hann kom til Íslands 1955 fór Finnur að starfa sem beitninga- maður í Reykjavík. „Ég var þarna í mánuð en fór svo vestur í Ólafsvík. Það hafði verið auglýst eftir háseta á Víkingi SH. Móðurbróðir minn sem bjó í Ólafsvík kallaði á mig og sagði mér að koma. Sigurður Krist- jónsson sem seinna var á Skarðs- vík SH var skipstjóri. Ég var ráð- inn í þetta frábæra pláss hjá þeim góða manni og var þar í tvær ver- tíðir. Svo fór ég yfir á Bjarna Ólafs- son SH. Þar var ég í fjögur ár en fór þá yfir á Halldór Jónsson SH.“ Finnur segir að sér hafi strax lit- ist vel á sig undir Jökli. „Ólafsvík var góður staður. Fyrstu árin fór ég þó yfirleitt alltaf heim til Færeyja á vorin eftir að vertíðinni lauk. Það fóru allir heim í byrjun maí þeg- ar vertíðinni lauk hér. Flestir sjó- mannanna fóru svo til Grænlands á veiðar þar. Það var mikið fjör þeg- ar Færeyingarnir voru að fara heim frá Íslandi á vorin. Yfirleitt var siglt með farþegaskipunum Dronning Alexandrine og Gullfossi. Skip- in voru þá full af Færeyingum. Það var gaman að fara með Dronning Alexandrine því hún var svo stór. Fremst í skipinu var rúmgóð lest. Þar voru dansaðir færeyskir dansar á heimleiðinni. Allir að smakka það og dansa í lestinni. Mikil stemning og fjör,“ rifjar Finnur upp. „Ég hef þó aldrei verið kvæða- og dansa- maður. Hjá mér hefur það alltaf verið sjórinn og vinnan.“ Festi rætur á Íslandi Árið 1959 ætlaði Finnur enn og aft- ur að fara heim um vorið. Hann var enda búinn að kaupa sér vörubíl fyrir tekjur sínar á Íslandi og hugðist gera Sjómannadagurinn Finnur situr á lunningu Jóns Jónssonar SH í Ólafsvík. Hann var talinn á að vera með að sækja bátinn nýsmíðaðan á Akureyri. Ungi færeyski sjómaðurinn fór því ekki heim um vorið að lokinni vertíð eins og hann ætlaði. Það varð til þess að Finnur ílentist á Íslandi. Ásamt skipsfélögum um borð í Halldóri Jónssyni SH á sumarsíldveiðum. Finnur er yst til vinstri með sixpensara á höfði. Skipstjórinn og útgerðarmaðurinn á Pétri Jacob SH kemur með mönnum sínum að landi með fullfermi af þorski. Finnur er fyrir miðju.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.