Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ
Leiðrétt um
sjóbjörgun
SNÆFELLSNES: Stað-
reyndarvilla reyndist vera
í frétt sem birtist í Skessu-
horni í síðustu viku þar
sem fjallað var um mann-
björg þegar lítill bátur sökk
á Breiðafirði. Í fréttinni
var talað um að liðsmenn
björgunarsveitarinnar Lífs-
bjargar hafi komið á vett-
vang og náð skipverjanum
úr sjónum, heilum á húfi, en
köldum. Þetta er ekki rétt
því það var Ólafur Bjarna-
son SH-137 sem kom fyrst-
ur á vettvang og náðu skip-
verjar á Ólafi manninum úr
sjónum. Þetta leiðréttist hér
með og beðist afsökunar á
rangfærslunni.
-af
Dóp og bús
undir stýri
VESTURLAND: Tals-
verður erill var hjá lögregl-
unni á Vesturlandi í vik-
unni sem leið. Alvarleg slys
urðu á vegum í umdæm-
inu og banaslys í tveim-
ur þeirra, eins og greint er
frá í öðrum fréttum hér í
blaðinu. Í fyrrinótt stöðv-
aði lögregla för manns sem
átti leið í gegnum umdæmið
og reyndist sá vera með 100
grömm af kannabisefnum í
fórum sínum. Einn var tek-
inn ölvaður undir stýri og
annar undir áhrifum fíkni-
efna.
-mm
Skólastjórar
á förum
BORGARNES: Bæði skóla-
stjóri og aðstoðarskólastjóri
Grunnskóla Borgarness
hafa sagt upp störfum sín-
um. Þetta kom fram á fundi
Byggðarráðs Borgarbyggð-
ar síðastliðinn fimmtudag.
Í fundargerð kemur fram
að Signý Óskarsdóttir hef-
ur sagt upp starfi skólastjóra
af persónulegum ástæðum.
Þá hefur Hilmar Már Ara-
son, sem gegnt hefur starfi
aðstoðarskólastjóra um ára-
bil, verið ráðinn skólastjóri
Grunnskóla Snæfellsbæjar.
Fyrir stjórnendum Borgar-
byggðar liggur því að hefja
ráðningarferil nýrra skóla-
stjórnenda sem fyrst. Sam-
kvæmt heimildum Skessu-
horns verður fyrst auglýst
eftir skólastjóra en aðstoð-
arskólastjóri ráðinn eftir
það. Á fundi byggðarráðs
var fráfarandi stjórnend-
um Grunnskóla Borgarness
óskað velfarnaðar í framtíð-
inni og þakkað þeirra störf.
-mm
Sjómannadagurinn er næstkomandi
sunnudag. Af því tilefni er skemmti-
dagskrá af ýmsum toga víða í sjáv-
arplássum á Vesturlandi um næstu
helgi og hvetjum við fólk eindreg-
ið til að gera sér glaðan dag og taka
þátt í hátíðarhöldum.
Austlægar áttir eru í kortunum
næstu daga. Á fimmtudag verður
fremur hæg austan- og norðaustan
átt. Skýjað og súld eða rigning verður
með köflum um sunnanvert landið
en stöku skúrir norðan til. Hiti 3 til 12
stig, hlýjast á suðvesturlandi. Á föstu-
dag spáir áframhaldandi hægri aust-
lægri átt. Skýjað verður með köflum
og yfirleitt þurrt, en stöku skúrir suð-
vestanlands. Hiti 3 til 10 stig og áfram
hlýjast á suðvesturlandi. Á laugardag
spáir norðan- og norðaustan 5-13
m/s, hvassast við austurströndina.
Það léttir til vestan til en skýjað verð-
ur með köflum og lítilsháttar væta
austast. Hiti breytist lítið. Á sunnu-
dag gengur í suðvestan 5-13 m/s síð-
degis, víða verður bjartviðri og held-
ur hlýnandi. Á mánudag er útlit fyrir
suðvestlæga átt. Skýjað og úrkomu-
lítið vestanlands, en bjartviðri fyrir
austan. Áfram hlýnandi.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns: „Ertu byrjuð/aður á vorverkun-
um?“ „Já, fyrir löngu“ svöruðu 27,97%.
Flestir sögðust vera byrjaðir nýlega,
eða 31,03%. „Byrja á morgun“ svör-
uðu 4,21% og „Nei, ekki enn“ 22,22%.
Þeir sem sögðust ekki sinna vorverk-
um voru 14,56% þeirra 820 sem tóku
þátt í könnuninni.
Í þessari viku er spurt:
„Ætlar þú á bæjarhátíð í sumar?“
Sjómenn eru Vestlendingar vikunnar.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Í morgunverð er þetta helst
Alvarlegt umferðarslys varð á þjóð-
veginum við Hellissand á tíunda
tímanum síðastliðinn fimmtudags-
morgun. Jeppi með sex erlendum
ferðamönnum valt og fór nokkr-
ar veltur áður en hann staðnæmd-
ist utan vegar. Sjúkrabílar úr Ólafs-
vík og Grundarfirði voru kallaðir til
sem og tækjabíll og mannskapur frá
slökkviliðinu. Beita þurfti klippum
á bílflakið til að ná fólkinu út. Að
sögn lögreglu slösuðust tveir alvar-
lega en fjórir minna. Voru þeir sem
mest slösuðust fluttir með þyrlu
Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús
auk maka annars þeirra. Kínversk-
ur karlmaður á fertugsaldri var úr-
skurðaður látinnn á gjörgæsludeild
Landspítalans á föstudaginn. Kona
slasaðist einnig lífshættulega.
mm/ Ljósm. af.
Björgunarbátnum Björgu var siglt
til heimahafnar í Rifi í síðustu viku
Landgræðsla ríkisins vakti á mánu-
daginn athygli á þeirri alvarlegu
stöðu sem uppi er nú með gróður
í úthaga eins og blasir við um allt
land eftir óvenjulega kalt vor. „Ef
ekki hlýnar fljótlega gæti stefnt í
mikla ofbeit víða um land, líkt og
1979. Þá var fé að vísu um 900 þús-
und en er nú um 500 þúsund. Beit-
artími er nú styttri og beitarstjór-
nun í mörgu betri. Það hafa hins
vegar byggst upp mörg stór bú sem
ekki ráða við að hafa féð heima
þann tíma sem þarf til að brúa bil
þar til úthagi heima fyrir, fjalllendi
og afréttir eru almennilega beitar-
hæfir,“ segir í færslu á Facebook
síðu Landgræðslunnar.
Þá segir að enn sé víða verið
að beita illa farið land, sem er nú
enn viðkvæmara en ella. „Afleið-
ingar ofbeitarinnar 1979, og ár-
anna þar á eftir, var vistfræðilegt
hrun margra afrétta. Það er mikið
í húfi nú. Sama gildir um hrossa-
haga. Menn fylgja nokkuð tímatal-
inu með að fara með hross í haga,
horfa ekki nóg á sprettu. Ofbeitar-
hætta er mikil. Landgræðslumenn,
bændur og í raun allir landsmenn
þurfa að fylgjast vel með ástandi
lands í ár og stuðla að aukinni gróð-
urvernd,“ segja starfsmenn Land-
græðslunnar.
mm/ Ljósm. af.
Erlendi ferðamaðurinn sem slas-
aðist alvarlega þegar bifhjól sem
hann ók fór útaf ósléttum malar-
vegi í Hvítársíðu á annan Hvíta-
sunnudag lést á gjörgæsludeild á
mánudaginn. Var hann indversk-
ur ferðamaður, karlmaður á fer-
tugsaldri. Fram kom í tilkynn-
ingu frá lögreglunni á Vesturlandi
um miðja síðustu viku að maður-
inn hafi verið endurlífgaður á vett-
vangi áður en þyrla sótti hann.
Unnusta mannsins, sem var far-
þegi á hjólinu, slapp lítið meidd.
Meðfylgjandi mynd tók Lögreglan
á Vesturlandi á vettvangi slyssins.
Á henni sjást glöggt þvottabrettin
á veginum en slíkt getur verið afar
varhugavert bæði fyrir umferð bíla
og bifhjóla, ekki síst þegar öku-
menn eru óvanir aðstæðum sem
þessum. mm
Björgin komin
til heimahafnar að nýju
Landgræðslan lýsir
áhyggjum vegna gróðurleysis
Banaslys við Hellissand
Lést í kjölfar bifhjólaslyss í Hvítársíðu
eftir að hafa verið í slipp í Njarð-
vík frá því í febrúar. Meðal annars
voru vélar teknar upp ásamt því að
minni viðgerðir fóru fram svo og
reglubundið viðhald. Þá var Björg-
in einnig máluð. Á meðan á þessu
viðhaldi stóð leysti björgunarbát-
urinn Jón Oddgeir Björgina af og
kom það sér vel því hann er búin að
þurfa að sinna nokkrum útköllum.
þa