Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 60

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 60
60 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Síðasta laugardag stóðu krakkar í 6.-10. bekk Reykhólaskóla fyrir sínum fyrsta viðburði sem er lið- ur í fjáröflun fyrir skólaferðalag til Danmerkur. Ákváðu þau að nýta tækifærið í leiðinni og vekja at- hygli á mikilvægu málefni, sem er ástand þeirra vega á sunnanverðum Vestfjörðum sem tilheyra Reyk- hólasveit. Gerðu þau sér lítið fyrir og hjóluðu frá sýslumarka á milli, eða frá brúnni í Kjálkafirði suður á Gilsfjarðarbrú. Á leiðinni fóru þau yfir bæði Ódrjúgsháls og Hjalla- háls, sem eru brattir með kröppum beygjum og illfærir á veturna sem og í vætutíð. Alls voru tíu krakkar sem tóku þátt og skiptu þeir leiðinni á milli sín þannig að tveir og tveir hjóluðu saman 5km í senn áður en næsta par tók við. Að sögn Jóhönnu Asp- ar Einarsdóttur, tómstundarfull- trúa Reykhólahrepps, sem skipu- lagði ferðina og fylgdi hjólreiða- görpunum, voru krakkarnir orðnir frekar þreyttir í lokin enda búnir að hjóla samtals 120km. kgk/ Ljósm. Jóhanna Ösp Einars- dóttir Hjóluðu sýslumarka á milli Tindur Ólafur Guðmundsson heldur hér á korti af Reykhólasveitinni sem sýnir meðal annars hina 120km leið sem krakkarnir hjóluðu á laugardaginn. Krökkunum sóttist ferðin hægt á köflum, enda hálsarnir brattir og erfiðir yfir- ferðar. Hópurinn kominn á leiðarenda suður á Gilsfjarðarbrú eftir níu klukkustunda ferðalag. Um næstu helgi verður fyrsta um- ferð Íslandsmeistaramótsins í rallý ekin á Reykjanesi. Er það Aksturs- íþróttafélag Suðurnesja sem heldur keppnina en ekið verður með svip- uðu sniði og undanfarin ár. Fyrsta áhöfn mun leggja af stað klukk- an 18:00 frá húsi Aðalskoðunar í Keflavík og verða eknar sérleið- ir í nágrenni Reykjanesbæjar. Má þar nefna m.a. sérleið um höfnina í Keflavík, en sú leið hefur ávallt verið vinsæl hjá áhorfendum en mörg skemmtileg atvik hafa sést þar á undanförnum árum. Kepp- endur taka síðan næturhlé en mæta til leiks snemma á laugardagsmorg- uninn. Þá verða eknar þrjár ferðir um Djúpavatn, er það er rúmlega 20 km. löng leið en oft ráðast úrslit keppninnar á þessari leið. Keppn- inni lýkur síðan um klukkan 15:00 við hús Aðalskoðunar þar sem úrslit verða kynnt og verðlaunaafhending fer fram. Vestlendinar og Norðlending- ar eiga ríkjandi Íslandsmeistara, þá Tímon félaga Baldur og Aðal- stein. Þeir mæta galvaskir á sömu bifreið og í fyrra, Subaru Imprezu Sti. Þeir óku mjög vel síðasta sumar og fóru í gegnum keppnistímabilið án áfalla. Því hefur keppnisbifreið þeirra eingöngu þurft góða yfir- ferð og nýja túrbínu í vetur. Kapp- arnir munu ræsa fyrstir í keppninni en hefð er fyrir því að ríkjandi Ís- landsmeistarar hefji sumarið fyrstir í rásröð og fái því sjálfkrafa keppn- isnúmerið 1. Þeir Baldur og Aðalsteinn eru spenntir, harðákveðnir í að gera sitt besta og ná í sem flest stig í þessari fyrstu keppni sumarsins. Ljóst er að samkeppnin verður hörð og spenn- andi en til leiks eru m.a. skráð- ir fjórir fyrrum Íslandsmeistarar. Meðal þeirra eru Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson í liði Pumba en þeir aka á Subaru Imprezu. Hef- ur sú bifreið verið mikið endur- bætt frá í fyrra og ætla þeir sér stóra hluti í sumar. Þá er vert að minnast á þau systkinin Daníel Sigurðsson og Ástu Sigurðardóttur sem líkleg til afreka líkt og Þór Lína Sævars- son og Sigurjón Þór Þrastarson en báðar þessar áhafnir eru á öflugum Subaru Impreza bílum. Jón Bjarni Hrólfsson, fyrrum Íslandsmeistari mætir sterkur til eftir nokkurra ára hlé, nú ásamt Sæmundi Sæmunds- syni á Jeep Cherokee, en góð þátt- taka er í jeppaflokki að þessu sinni og því útlit fyrir spennandi keppni þar. gg Íslandsmeistarakeppnin í Rallý hefst um næstu helgi Næstkomandi föstudag 5. júní verður heimilda- myndin „Svartihnjúk- ur - stríðssaga úr Eyrar- sveit“ frumsýnd í Grund- arfirði. Áður var hún sýnd á heimilda kvik- myndahátíðinni Skjald- borg sem fór fram á Pat- reksfirði um hvítasunnu- helgina. Frumsýningin á Grundarfirði verður í kjölfar styrkveitinga úr Uppbyggingasjóði Vest- urlands. Auk þessa hafa ýmsir heimamenn á Snæ- fellsnesi og þá sérstaklega í Eyrarsveit átt aðkomu að gerð myndarinnar. Gestum er sérstaklega boðið á frumsýninguna sem fram fer kl. 17.00 í Bæringsstofu í Sögumið- stöðinni í Grundarfirði. Strax seinna sama síð- degi klukkan 18.30 verð- ur svo önnur sýning sem verður öllum opin. „Svartihnjúkur-stríðs- saga úr Eyrarsveit,“ segir frá árekstri íslenskrar sveitakyrrð- ar og hrikaleik heimsstyrjaldar- innar síðari. Íslenskir bændur voru rifnir úr hversdagslegum búverk- um til þess að fara á fjöll að leita að týndri herflugvél. Lýsingar þeirra á hrikalegri aðkomu og líkburði hafa lifað meðal sveitunga þeirra fram á þennan dag. Margvíslegar sögusagnir hafa spunnist um afdrif bresku flugmannanna. Í myndinni er meðal annars sagt frá því hvern- ig íslensk þjóðtrú leitast við að út- skýra ógnirnar og afleið- ingar þeirra. Í hermanna- grafreit Fossvogskirkju- garðs standa sex legstein- ar. En grafirnar sex geyma aðeins líkamsleifar fjögurra breskra flugmanna sem fór- ust á Snæfellsnesi í nóvem- ber 1941. Skýrslur breska flughersins eru fáorðar um þetta sérkennilega mál. Í Eyrarsveit á Snæfellsnesi hafa menn hins vegar í ára- tugi sagt sögur af örlögum þeirra sem saknað er. Flug- slysið í Svartahnjúk hef- ur um áratugaskeið verið sveipað dulúð í bland við óhug og skelfingu. Líklega eru því margir bæði spennt- ir og forvitnir að fá að vita meira um forsögu og af- leiðingar þess þegar breska Wellington-sprengjuflug- vélin flaug í fjallshlíðina þennan dimma dag fyrir 74 árum síðan. Kvikmyndafyr ir tækið Seylan gerði myndina en framleiðandi og stjórnandi er Hjálmtýr Heiðdal. Síðastliðið haust fór fram vel heppnuð fjár- söfnum til að festa kaup á einstæðu myndefni frá söfnum í Bretlandi til nota í kvikmyndinni. mþh Svartihnjúkur - stríðssaga úr Eyrarsveit frumsýnd í Grundarfirði Veggspjald kvikmyndarinnar. Freisting vikunnar Eplakaka eins og í gamla daga Nýbökuð eplakaka rennur ljúflega niður hjá flestum. Það er sama hvort um er að ræða heita, amer- íska eplaböku líkt og stolið er úr gluggakistum í teiknimyndunum, eða eplaköku líkt og bakaðar voru hér á landi í gamla daga. Uppskrift- in sem við birtum hér er einmitt af svona mjúkri og svampkenndri, gamaldags eplaköku. Hún kemur frá eldri konu á Akranesi sem hef- ur bakað kökuna margoft í gegn- um árin af ýmsum tilefnum. Lík- lega er uppskriftin upprunalega frá Húsmæðraskólanum á Varma- landi. Kakan er bæði bragðgóð og mjúk undir tönn og ekki spillir hversu einfalt er að baka hana. Gamaldags eplakaka 125 gr. smjörlíki 125 gr. sykur 125 gr. hveiti 2 egg ½ tsk lyftiduft 3 msk mjólk 1 - 2 ný epli, rauð. Kjarnhreinsið og flysjið eplin og skerið þau niður í þunnar sneiðar. Hrærið saman smjörlíki og sykri þar til létt og ljóst. Bætið eggjum út í, einu í einu. Hrærið áfram. Bætið hveiti, lyftidufti og mjólk saman við. Setjið smá af deiginu í form og raðið eplasneiðum ofan á. Setjið svo restina af deiginu yfir. Bakið í 20 - 35 mínútur við 180° á blæstri. Ef ekki er notaður blást- ur þarf að baka kökuna á hærri hita. Deigið passar í kringlótt lag- kökumót. Ef notað er stærra mót gæti þurft að stækka uppskriftina. Gott er að bera kökuna fram með þeyttum rjóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.