Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ
Fimmtudagskvöldið 28. maí hélt
Akraneskaupstaður íbúafund með
HB Granda vegna beiðni fyrirtækis-
ins um leyfi til endurbóta á húsnæði
og stækkun á starfsemi fiskþurrk-
unar Laugafisks á Breið. Markmið
fundarins var að bæjarbúar fengju
að heyra milliliðalaust hverjar hug-
myndir HB Granda eru um fyr-
irhugaða stækkun og að fulltrúar
Akraneskaupstaðar fengju tækifæri
til að heyra sjónarmið íbúa áður en
lengra er haldið í ferlinu. Kvartað
hefur verið undan mikilli ólykt frá
vinnslunni og þá helst í nágrenni
við verksmiðjuna. Margir íbúar
Akraness létu sig málið varða og var
salurinn í Tónbergi þétt setinn.
Þrjár breytingar á
deiliskipulagi
Einar Brandsson, formaður skipu-
lags- og umhverfisráðs Akranes-
kaupstaðar, tók fyrstur til máls. Í
máli sínu fór hann yfir umsókn HB
Granda til Akraneskaupstaðar um
deiliskipulagsbreytingu á Breiðar-
svæðinu. Sú umsókn felur í sér þrjár
meginbreytingar á núverandi deili-
skipulagi. Í fyrsta lagi áformar HB
Grandi að byggja kæli/móttöku í
afmarkað skarð, þar sem áður var
Axelsbúð. Annars vegar hefur HB
Grandi sótt um að fá heimild fyrir
því að byggja hæð ofan á þann hluta
Hafnarbrautar 3 (Heimaskagahúsi),
sem í dag er á einni hæð. Að end-
ingu áformar HB Grandi hf. að
sameina og stækka starfsemi Lauga-
fisks við Breiðargötu. Vegna þeirr-
ar stækkunar þarf að laga grjótvarn-
argarð sunnan og suðaustan fyrir-
hugaðs byggingarsvæðis og land-
fylla undir fyrirhugaða byggingu
auk þess að verja bygginguna fyrir
ágangi sjávar. Landfylling þessi er í
samræmi við fyrirhugaða landfyll-
ingu í aðalskipulagi. Einar sagði að
eftir að umsóknin barst hefði Akra-
neskaupstaður strax ákveðið að afla
sem gleggstra gagna sem gætu nýst
við ákvarðanatöku í málinu. Því var
verkfræðistofan VSÓ fengin til að
gera skýrslu um hugsanlega lyktar-
mengun sem gæti fylgt fiskþurrk-
uninni. Einar sagði jafnframt frá
því að inn í þetta mál blandist fram-
tíðarhugmyndir HB Granda um
landfyllingu við höfnina. Nokkr-
ar tillögur að þeirri landfyllingu
hafi verið gerðar en ekki hefur ver-
ið ákveðið hvað skal gert á svæðinu.
Hann benti að endingu á að þeir
sem ekki gátu komið skoðunum
sínum á framfæri eða spurt spurn-
inga á fundinum gætu haft samband
við hann.
Kynnti fyrirætlanir
HB Granda
Næstur steig Vilhjálmur Vilhjálms-
son forstjóri HB Granda í pontu.
Hann hóf mál sitt á ítarlegri kynn-
ingu á fyrirtækinu og áherslum þess.
Því næst kynnti hann fyrirætlanir
fyrirtækisins á Akranesi og þar með
talið fyrirhugaða stækkun Lauga-
fisks. Vilhjálmur sagði frá því að
HB Grandi vilji efla Akraneshöfn
sem fiskihöfn. Athafnasvæðið væri
hins vegar þröngt fyrir stór skip eins
og það er í dag. Því væri þörf á að
bæta aðstöðuna. HB Grandi hefur
ákveðnar hugmyndir um að flytja
alla starfsemi sína á Akranesi niður
á hafnarsvæðið og minnka þar með
flutninga. Til að það sé gerlegt eru
breytingar nauðsynlegar á svæðinu
og sýndi Vilhjálmur skissu frá Faxa-
flóahöfnum sem sýnir hugmyndir
HB Granda að landfyllingu.
Vinnslan í
sérhæft húsnæði
HB Grandi festi kaup á Lauga-
fiski árið 2013. Vilhjálmur sagði
að það hefði verið vitað frá upp-
hafi að bæta þyrfti aðstöðuna þar.
Í dag er þurrkferlið á tveimur stöð-
um og verksmiðjurnar opnar. Ef af
framkvæmdum verður yrði þeim
lokað. Það myndi strax draga veru-
lega úr lyktarmengun. Áformað er
að sameina allt þurrkferlið á einn
stað ásamt því að lofhreinsibúnað-
ur og framleiðsluferli verður bætt
til muna. Þetta myndi auka fram-
leiðslugetu og auka möguleika á
vöruþróun hjá HB Granda. Í dag
notar HB Grandi ósonmeðhöndl-
un á lofti úr þurrklefum til að draga
úr lyktarmengun við þurrkunina.
Sagði Vilhjálmur ósonið vera bestu
lausnina til að hamla gegn slíkri
mengun. Fyrirtækið er þó að kanna
fleiri leiðir sem miða að því að lág-
marka myndun lyktar. Það ætlar
jafnframt að taka upp ferlastýringu
við hausaþurrkunina. Þá sagði Vil-
hjálmur Vilhjálmsson að ferskleiki
hráefnisins skipti máli, ásamt stýr-
ingu á þurrkferlinu og verklagi. Ef
af stækkuninni verður mun eftir-
þurrkunin vera í sérhönnuðu hús-
næði. „Það mun auka möguleikana
á að meðhöndla lykt með hreinsi-
búnaði. Í dag er eftirþurrkunin í
raun eins og einn klefi og því er
erfiðara að stýra loftferlinu. Í nýja
húsnæðinu verður hver þurrkstokk-
ur séreining. Því betur sem næst að
stýra þurrkferlinu, því minni lykt
verður. Með stækkuninni kemst
vinnslan í nýtt og sérhæft húsnæði,
sem yrði þéttara og lokaðra en það
sem notað er í dag. Hráefnið fer
inn og afurðir færu fullunnar beint
í gáma, í stað þess að afurðin sé
keyrð hálfunnin úr forþurrkun yfir
í eftirþurrkun, líkt og gert er í dag,“
sagði Vilhjálmur.
Fiskþurrkun mun
alltaf fylgja lykt
Guðjón Jónsson efnafræðingur og
Birna Guðbjörnsdóttir matvæla-
fræðingur hjá VSÓ ráðgjöf voru
fengin til að leggja mat á fyrirhug-
uð áform HB Granda um stækk-
un Laugafisks. Þeirra verkefni var
að skilgreina bestu fáanlegu tækni
sem til er í fiskþurrkun af þessu
tagi, ásamt því að afla upplýsinga
frá HB Granda um fyrirhugaðan
tæknibúnað og vinnsluferli í nýrri
verksmiðju. Eftir að Vilhjálmur
lauk máli sínu kynnti Guðjón efni
skýrslu VSÓ um áhrif fyrirhugaðar
stækkunar með tilliti til lyktarmeng-
unar. Guðjón fræddi viðstadda um
að lyktarefnin frá fiskþurrkun væru
rokgjörn. Því þyrfti lofthreinsi-
búnaður og aðrar mengunarvarn-
ir að miða að því að losna við eða
minnka þessi efni úr loftinu. Óson-
meðhöndlun á lofti í þurrkklefum
hefur reynst vel í þeim efnum. Til
stendur að HB Grandi prófi einnig
svokallaðan biofilter sem kemur ef
til vill að sama gagni og þvottaturn
til meðhöndlunar á aflofti. Hann
lagði áherslu á það í máli sínu að
vinnslustjórnun og umhverfisstjór-
nun séu mikilvægir þættir í ferl-
inu. Það þurfi að skoða mikilvæga
umhverfisþætti sem geti haft áhrif
á vinnsluna og halda úti skráningu
og skjalfestingu. Kortleggja þurfi
útbreiðslu lyktar og hafa viðbragð-
sáætlun ef eitthvað fer úrskeiðis. Þá
þurfi að liggja fyrir áætlun um upp-
lýsingagjöf og samskiptamál. Eins
þurfi að tryggja að frárennslis- og
úrgangsmál séu í lagi og að lífræn
efni safnist ekki saman og rotni
með tilheyrandi ólykt.
Niðurstöður VSÓ eru þær að
engin ein heildarlausn er til í þess-
um efnum. Guðjón sagði eng-
an vafa vera á því að lyktin muni
minnka verulega frá því sem nú er
ef af stækkuninni verður. Þó væri
rétt að benda á að sama hvaða tækni
væri notuð yrði aldrei hægt að
koma algjörlega í veg fyrir lykt frá
starfseminni. Þurrkun á fiski muni
alltaf fylgja einhver lykt. Með þeim
aðferðum sem HB Grandi hyggst
beita og þeim viðbótartillögum
sem lagðar voru til í skýrslunni ætti
þó að vera tryggt að sú lykt valdi
ekki óþægindum í næsta umhverfi
við verksmiðjuna.
Fólk reynir að
komast í burtu
Að lokum sté á stokk Hörður
Helgason, fulltrúi íbúasamtakanna
Betri byggð, og kynnti sjónarmið
íbúa á svæðinu. Hörður byrjaði á
því að afhenda Regínu Ásvalds-
dóttur bæjarstjóra undirskriftar-
lista með nöfnum 335 einstaklinga
sem ekki vilja hafa fiskhausaþurrk-
un í íbúðabyggðinni. Hörður tak-
markaði erindið við skýrslu VSÓ
og söguna um fiskhausaþurrk-
un. Máli sínu til stuðnings benti
hann á ástandið á neðri Skaga. Þar
hefði lyktarmengunin áhrif á þró-
un byggðarinnar. „Fjöldi nemenda
í Brekkubæjarskóla stendur í stað,
í Grundaskóla fjölgar þeim. Við
erum að missa ungt fólk sem vill
flytja á neðri Skagann og kannski
gera þar upp gömul hús. Það eru
mörg dæmi um það. Nýjasta dæm-
ið um það er ungt og vel menntað
fólk úr Reykjavík sem keypti hús á
neðri Skaganum algerlega granda-
laust um það hvernig umhverfið er
þarna. Eftir einn eða tvo mánuði
átta þau sig á því að þau ættu heima
í einhverri svakalegri ólykt sem gýs
upp með reglulegu millibili. Þau
vilja bara fara. Hvernig eiga þau
að fara, nýbúin að kaupa hús? Jú,
þau vilja meina að þarna hafi ver-
ið leyndur galli í þessum kaupum.
Nú eru þau að vinna að því að fá
rift kaupsamningi. Þetta finnst mér
mjög alvarlegt mál. Við erum farin
að horfa upp á það að ungt fólk vilji
ekki koma þarna niður eftir. Ef það
er þarna þá er það að reyna að kom-
ast sem fyrst í burtu,“ sagði Hörður
meðal annars í erindi sínu.
Ekki hægt að
opna glugga
Hörður var beinskeyttur í máli
sínu. Hann sagði Akurnesinga
þurfa að hugsa um framtíðina og
lagði áherslu á að þeir þyrftu að
hugsa um bæinn sem eina heild.
Hann hafði áhyggjur af því að erfitt
væri framfylgja stefnu um að bæta
aðstöðu og aðgengi að útivistar-
perlum, fegrun eldri íbúðahverfa
og eflingu gamla miðbæjarins sam-
hliða því að til staðar væri starfsemi
sem mengar andrúmsloftið. Hörð-
ur Helgason sagði ósontæknina
Íbúafundur á Akranesi vegna stækkunar Laugafisks
Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda, Guðjón Jónsson VSÓ, Sigríður Indr-
iðadóttir, Einar Brandsson, Ólafur Adolfsson og Regína Ásvaldsdóttir.
Ljósm. Jónas H. Ottósson.
Skissa frá Faxaflóahöfnum sem sýnir hugmyndir HB Granda að landfyllingu.
Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda kynnti á fundinum áform fyrir-
tækisins á Akranesi. Ljósm. Jónas H. Ottósson.
Hörður Helgason kom fram fyrir hönd Betri byggðar. Ljósm. Jónas H. Ottósson.